Feykir


Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 8

Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er hinn ágæti félagi í hagyrðinga- hópnum, Sverrir Magnússon áður bóndi í Efra-Ási í Hjaltadal, sem er höfundur fyrstu vísunnar að þessu sinni. Alltaf veitir yndi mest upp fer neisti falinn. Þegar að nú sólin sést syndra um Hjaltadalinn. Ekki er Sverrir vel sáttur við ástandið í dalnum sínum er næsta vísa er gerð. Magnast ekki menntapóll merkjum dóma næga. Hnignandi fer Hólastóll höfuðbólið fræga. Þegar Sverrir hugleiðir stöðu stjórnmál- anna verða næstu vísur til. Nú hefur svikið þína þjóð þráir valdapottinn. Er nú bara á íhaldsslóð allur vilji dottinn. Orða gjálfur endist skammt erfitt veg að rata. Enginn vafi er nú samt ofmetin var Kata. Áður hefur í þessum þáttum verið vikið að presti sem nú í sumar talaði nokkuð djarflega um vist í Víti. Hallmundur Kristinsson yrkir svo: Blessað getur bæði spé og boðskap sinna feðra. Kann að vera að karlinn sé kunnugur í neðra. Ekki mun þessu tengt það sem kemur hér næst. Minnir að höfundur sé skáldið frá Fagraskógi. Dimm og þung er dómsins raust dæmt, frá engu – er þokað. Helvíti er hurðarlaust en himnaríki lokað. Þegar vorið fór að taka yfir í síðastliðnum maí og vetrarríki fór að linna orti Jón Atli Játvarðsson svo: Ánamaðkar dansa dátt dráttarvélar puða. Við lúpínunnar blómið blátt býflugurnar suða. Friðrik úr Mývatnssveitinni yrkir svo: Gjörvallt lífið gegnum sneitt glaður mjög ég kjaga, ekki virðist ellin neitt ætla mig að plaga. Það er Jón Bjarnason, áður bóndi í Garðsvík, sem hugsar svo til vistaskipt- anna hér á jörð með þessari ágætu vísu: Þegar eg loksins frelsi fæ -úr fangelsi lífs er öllum smokrað- í himnaríki eg háttum næ á hinum staðnum er fullt – og lokað. Önnur vísa kemur hér eftir Jón: Eg hef reynt og reyni enn, rýr þó virðist forðinn, Vísnaþáttur 815 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) palli@feykir.is að stundum hafa heimskir menn hitt á réttu orðin. Þar sem nú er farið að dimma, að dómi undirritaðs allt of snemma, á kvöldin, rifjast næst upp þessi ágæta vísa Fjallaskáldsins: Fölnar rós og bliknar blað á birkigreinum, húmar eins og haustar að í hjartans leynum. Hef vonandi oft birt í þessum þáttum, án þess að muna það fyrir víst, þessa landskunnu vísu Fjallaskáldsins: Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima, nú er horfið Norðurland nú á ég hvergi heima. Kannski þyngir svo yfir okkur við þennan lestur að ósjálfrátt kemur næst upp í hugann þetta innlegg, sem mun hafa orðið til þegar nálgaðist haustmyrkrið hjá okkar góða félaga hér áður fyrr, Kristjáni Runólfssyni. Ágúst brátt er liðinn svo yndislega hlýr ýmislegt hann bar í skauti sínu, himinninn er dáfallegur, heiður, blár og skír hátíðleika finn í brjósti mínu. Nokkuð hefur verið blautt um að litast þegar Kristján orti þessa: Veðurguðinn völdin tekur víða hér um land. Himinþakið lengi lekur ljótt er þetta stand. Ekki skal því neitað að undirritaður er hálffúll yfir þeirri staðreynd sem kemur fram í þessari ágætu vísu Jóns í Víðimýrarseli. Það er svo með þetta líf þegar aldur hækkar. Samskiptum við vín og víf verulega fækkar. Og því miður heldur Jón áfram með staðreyndir: Minnkar yndi okkur hjá yfir skál og vínum. Þegar ellin þokugrá þyrnum stráir sínum. Falleg er þessi sumarvísa Ingólfs Ómars: Veröld ljómar drungi dvín daga rómum langa. Söngvar óma, sólin skín sumarblómin anga. Gott að enda með þessari góðu kveðju frá Sverri í Efra-Ási: Hægt er stundum víða að vappa veraldar um veg. Eiríksstaða knáum kappa kveðju sendi ég. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar árið 2022 voru veittar í Húsi frítímans fimmtudaginn 8. september og voru viðurkenningarnar sjö að þessu sinni. Þetta var átjánda árið sem Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda að tilnefningum og afhendingu umhverfisviðurkenninga fyrir hönd sveitarfélagsins. Fyrirkomulag Soroptimista- kvenna við að skoða og meta býli og lóðir í dreifbýli og þéttbýli Skagafjarðar var líkt og áður, sex hópar skiptu með sér svæðinu frá Fljótum inn allan Skagafjörð að Hofsvöllum og út að Hrauni á Skaga. Akra- hreppur bættist svo við skoð- unarsvæðið í ár og var það einkar ánægjulegt. Að mörgu er að hyggja við vinnu verkefnisins og valnefnd klúbbsins endurskoðar reglu- lega viðmiðin varðandi um- hverfismatið. Sem dæmi um þau atriði sem horft er til og gefin einkunn fyrir er m.a. frágangur bygginga/íbúðar- húsa, geymsla tækja og áhalda, viðhald girðinga, almenn um- gengni og heildarmynd húsa, lóða og sveitabýla. Að mati Soroptimista er umgengni stöðugt að batna í sveitarfélaginu og íbúar að gera umhverfið snyrtilegt og fallegt en í þessu eins og mörgu öðru má lengi gott bæta. Með samtakamætti íbúa má ná miklum árangri í þessum málum sem öðrum, til ánægu fyrir okkur sjálf og þá sem sækja okkur heim. Á þessum 18 árum sem Soroptmistaklúbburinn hefur haft veg og vanda af tilnefn- ingum til umhverfisviður- kenninga í Skagafirði hafa 100 viðurkenningar verið veittar. Í ár voru veittar sjö viðurkenn- ingar í fimm flokkum og voru það: Sveitabýli með hefðbund- inn búskap, snyrtilegasta lóð við fyrirtæki, snyrtilegasta lóð við opinbera stofnun, einstakt framtak og í flokknum snyrti- legasta lóð í þéttbýli voru þrjár lóðir valdar, þ.e. ein í Varmahlíð, ein á Hofsósi og ein á Sauðár- króki. Það var sérstaklega ánægjulegt að viðurkenningar dreifðust vel um sveitarfélagið. Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar 2022 Sveitabýli með hefðbundinn búskap var valið Flugumýrar- hvammur, eigendur eru Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson. Í um- sögn segir að þar sé einstök snyrtimennska og fegrun umhverfis höfð að leiðarljósi hvert sem litið er. Þegar ekið er í hlað blasi fjósið við með blómum skrýddum veggjum. Í garðinum er fjölbreyttur gróð- ur, gróðurhús með ávaxtatrjám og býlið allt og umhverfi þess allt hið glæsilegasta. Snyrtilegasta lóð við fyrir- tæki var valið Dalasetur en þar hafa þau Jakobína Helga Hjálm- arsdóttir, Þórarinn Þórðarson, Daníel Þórarinsson og Stefán Óskar Hólmarsson byggt upp einstaklega snyrtilegt og fallegt svæði í landi Helgustaða í Unadal. Þar hafa verið byggð þrjú bjálkahús þar sem boðið er upp á gistingu, stórt landssvæði grætt upp, trjám plantað og markmiðið að byggja upp heilsusetur þar sem hægt er að njóta náttúrunnar í fjallgöngum, í heitum potti við ána, í frisbí- golfi eða bara njóta kyrrðarinnar. Snyrtilegasta lóð við opin- bera stofnun var valin Byggða- stofnun en þar þykir hafa tekist AÐSENT | Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar Umhverfisviðurkenningar í Skagafirði einstaklega vel til við hönnun og frágang húss og lóðar. Allt snyrtilegt og vel um hugsað og til eftirbreytni þegar svo vel er gengið frá húsi og lóð strax. Hjá Byggðastofnun hefur verið sett fram það markmið að við rekstur og viðhald bygginga og lóða á vegum stofnunarinnar skuli leitast við að velja vistvæna kosti hverju sinni s.s. máln- ingarvörur, ljósaperur, garða- úðun, áburð o.fl. eins og segir á heimasíðu Byggðastofnunar. Arnar Már Elíasson, forstöðu- maður Byggðastofnunar, tók við viðurkenningunni. Einstakt framtak: Kakala- skáli. Hjónunum á Kringlumýri, þeim Maríu Guðmundsdóttir og Sigurði Hansen var veitt viður-kenning fyrir einstakt framtak, sem er uppsetning Grjóthers Hauganesbardaga ásamt uppbyggingu og starf- semi í Kakalaskála. Þar hefur verið sett upp einstök sögu- og listaverkasýning þar sem sögu- sviðið er Sturlunga með áherslu á ævi Þórðar kakala. Grjót- herinn er sunnan Kakalaskála 8 34/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.