Harmonikublaðið - 15.12.2019, Síða 8
Þar skoða menn gjarnan Hvítserk. Það var nú
ekki í boði því aur og mold á rúðum rútunnar
lokaði fyrir allt útsýni svo nú varð eingöngu
að treysta á leiðsögumanninn og hann brást
ekki. Hvítserkur stendur við vestanverðan
botn Húnaflóa, 15 m á hæð, líkist þrífættri
ófreskju sem rekur trýnið niður í sjóinn.
Þegar komið var inn fyrir botn Húnaflóa var
ekið suður vestan við Sigríðarvatn. Við
Þorfinnsstaði var stefnan tekin austur fyrir
Vesturhópsvatn. Var þá fljótlega ekið fram hjá
Vatnsenda, bæ Rósu. Var það tilefni nýtt af
leiðsögumanni til að hnýta lausa enda í frásögn
hans af henni. Ekið var fram hjá Borgarvirki
og síðan rakleitt að Hótel Laugarbakka.
Ferðinni var lokið og niðurstaðan sú að þetta
hafi verið aflaurða skemmtileg og fróðleg ferð.
lögum. Með þessari seinni törn ísfirðinganna
lauk ballinu. Talsvert var dansað. Athygli vakti
hve nokkur pör þarna dönsuðu mikið og vel.
Menn fóru svo að safnast til rekkna sinna eftir
einstaklega vel heppnaðan dag.
15. september
Þegar við vöknuðum að morgni 15. september
var sól á lofti og skyggni með ágætum, mikil
umskipti frá gærdeginum. Eftir þægilega nótt
í góðum rúmum neyttum við fjölbreytts
morgunverðar.
Klukkan tíu voru allir mættir í rútuna, einnig
leiðsögumaðurinn Karl Ásgeir. Nú fór hann
með okkur á sínar æskuslóðir að Bjargi í
Miðfirði. Bjarg var líka æskuslóðir þeirra
xiifaifrw: f. > ' *
' . V <■•
heimsmælikvarða og fullyrða má að þegar þeir
spila með Baldri þá sé flutningurinn á sama
kvarða. Undirritaður flutti, að mestu sannar,
sögur úr Dýrafirði og Lóa á Mýrum furðusögur
um nokkra Mýrhreppinga. Kristján
Gunnarsson sagði sannar sögur af
Þingeyringum. Formaður okkar og fyrrverandi
formaður Karitas Pálsdóttir fluttu okkur
fróðleik og skemmtan af ýmsu tagi.
Þegar kom að Steingrímsfjarðarheiði var á
henni snjóhula og hált. Rútan var á
sumardekkjum svo nú reyndi á bílstjórann.
Með lempni kom hann rútunni klakklaust
yfir. Var síðan ekið rakleitt að Reykjanesi. Þar
átti að hafa stuttan stans en þegar fara átti af
stað sagði rútan stopp. Hún er þeirrar náttúru
að hægt er að láta hana síga niður að framan
Greinarböfimdur til vinstri og Villi Valli íþungum þönkum
Setið að snœðingi á Laugarbakka
Þegar á hótelið kom fóru harmonikumenn að
stilla upp græjunum og sumir tóku æfingu
fyrir kvöldmatinn. Aðrir drifu sig strax í
spariföt og fóru á barinn. Bauð Hafsteinn
fararstjóri Karli leiðsögumanni að borða með
okkur. Matseðillinn hljóðaði upp á sveppasúpu,
lambafillet og desert. Var þetta fyrsta flokks í
alla staði.
Klukkan níu hófst ball í fyrrverandi leikfimissal
Laugarbakkaskóla. Kom þar slæðingur af fólki
úr Skagafirði og Húnavatnssýslu sem frétt
hafði af ferð Harmonikufélagsins en ballið var
ekki auglýst að öðru leyti. Fyrstir stigu
Dýrfirðingar á svið, Harmonikukarlarnir, Líni,
Lóa og Edda. Voru þau hálf vængbrotin því í
hópinn vantaði oddvita þeirra og hljóm-
sveitarstjóra Guðmund Ingvarsson. Þau
sluppu þó bærilega frá sínu.
Næst komu á svið margfrægir Isfirðingarnir
B.G., Villi Valli og Magnús Reynir. Þeir klikka
aldrei. Þeir sóttu piit út í sal og settu hann við
trommurnar. Eftir Isfirðingunum kom til
skjalanna Aðalsteinn Isfjörð frá Sauðárkróki
og spilaði af snilld. Ekki var þó allt búið því
nú komu heimamenn á svið og spiluðu af engu
minni snilld. Svo komu Isfirðingarnir aftur á
dekk og söng Edda með þeim í nokkrum
8
Grettis sterka Ásmundarsonar og Grettis
Björnssonar hins landskunna harmoniku-
leikara. Erindið að Bjargi var að skoða
minnismerki um Ásdísi móður Grettis sterka.
Þetta er konulíkneski sem stendur hátt á
klapparhold ekki langt frá bæjarhúsum á
Bjargi.
Frá Bjargi var ekið upp með Miðfjarðará og
inn að Barkarstöðum. Þar búa ung hjón,
nýlega flutt þangað frá Vestfjörðum. Var þar
snúið við, leiðsögumanni okkar, Karli Ásgeiri,
skilað að Laugarbakka. Honum var þar
þökkuð frábær leiðsögn. Síðan hófst
heimferðin og var farin sama leið og við
komum, um Laxárdal og Þröskulda.
Það er venjan í harmonikuferðunum að menn
fari fram í rútuna í míkrófóninn og fremji þar
einskonar uppistand, flytji gaman- og
grínsögur, Ijóð, vísur og fræðandi erindi.
Hólmgeir Pálmason fyllti upp í frásagnir
leiðsögumanns okkar um Vatnsnesið enda
heimaslóðir hans. Engilbert Ingvarsson flutti
fræðandi erindi um upphaf Reykjanesskóla
og fleira úr Djúpinu. Bergur Torfason flutti
frumort ljóð. Magnús Reynir fór að leggja
heimsmælikvarða á hlutina. En segja má að
uppistand hans og Villa Valla hafi verið á
er hún stansar og auðvelda þannig fólki út- og
uppgöngu. Nú neitaði hún að reisa sig aftur
og því óökufær. Var þá sett ráðstefna spökustu
manna á þessu sviði en það voru bílstjórinn
Valdimar, Kristján Gunnarsson vélsmíða-
meistari frá Þingeyri og Jón H. Guðjónsson
hótelstjóri í Reykjanesi. Meðan þeir leystu úr
málum fóru aðrir í kaffi á hótelinu. Er
skemmst frá að segja að viðgerðarteymið fann
bilunina og lagfærði á skömmum tíma. Var
þá ekkert í vegi að halda aftur af stað.
Ekið var í einum áfanga til ísafjarðar og komið
þangað um sjöleytið. Hélt nú hver til síns
heima eftir að hafa kvatt ferðafélaga og þakkað
þeim skemmtilega samfylgd. Sérstakar þakkir
fengu fararstjórinn og bílstjórinn fyrir ágæta
frammistöðu í þessari vel heppnuðu ferð.
Valdimar H. Gíslason
Myndir: Hafsteinn Vilhjálmsson
Undirritaður hefur auk þess að styðjast við
frásagnir leiðsögumanns okkar gluggað í
landakort, ritverkið Landiðþitt Island og Sögu
Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjólf
Jónsson frá Minna-Núpi. (V.H.G.)