Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 14

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 14
eftir á fingurgómunum um nóttina. Ég spilaði svo með Facon, þar sem Jón Kr. Olafsson var söngvari. Sveitin spilaði víða en lagði upp laupana á óvissum tíma nokkru eftir 1970, því við vorum nokkrir að spila á veturna þótt þunnskipað væri. Ég beitti mér fyrir því að Svavar Gests gaf út plötu með Facon vorið 1969, fyrst vestfirskra hljómsveita og þótti okkur nokkuð til koma. Við Gutti spiluðum til skiptis á gítar, bassa, hljómborð eða harmoniku og skiptum með okkur verkum eins og fleiri úr hljómsveitinni, til dæmis Jón Ingimarsson. Ég var þó oftast með bassann þarna. Svona bönd voru samfélaginu mikil nauðsyn og spöruðu stórfé miðað við aðkeyptar hljómsveitir með tilheyrandi ferðakostnaði. Manstu efitir einhverju sögulegu við dansleiki fyrir vestan? Ekki í sjálfu sér, nema það situr í minningunni fyrsta þorrablótið sem ég spilaði á. Þá hafði snjóað mikið og var leiðindafærð um fjörðinn, og ófært fyrir bíla og dráttarvélar. Því urðu flestir að koma gangandi í ófærðinni en sumir komu sjóleiðina. A neðri hæð í Stúkuhúsinu harmonika og ég spilaði á ballinu langt fram á nótt með aðstoð góðs manns frá Drangsnesi, sem ég man ekki lengur hvað heitir. Þannig gat hlutverk fræðslustjóra falið í sér margvísleg verkefni. Starfaðir þú með Harmonikufélagi Vestfjarða? Ég held að ég hafi verið kveikjan að stofnun þess og ég var stofnfélagi og varaformaður félagsins meðan ég var fyrir vestan. Þannig var að þegar ég fluttist til Isafjarðar 1983 var margt ágætra spilara þar um slóðir en þeir voru vandari að virðingu sinni en ég og flíkuðu þessu ekki mikið út á við. Tónlistarfélagið stóð alltaf fyrir fjörlegum aðventudegi með jólaglöggi (óáfengu) og ýmsu skemmtilegu á Silfurtorgi. Ég lét einhvern tíma hafa mig í að spila á torginu við þetta tækifæri og aftur sumarið effir. Þá sáu og heyrðu spilarar þarna hvað ég hafði fram að færa og þeir áttuðu sig á því að fyrst Isfirðingum þótti þetta nógu gott, þá gætu þeir allt að eins látið sitt ljós skína. Þar með var sjálfstraustið komið og þeir streymdu „út úr skápnum“ ef svo mætti segja. Síðan tókum við Asgeir S. Sigurðsson okkur it 'K’r- * • . ■' '. . V- Reykjavík. Ég verð líka að minnast á Stórsveit SIBS sem ég hef verið með síðustu nítján ár og hefur vaxið frá einum og upp í 12-14 hljóðfæraleikara. Við spilum bara á jólaböllum, mest fyrir sjúklingafélög og fötluð börn og höfum alltaf jafn gaman af. Við æfum aldrei, spilum bara, enda mest sömu lögin aftur og aftur. Það má segja að við drekkum yfirleitt út launin okkar, því þau eru greidd í kaffi eða kakó og kökum. Hver er konan þín, hvar kynntust þið og við hvað hafið þið starfað? Konan mín heitir Greta Jónsdóttir og við kynntumst bara á Rúntinum hér í Reykjavík fyrir um sextíu árum síðan. Það var venja að ganga Rúntinn eða aka, fyrir þá best settu og þarna urðu oft kynni sem entust eins og þessi hafa gert. Greta er Reykvíkingur en á ættir upp í Kjós og austur í sveitir, að Hunkubökkum á Síðu og þar í kring. Hún vann í sælgætisgerðinni Opal um þetta leyti og síðar í Efnalaug Vesturbæjar. Hún er staðfastur Reykvíkingur en hefúr samt búið á Vestfjörðum stóran hluta af okkar búskap, því við bjuggum á Bíldudal í tíu ár, þar sem ég var skólastjóri HarmonikuhátíSHVá Núpi, 1998. Benedikt. G. Benediktsson, Jónatan Sveinbjömsson, Pétur og Greta á Fjóni sumariS 2016 Friðjón Hallgrímsson, Pétur Bjarnason ogÁsvaldur GuSmundsson var heimavist fyrir sundkrakkana og þangað fór fólk alsnjóugt og skipti um föt. Fór úr vosklæðunum og í sparifötin. Það datt engum í hug að sækja skemmtun nema vera spariklæddur. Eftir borðhald dönsuðu þeir sem yngri voru, en nokkrir eldri karlar spiluðu lomber uppi á sviði. Þegar ballinu lauk um nóttina var aftur farið í snjógallann og stígvélin og brotist heim til að ná mjöltunum. Reyndar má bæta við þetta að eitt sinn, löngu síðar, var ég í heimsókn sem fræðslustjóri í Klúkuskóla að haustlagi. Þá skyldi halda þar mikinn dansleik og dreif að fólk úr nágrenninu. Þegar ekkert bólaði á hljómsveitinni úr Reykjavík á ellefta tímanum var farið að kanna málið. Hún hafði þá villst á gatnamótum í botni Hrútafjarðar og var komin norður á Skagaströnd. Það var sýnt að hún myndi ekki spila á Klúku, sem reyndar hét Éaugarhóll þegar dansað var, þetta kvöld. Það fannst ágæt 14 til og smöluðum saman öllum þeim sem við vissum að spiluðu á harmoniku og vildu vera með, til stofnfundar Harmonikufélags Vestfjarða í nóvember 1986. Félagið varð fljótt mjög virkt, spilað víða og stuðlaði að því að harmonikukennsla varð á ísafirði og í nágrenni. M.a. gáfum við harmonikur til kennslunnar og Messíana Marsellíusdóttir, kona Ásgeirs, sem var píanókennari tók sig til og lærði á harmoniku og kenndi á það hljóðfæri árum saman með afar góðum árangri. Félagsstarfið hjá HV var afar gott. Til dæmis var árlega farið í lengri eða skemmri ferðir og staðið fyrir harmonikumótum í héraði og harmonikuböllum. A Isafirði vorum við yfirleitt með tvær, þrjár harmonikusveitir þegar við spiluðum fyrir dansi og alltaf var æfð hljómsveit fyrir Iandsmótin. Síðustu fimmtán ár hef ég spilað með hljómsveit Félags harmonikuunnenda í og aftur á ísafirði í 17 ár. Svo höfum við átt hús á Bíldudal í meira en þrjátíu ár svo Vestfirðir eiga stór ítök í okkur. Frá Bíldudal lá leiðin í Mosfellssveitina, þar sem ég fór að kenna og varð síðan skólastjóri í Varmárskóla, sem var þá orðinn mjög barnmargur. Greta vann á Tjaldanesi í Mos- fellsdal með yndislegu fólki. Þar voru m.a. tveir bræður heimilismenn og þeir fluttu vestur á ísafjörð skömmu síðar en við og hafa verið vinir okkar alla tíð síðan. Hjalti, annar þeirra bræðra, hefur oft komið í sjónvarp með vini sínum Mugga hafnarstjóra. Ég var ráðinn fræðslustjóri Vestfjarða 1983 og þá fluttum við til Isafjarðar. Þar starfaði ég til aldamóta, að vísu með örlítið breyttu sniði síðustu fjögur árin. Greta vann lengst af hjá sýslumanni fyrir vestan.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.