Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 12

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 12
„Að starta balli“ Einn af þeim fjölmörgu sem stunda harmonikumótin á sumrin og jafnvel dansleiki á veturna er hávaxinn hægur náungi, sem ekki fer mikið fyrir í fyrstu, en rætist úr við kynni. Hann hefur marga fjöruna sopið um dagana og virðist ekki taka sjálfan sig né samferða- mennina nema rétt svona hæfilega alvarlega. Við Pétur Bjarnason mæltum okkur mót eitt haustkvöld á heimili hans í Fossvoginum, þar sem ég forvitnaðist um hans hagi og lífshlaup í stórum dráttum. Hvar og hvenær er Pétur Bjarnason fæddur? Eg er fæddur 12. júní 1941 á Bíldudal og bjó þar fyrstu fimm árin. Pabbi fórst með línuveiðaranum Þormóði þegar ég var á öðru ári og þegar ég var fimm ára þá giftist mamma aftur og við fluttum til Tálknafjarðar, þar sem ég ólst upp síðan. Var mikið um tónlist á æskuheimilinu? Það var lítið um músik í Tálknafirði. A Bíldudal voru ættingjar mínir margir sem spiluðu. Föðurbróðir minn, Sæmundur Pétursson, var organisti og stjórnaði kórnum og fleira frændfólk mitt þar spilaði á hljóðfæri, enda var þar allmikið tónlistarlíf. Heima hjá okkur var ekki hljóðfæri fyrr en ég eignaðist munnhörpu sem ég fékk í póstkröfu frá Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur. Við voru tveir félagar sem keyptum okkur munnhörpur og blésum í þær dag út og dag inn, náðum fljótt að spila það sem við kunnum af lögum og skildum munnhörpurnar helst ekki við okkur. Lærðir þú á hljóðfæri? Ég notaði fermingarpeningana til að kaupa gamla harmoniku vestur á Patreksfirði. Hún hét Casali Verona og var ekki með skiptingu. Sennilega verið með franska tóna því mér fannst hún alltaf frekar hástemmd (kann ekki við að segja skræk). Það gekk strax vel að spila á píanóborðið en bassinn var mér ofviða. Þá fór ég í tvo daga norður á Bíldudal og lærði hjá Sæma frænda að spila bassann við „Nú árum. Það hefur ekki dregið okkur út á gólfið nema til spari. Hverjar voru helstu skemmtanir á Tálknafirði? Helsta skemmtun ársins var svokallað sundpróf. Það var skemmtun haldin í lok árlegs sundnámskeiðs fyrir börn, en besta sundlaug héraðsins var íTálknafirði. Þá kepptu fullorðnir í frjálsum íþróttum og handbolta, en börnin í sundi og svo var dansað um kvöldið. Menn komu á sjó og á hestum á gleðina, en bílar voru líka að ryðja sér til rúms á svæðinu. Þetta var reyndar áður en ég hafði aldur til að sækja kvöldskemmtanir, en við fylgdumst samt með. Svo var jólatrésskemmtun árlega og ég man eftir fyrsta þorrablótinu, að Fyrsta harmonikan var afgeríinni Casali Verona 12 Skólahljómsveit Reykholtsskóla 1957-1958. Pétur Bjarnason, Hrafnkell Sigurjónsson, Páll Þorsteinsson blika við sólarlag.“ Það dugði til þess að ég áttaði mig á hvernig þetta virkaði og æfði mig á fleiri lögum. Hljómaskilningur var samt afskaplega fátæklegur, einkum framan af. Hvað með dansmennt í Tálknafirði? Ég lærði ekki að dansa sem unglingur og var of feiminn til að reyna það lengi vel. Síðar var ég oftar en ekki að spila og því varð lítið úr dansi. Við hjón fórum á stutt dansnámskeið á Isafirði hjá Jóni Frey Þórarinssyni og Matthildi Guðmundsdóttur konu hans sem komu þangað með námskeið fyrir þrjátíu ég held veturinn 1952. Við frændi minn og nafni sem bjó hjá okkur þann vetur vorum hafðir heima og fengum sína flöskuna hvor af sítróni sem var mikið fágæti. Amma passaði okkur og fylgdist grannt með því að við drykkjum þetta hægt svo „við yrðum ekki kenndir,“ en það kom stundum fyrir afa þegar Oli póstur átti leið um. Utan þessa var það helst barnastúkan Geisli nr. 104 sem stóð fyrir skemmtunum, sem voru leikir og stöku sinnum leikrit.

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.