Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 4

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Blaðsíða 4
Af Héraðsbúum Föstudagskvöldið var notað til að stilla saman strengi. Jón Sigfusson, Héraðsbúar sáu umjjörið Guðbjartur Björgvinsson, Jónas Þór og Þóróljúr Þorsteins Harmonikufélag Héraðsbúa tók að sér að halda aðalfund S.I.H.U. í ár. Hann var haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum 28. september sl. Fundarmenn mættu á föstudagssíðdegi 27. september, H. F. H. bauð upp á léttan kvöld- verð og í framhaldi af honum var spjallað og spilað fram eftir kvöldi. Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur og fyrirhuguð makaferð hófst með því að Hreinn Halldórsson kom á rútu að hótelinu og makarnir drifu sig um borð, auk fararstjórans Einars Rafns Haraldssonar. Farinn var Fljótsdalshringurinn, inn með Lagarfljóti að norðanverðu. Fyrsti viðkomustaður var Fljótsdalsstöð, sem er inni í fjalli. Þar er allri orku Kárahnjúkavirkjunar stjórnað. Næst var farið í KlausturkafFi til að nærast. Þá var komið við í húsi Vatnajökulsþjóðgarðs þar sem er mögnuð sýning sem gefur innsýn í starfsemi þjóðgarðsins. Að lokum var ekið til Egilsstaða, austan fljóts. Aðalfundur var settur af formanni Filippíu J. Sigurjónsdóttur um sama leyti og makaferðin hófst. Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf og ein lagabreyting. Breytingin var sú að Þingeyingar komnir ígírinn hlutfallinu af hagnaði landsmóts var snúið við þannig að félagið sem heldur landsmót fær sextíu prósent og S.I.H.U. fjörutíu prósent. Um kvöldið var hátíðarkvöldverður að venju með skemmtidagskrá, þar sem flutt voru lög eftir heiðursfélaga H.F.H. þá Guttorm Sigfússon og Hrein Halldórsson. Dansað var til miðnættis. Hljóðfæraleikarar voru úr röðum fundarmanna. Harmonikufélag Héraðsbúa þakkar öllum fúndarmönnum og mökum þeirra fyrir komuna og ánægjulega helgi. Fyrir hönd H.F.H. Jón Sigfiísson Ljósmyndir: Sigurður Ólafison TIL SÖLU þessi gullfallega Victoria, 4 kóra cassotto hnappaharmonika, 11 ára gömul með sænskum gripum, úrvalshljóðfæri. Verð kr. 480.000.- Upplýsingar gefur Jón Sigurjónsson á Húsavík, sími 464 3148. 4

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.