Feykir


Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 7

Feykir - 14.09.2022, Blaðsíða 7
Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is fá sérfræðinga í heimsókn á stofnanirnar eða hefur það gengið vel að þínu mati, hverjir eru kostirnir við að fá sér- fræðinga út á land? „Það er og hefur verið misjafnt hvernig og hversu mikil sú starfsemi hefur verið milli stofnana og milli starfsstöðva en almennt er það orðið erfiðara að fá sérfræðinga út á land. Þar þarf að gera átak á landsvísu með aðkomu heil- brigðisyfirvalda, sjúkrahúsa, heilbrigðisstofnana og lækna. Þarna má líka nýta tæknina mun betur, fjarheilbrigðis- þjónustu, þar sem læknir og skjólstæðingur geta verið í sitthvorum landshlutanum. Að læknir leggi í ferðalag til að hitta hóp sjúklinga er auðvitað einfaldara en að hópur fóks ferðist til að hitta sama lækn- inn. Margir skjólstæðingar eiga líka erfitt með að ferðast og þurfa jafnvel einhvern til að fylgja sér. Tækjabúnaður sem læknir þarf í sinni vinnu getur líka haft þau áhrif að erfitt er fyrir hann að flytja sig af sinni stofu eða stofnun.“ Á síðustu öld var skurðstofa á Króknum en ekki lengur. Er einhver áhugi á að taka hana í gagnið aftur? „Skurðstofa á Króknum átti fullan rétt á sér á sínum tíma. Þar eru nú gerðar speglanir á göngudeild en engar aðgerðir á skurðstofum. Þar sem eru skurðstofur þarf flókinn og dýran tækjabúnað og sérhæft starfsólk sem ekki er í boði fyrir fámenna staði. Skurðlæknar eru flestir eða allir með undirsérgrein og sinna sínu oft þrönga sviði og hafa leyst af hólmi almenna skurð- lækninn sem sinnti meira og minna öllu. Það er ekki í umræðunni að opna skurðstofu á Króknum og ég sé það ekki gerast í nánustu framtíð.“ Það hefur verið gagnrýnt að verðandi mæður þurfi að bruna á Akureyri, við alls konar aðstæður, til að fæða börn. Hvað finnst þér um það ástand og eru einhverjar líkur á að breyting verði á? „Kröfur um gæði og öryggi leiða til þessarar niðurstöðu en það þarf að bæta gistiaðstöðu fyrir verðandi foreldra og fjölskyldu nærri sjúkrahúsunum.“ „Bæði gaman og gefandi að starfa sem læknir“ Hvernig hefur gengið að fá lækna til starfa hér á Norðurlandi vestra, eru ungir læknar spenntir að koma heim til starfa? „Það vantar lækna til starfa mjög víða um land. Það á reyndar við um fleiri heil- brigðisstéttir eins og hjúkrunar- fræðinga. Það hefur þó gengið nokkuð vel hér á Króknum þar sem við höfum á síðustu árum náð að fá heim og ráða tvo unga lækna eftir sérnám. Eins hafa læknanemar og kandídatar sýnt áhuga á að koma í styttri tíma. Á Blönduósi hefur aftur á móti ekki tekist að ráða fasta lækna til starfa undanfarin ár en mannað er með hópi lækna sem skiptast á að koma.“ Það er talað um að stækka þurfi Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki. Er það mál í einhverjum farvegi? „Það er vinna í gangi við að gera öll hjúkrunarrýmin að eins manns stofum með snyrtingu. Þá fækkar rýmum þar sem flest þessara herbergja voru ætluð fyrir tvo. Því þarf að byggja við og það er vonandi að komast í farveg.“ Er gaman og/eða gefandi að vera læknir? „Það er bæði gaman og gefandi að starfa sem læknir. Það er krefjandi og að starfa úti á landi er talsvert frábrugðið því sem er í borgum og stærri bæjum í nálægð við sjúkrahús og bráðadeildir og vaktaálag yfirleitt meira,“ segir Örn að lokum. AÐSENT | Ólafur Þ. Hallgrímssonr skrifar Hvert stefnir þjóðkirkjan? Það eru breytingar að verða í þjóðkirkjunni, sem ekki fara fram hjá neinum, ekki heldur fyrrv. sveitpresti, komnum á eftirlaun, sem bregður í brún og finnst erfitt að átta sig á ýmsu sem þar er að gerast. Stjórnsýslu kirkjunnar hefur verið skipt upp í tvö aðgreind svið, frá síðustu áramótum, sem kann að vera til bóta. Prestaköll sameinuð samkv. ákvörðunum kirkjuþings og biskupafundar nær þegjandi og hljóðalaust og að því er virðist án minnsta samráðs við heimamenn. Tveim eða fleiri prestaköllum er slegið saman í eitt bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á lands- byggðinni, nú síðast hafa Húnavatnssýslur báðar verið sameinaðar í eitt prestakall, Húnavatnsprestakall, en því víðfeðma umdæmi þjóna nú aðeins þrír prestar í stað sex, er undirritaður kom til starfa í Ból- staðarprestakalli árið 1981. Heyrst hefur að leggja eigi niður allt að tug prestsembætta til að spara. Jafna þarf þjónustubyrði prestanna í þéttbýli og dreifbýli og auka samvinnu presta, segja kirkjuþings- menn. Fjárhagur kirkjunnar er þungur og fer versnandi, eftir að ríki og kirkja hafa formlega verið aðskilin og prestar ekki lengur ríkis- starfsmenn, heldur launamenn hjá þjóðkirkj- unni – Biskupsstofu. En embættin verða nær öll lögð niður á landsbyggðinni. Þegar grannt er skoðað, verður sparnaðurinn einkum í því fólginn að fækka prestum í dreifbýli og skerða þjónustu kirkjunnar þar. Á þjónustuárum mínum í Mælifells- prestakalli máttum við iðulega búa við þann söng, að sveitaprestar hefðu of lítið að gera, lægju nánast mest undir sæng, því þyrfti að leggja niður prestaköll og fækka prestum. Reynsla mín af 27 ára þjónustu í sveita- prestakalli er vissulega allt önnur. Síst af öllu geri ég lítið úr vinnuálagi presta á höfuð- borgarsvæðinu, sem oft er mikið, en þeir hafa á móti á að skipa ýmsu samstarfsfólki, sem sveitapresturinn hefur ekki. Kristni og þjóðlíf hafa löngum haldist í hendur í okkar landi. Kristindómurinn er arfur, menning okkar kristin menning. Nú er kannski að verða þar breyting á. Gömlu prestakallanöfnin minna á þessi tengsl kristni og þjóðlífs. Nöfn eins og Valþjófsstaðar- prestakall, Þingeyrarklaustursprestakall, Saur- bæjarprestakall, svo fá ein séu nefnd. Ég er áreiðanlega ekki einn um það að finnast eftirsjá að þessum nöfnum og með hvarfi þeirra rofni einhver þráður sögu og fortíðar. Veit ég þó að kirkjuhúsin verða áfram á sínum stað. Í staðinn koma ný nöfn tengd landfræði- legu umhverfi og hafa ekkert með kristni að gera. Er kirkjan að höggva á rætur for- tíðarinnar? En margt er að breytast, rétt er það, og þarf ekki mörg orð um að hafa. Þjóðfélagið tekur stöðug- um breytingum, og vissulega þarf kirkjan alltaf að halda vöku sinni, skoða verklag sitt og finna nýjar leiðir til að koma boðskapnum á framfæri. En er sameining presta- kalla, stærri prestaköll, endilega svarið við því? Það dreg ég í efa. Finnur einstaklingurinn sig betur heima í víðlendu prestakalli en fámennu, þar sem nánd er meiri og boðleiðir styttri? Er líklegt, að sameining verði til að bæta kirkjusókn? Reynsla mín er sú, að fólk sé mjög bundið tilfinningarlega sinni sóknarkirkju og sókn og vilji helst ekki fara út fyrir sóknarmörkin. Skiptir einstaklingurinn líka ekki alltaf mestu máli í kirkjunni, þegar allt kemur til alls. Hvers vegna ekki að leggja meiri áherslu á samstarf presta, t.d. innan hvers prófastsdæmis, fremur en sameiningar. Hafa prestar ekki alltaf getað unnið saman, það þekki ég a.m.k. vel úr mínu starfi. Sameining á flestum sviðum þjóðlífsins er e.k. lausnarorð nú um stundir. Því stærra, þeim mun betra og meiri slagkraftur, segja menn. Er „slagkraftur“ kirkjunnar kominn undir stærri prestaköllum? Á kirkjan að taka þátt í dansinum? Kirkjan getur ekki elst við tískustrauma eða staðið í vinsældakeppni. Hún er tákn þess, sem fast er og öruggt í tilverunni, þess sem stendur fast í ótryggum og síbreytilegum heimi. Þannig tel ég, að fólk vilji líka hafa hana. Hún getur ekki þóknast öllum né haft alla góða. Ekki gerði Kristur það. Hún verður að standa föst á sinni rót í kærleika og umburðarlyndi, ekki slíta rætur fortíðarinnar, sem samofnar eru þjóðarsálinni. Hún verður að vera meðvituð um, á hvaða leið hún er. Það eru forréttindi að vera þjónn í kirkju Jesú Krists, sem er hinn sami í gær og í dag og verður um aldir, og koma boðskapnum eilífa til fólks í gleði jafnt sem sorg. Af því ættum við að vera stolt. Megi Drottinn vísa veginn. Ólafur Þ. Hallgrímsson Höf. er pastor emiritus 34/2022 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.