Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 15

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 15
wmlwWFzw Pétur og Matthías VaUlimarsson, dóttursonur hans, spila saman á Bíldudal SÍBS-bandið ígóSum flling ájólum 2013 Hvenær komstu suður? Aldamótaárið urðu breytingar í starfinu hjá mér. Fræðslustjóraembættin voru lögð niður með lögum 1996 og þá var stofnuð Skólaskrifstofa Vestfjarða, sem sinnti sama umdæmi og Fræðsluskrifstofan hafði gert. ísafjarðarbær klauf sig síðan út úr því samstarfi og þá var sjálfhætt. Um það leyti hafði mér borist tilboð um að taka við starfi framkvæmdastjóra SÍBS hér í Reykjavík og ég fór þangað til starfa. Þar var afar gott að vera, yndislegt samstarfsfólk og skemmtileg verkefni. Þar vann ég til starfsloka 2011, en hef verið í ýmsum verkefnum fyrir SÍBS og Hjartaheill síðan. Greta hélt áfram að starfa hjá sýslumanni til starfsloka, en við erum bæði löggilt heldra fólk fyrir löngu. Hefúr Pétur Bjarnason samið eitthvað af tónlist? Á Bíldudal hefur alltaf verið mikil gróska í menningar- og listalífi og leiklist í hávegum höfð. Þar var alltaf samin revía af heimafólki í desemberbyrjun og hátíðin gekk undir nafninu Desið. Við sömdum líka söngleiki, þar sem bæjarskáldið Hafliði Magnússon var í aðalhlutverki sem textasmiður en við Jón Ástvaldur sömdum oft lög, hann þó miklu virkari í því. Eg samdi þó fáein lög, m.a. eitt við söngleik eftir Davíð Oddsson, Eg vil auðga mitt Land. Lagið heitir Söngur Rakelar. Annars hef ég ekki gert mikið af þessu. Lagið og textinn Eg erfrjáLs hefur þó lifað lengi eða í fimmtíu ár. Þegar ég fór í tónfræðinám einn vetur í Tónlistarskóla FIH vorum við látin semja dálítið af lögum og eitt af lögum mínum rataði inn á lokatónleikana um vorið. Það heitir Tónfrœðiraunir og er sársaukafullur blús eins og tilefninu hæfði. Eg lít sem sé ekki á mig sem tónskáld. Áttu margar góðar minningar tengdar harmonikunni? Harmonikan hefur fylgt mér meira og minna síðan um fermingu og við eigum alltaf gott samband. Ég hef áður getið um litla bárujárnshúsið á Ströndinni og Fagrahvamm, en þaðan eru ljúfar minningar. Margar góðar stundir eru tengdar ferðalögum og samkomum þar sem harmonikuunnendur koma saman. Þetta er einstaklega glaðvær hópur sem á gott með að skemmta sér af hófsemi og gleði. Hver er þín sýn á firamtíð harmonikunnar og dansins á Islandi? Ég er ekki vel heima á sviði danslistarinnar en er þess fullviss að hún muni lifa. Það er útilokað annað. Það hefur oft verið spáð illa fyrir harmonikunni og t.d. á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar héldu margir að dagar hennar væru taldir, en hún átti sér blómaskeið eftir það og er enn vinsæl á skemmtunum. Meðal eldri borgara er hún hátt skrifuð, þrátt fýrir að í þeim hópi séu margir byltingarsinnar frá Bítla- og Rolling Stones tímabilinu. Þannig virðist virðing harmonikunnar vaxa með auknum þroska okkar. Það getur þó verið að það form sem okkur harmonikuunnendum hentar núna muni láta undan síga, en þá munu finnast nýjar Ieiðir. Því vil ég taka orð Mark Twain mér í munn og segja fyrir hönd harmonikunnar: „Sögur af andláti mínu og útför eru stórlega ýktar.“ Viltu segja eitthvað að lokum? Takk fyrir Harmonikublaðið og þann myndarskap sem verið hefur í útgáfu þess um árabil. Hlutverk blaðsins er meira en margur hyggur, bæði í að halda sögu harmonikunnar á lofti og ekki síður að þjappa unnendum hennar saman og vera vettvangur fyrir þá. Blaðið er sameiningartákn okkar og ég óska því bjartrar framtíðar. Það er orðið áliðið kvölds þegar ég býst til brottfarar, ég þakka Pétri fyrir spjallið, sem hefur leitt okkur um víðan völl. Kaffikannan er tóm og bakkelsið horfið. Það virðist ætla að hausta vel þetta árið á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Hinir ogþessir GJAFAKÖRFUR! Langar þig aó gefa gott i kroppinn? RJOMABUIÐ ERPSSTAÐIR Rjómabúió Erpsstaðir býður gjafakörfur með úrvali afurða úr framleiðslu sinni. körfurnar innihalda osta, skyrkonfekt, berjadrykk og kex, ósamt ýmsu öðru góðgceti. Verð er frá 6.200.- til 9.900.- Vinsamlega pantið tímanlega í gegnum netfangið erpur@simnet.is eða í síma 8680357 '9' 15

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.