Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 3
Harmonikublaðið
ISSN 1670-200X
Ábyrgðarmaðiin
Friðjón Hallgrímsson
Espigerði 2, 108 Reykjavík
Sími 696 6422, fridjonoggudny@internet. is
Prentvinnsla:
Héraðsprent, Egilsstöðum, www.heradsprent.is Prentgripur
Forsíða: Eorsíðumyndin var tekin af fulltrúum á
aðalfundi SIHU á Egilsstöðum 28. september s/.
Meðal efnis:
- Af Héraðsbúum
- Tíbrá í Salnum
- Skemmtiferð Harmonikufélags Vestfjarða
- Fréttir frá Harmonikufélagi Þingeyinga
- Viðtal við Pétur Bjarnason
- Aðalfundur SÍHU 2019
- Haustið 2019 hjá FHUR
- Minning - Haraldur Reynisson
- Lag blaðsins eftír Guðmund Ola Sigurgeirsson
- Heimsókn að Westan
- Minning - Olafur Th. Olafsson
- Smápistill úr Dölunum
- Jólakveðjur
- Frostpinnar að vestan
Auglýsingaverð:
Baks/ða 1 / / síða kr. 28.000
1/2 síða kr. 18.000
Innsíður 1/1síða kr. 22.500
1/2 síða kr. 14.000
1/4 síða kr. 8.500
1/8 síða kr. 5.500
Smáaugjtjsingar kr. 3.500
Skilafrestur efnis fyrir næsta blað er
25. apríl 2020.
Ritstjóraspjall
Þegar skrifa á pistil í blað um harmoniku getur manni vafist tunga um tönn.
Um hvað á maður að skrifa. Það að halda úti blaði um eitt ákveðið hljóðfæri
er í sjálfu sér dálítið undarleg hugmynd. Þetta blað er málgagn og hlutverk
þess er að miðla fróðleik og upplýsingum um harmonikufélögin í landinu.
Það er ekki alveg sjálfgefið að þetta liggi á lausu. Harmonikulífið er eins og
annað líf, gengur í bylgjum, upp og niður. Þegar þeir félagar Hilmar
Hjartarson og Þorsteinn Þorsteinsson ákváðu árið 1986 að hefja útgáfu á
harmonikublaði var það fyrir áeggjan sænska harmonikuleikarans góðkunna
Lars Ek. Með þessu móti yrði auðveldara að tengja saman þau tólf
harmonikufélög sem störfuðu á landinu. Þeir félagar stukku af stað fullir af ákafa og vonum.
Og viti menn, þetta gekk! Það varð strax mikill áhugi á blaðinu og fjölmargir gerðust áskrifendur
á fýrstu árunum. Þarna var kominn tengiliður sem fólk gat sameinast um og ritstjórarnir ótrúlega
öflugir að afla efnis í blaðið. Hvorugur hafði komið að þess háttar áður, en af brennandi áhuga
tókst þeim að gera blaðið áhugavert, með skemmtilegum greinum og viðtölum. A þessum tíma
voru ritstjórarnir rétt skriðnir á fimmtugsaldurinn og eljan í samræmi við það. Eftir tíu ára
frumkvöðlastarf fannst Þorsteini komið nóg og fimm árum síðar vorið 2001 var svo útgáfunni
hætt en þá voru harmonikufélögin í landinu orðin 20. Voru nú góð ráð dýr. Eftir nokkrar
vangaveltur innan stjórnar SIHU, þar sem möguleikinn á að kaupa blaðið af Hilmari var skoðaður,
var ráðist í að gefa út nýtt blað. Þar með hófst nýr kafli í starfi SIHU. Fyrsta blaðið af þessu nýja
málgagni harmonikuunnenda leit dagsins ljós í apríl 2002. Það hefur gengið á ýmsu við að afla
efnis í blaðið. Nokkur félög hafa alla tíð verið mjög dugleg að segja frá starfmu og þar með gefið
öðrum unnendum tækifæri að fylgjast með. Sérstaklega er ástæða til að nefna Þingeyinga, sem
alla tíð hafa tíundað sitt skemmtilega starf í blaðinu. Ekki langt á eftir koma Eyfirðingar og
Vestfirðingar. Dalamenn hafa yfirleitt séð ástæðu til að segja fréttir úr Dölum og sama á við
Héraðsbúa og Reykvíkinga. Oft hafa borist góðar fréttir af Rangæingum. Af öðrum félögum er
því miður lítið að frétta. Ekki er gott að segja hvað veldur fréttaskorti, en sá grunur læðist að
manni að aldur sé farinn að segja til sín og fækkun í félögunum bætir ekki úr skák.
í fréttum var þetta helst
rr - : ~ b
Stjórn S.I.H.U. nöfn, netföng,
heimilisföng og símanúmer:
Formaður:
Filippía Sigurjónsdóttir
8208834@internet.is
Hólatúni 16, 600 Akureyri
S: 462 5534 / 820 8834
Varaformaður: Haraldur Konráðsson
budarhoIl@simnet.is
Sólbakka 15, 861 Hvolsvöllur
S: 487-8578 / 893-4578
Ritari: Sigrún B. Halldórsdóttir
sigrunogvilli@gmail.com
Breiðabólstað, 371 Búðardalur.
S: 434-1207/ 861-5998
Gjaldkeri: Anna Guðrún Vigfúsdóttir
smarabr3@simnet.is
Smárabraut 3, 540 Blönduós
S:452 4266 / 862 4266
Meðstjórnandi: Pétur Bjarnason
peturbjarna@internet.is
Geitlandi 8, 108 Reykjavík
S: 456-4684 / 892-0855
Varamaður: Sigurður Olafsson
sandur2s@magnavik.is
Sandi 2, 641 Húsavík
S: 464-3539 / 847-5406
Varamaður: Sólveig Inga Friðriksdóttir
bolstadarhlid2@gmail.com
Bólstaðarhlíð 2, 541 Blönduós
S: 452-7107/ 856-1187
Kt. SÍHU: 611103-4170
Næsti aðalfundur SÍHU verður haldinn að
Hótel Laugarbakka í Miðfirði haustið 2020, í
boði Nikkólínu og Félags harmononikuunnenda
í Húnavatnssýslum.
Flemming Viðar Valmundsson mun leika með
Sinfóníuhljómsveit Islands í Hörpu
fimmtudaginn 16. janúar nk. Þar leikur hann
harmonikukonsert eftir Arne Nordheim.
Flemming er einn af fjórum ungum
einleikurum, sem koma fram með
hljómsveitinni þetta kvöld.
Jónas Ásgeir er með mörg járn í eldinum þessa
dagana. Hann er að fara í meistaraprófið 11.
desember þar sem hann mun leika ma. verk
eftir Atla Ingólfsson og Þuríði Jónsdóttur. Þá
er hann með geisladisk í smíðum þar sem
eingöngu verða íslensk verk, ma. eftir Atla
Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Þá
mun hann ásamt sellistanum Andrew Power,
frumflytja verk eftir Aslaugu Rún Magnúsdóttur
á Myrkum músikdögum í Reykjavík í lok
janúar.
Þær stöllur í Stormduo, Ásta Soffía
Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Björdal
munu koma fram á „Trekkspilltreff pa Savalen"
um miðjan janúar. Þarna er um að ræða
harmonikumót sem fram fer á glæsilegu
fjallahóteli við vatnið Savalen í Noregi. I mars
munu þær síðan frumflytja í Osló nýtt verk,
„Traces og tradition", eftir Jo Asgeir Lie, sem
hann samdi sérstaklega fyrir þær. Þær munu
fylgja þessu eftir með tónleikaröð um Noreg.
Homfirðingar stefna að þátttöku í landsmótinu
2020 í fyrsta skipti í sögu félagsins. Annars er
hugur þeirra bundinn við að skipuleggja
hagyrðingakvöld og dansleik 18. apríl eins og
kemur fram í auglýsingunni frá þeim. Þeir ætla
að koma saman eftir áramót og vera með
dansæfíngar eins og síðasta vetur.
Ekki er loku fyrir það skotið að Skagfirðingar
taki þátt á komandi landsmóti. Það yrði í fyrsta
skipti í langan tíma og mikið fagnaðarefni.
Leiðrétting vegna
Sagnabelgs
I Sagnabelgnum í september urðu ritstjóra á
séstaklega neyðarleg mistök. Þar sagði hann að
textinn um Þórð sjóara væri eftir Svavar
Benediktsson. Ekki er honum kunnugt um
skáldskapargáfu Svavars, en textinn um Þórð
sjóara, er að sjálfsögðu eftir ljóðskáldið ástkæra
Kristján frá Djúpalæk. Lesendur eru beðnir
velvirðingar á þessu.
í : t
Heiðursfélagar SÍHU
Aðalsteinn Isfjörð, Baldur
Geirmundsson og Reynir Jónasson.
v__________________:___________________y1
3