Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 18
Haustið 2019 Hjá Félagi
harmonikuunnenda í Reykjavík
Stjórn félagsins hélt fund í byrjun september
og fór yfir starfsemi vetrarins framundan.
Akveðið var að dansleikir yrðu með
hefðbundnu sniði og sá fyrsti í október.
Hljómsveitaræfingar áttu líka að byrja í
október að vanda. Reyndar frestuðum við
fyrstu æfingu vegna harmonikutónleika Ástu
Soffíu og meðleikara, sem var norskur
saxofónleikari, í Sigurjónssafni. Fjórir félagar
starfsári svo við sáum ástæðu til að halda þessu
áfram.
Landsmótið í Stykkishólmi er ofarlega í huga
og viljum við vinna það í samvinnu við
heimamenn. Mótið verður tileinkað Hafsteini
Sigurðssyni heitnum, harmonikuleikara og
kennara í Stykkishólmi. I vor hittum við
undirrituð og Friðjón, eiginkonu Hafsteins
heitins, Sigrúnu Ársælsdóttur og bauð hún
á tónleikana og í dansspilið af kostgæfni og
að óskum félaganna.
Við fregnuðum það í fyrra að dansleikir
FHUR voru oft á sama tíma og hjá öðrum
félagasamtökum. Friðjón hafði því samband
við ýmsa samkeppnisaðila um dansara um
fyrirkomulag þeirra til að lenda ekki aftur í
þeirri aðstöðu. Dansleikirnir hafa gengið vel,
mæting mætti vera betri en það hefur verið
Polki í Breiðfirðingabúð
FHUR mættu á þessa nútímalegu tónleika.
Hljómsveitarstjóri FHUR er Hannes
Baldursson eins og á síðasta starfsári. Við
ákváðum að hafa hljómsveitaræfmgarnar
þannig að annan hvern miðvikudag yrði létt
dansprógramm í gangi en hinn miðvikudaginn
viðameiri tónverk með nákvæmari nótnalestri.
Hljómsveitarmeðlimir voru nokkuð sáttir við
þetta fyrirkomulag. Eg fékk leyfi hjá
Hollendingnum Paul de Bra, að nota hans
útsetningar fyrir nákvæma nótnalesturinn. Og
auðvitað er nánast búið að ákveða prógramm
fyrir landsmótið enda þurfum við að hafa
dagskrána tilbúna um miðjan janúar nk. Við
förum svo í jólafrí eftir 27. nóvember en þann
dag höfum við opna æfingu þar sem almennir
félagar og aðrir harmonikuunnendur geta
mætt og spjallað yfir kaffibolla og tekið sporið.
Þetta fyrirkomulag naut vinsælda á síðasta
Rœllinn svíkur engan
okkur að líta á nótnasafn Hafsteins. Við
fengum Sigurð Alfonsson til að yfirfara
nóturnar sem hann og gerði og þar reyndust
vera lög er Hafsteinn hafði samið. Á
stjórnarfundum er rætt um landsmótið og
gengið hefúr verið frá bókunum á íþróttahúsinu
og ýmsu sem tilheyrir svona mótshaldi. Við
vitum ekki stöðuna á gisdmöguleikum af því
húsnæði sem er í boði. Benda má á að mörg
stéttarfélög og einkaaðilar leigja líka húsbíla
eða húsvagna. Stór hluti af tjaldsvæðinu verður
tekinn frá vegna mótsins. Dagskráin verður
hefðbundin þ.e.a.s. það verða tónleikar
föstudag og laugardag um miðjan dag og
dansleikir fimmtudag í hótelinu og í
íþróttahúsinu föstudag og laugardag. Við
vorum sátt við hversu mörg harmonikufélög
eru tilbúin að taka þátt í tónleikum og
dansleikjaspili. Friðjón hefur raðað félögunum
rúmt um dansarana. Á ballið í október,
vantaði tilfinnanlega dömur. Sigurður
Alfonsson hóf leikinn fýrir dansi og Páll
Elíasson og Þorleifur Finnsson leystu hann
af áður en Erlingur Helgason lauk ballinu
ásamt meðspilurunum sem stóðu sig vel allt
kvöldið, þeim Hauki Ingibergs á gítar, Hreini
Vilhjálmssyni á bassa og Eggerti Kristinssyni
á trommur. Það var betra kynjajafnvægi á
dansleiknum í nóvember og þá léku fyrir dansi
Harmonikufrænkurnar Gyða og Elísabet
ásamt Hannesi Baldurssyni. Hildur Petra og
Guðný Kristín tóku við af þeim ásamt Jónasi
Pétri og trommuleikaranum Árna Áskelssyni.
Lokatörnina tóku svo Hilmar Hjartarson og
Linda Guðmundsdóttir á harmonikur, auk
þess sem Linda söng með hljómsveitinni. Með
þeim lék og Rósa Jóhannesdóttir á fiðlu.
Meðleikarar með fyrsta og síðasta bandinu
voru Fróði Oddsson á gítar, Hannes Baldursson
á bassa og Eggert Kristinsson á trommur.
Næsti dansleikur verður svo 11. janúar,
þorrablótið í febrúar og dansleikir í mars og
apríl. Við höldum skemmtifund í
Breiðfirðingabúð þann 14. mars með ungum
nemendum líkt og í fyrra og vonumst til sjá
sem flesta harmonikuunnendur þar.
Með bestu óskum um gleðilega jólahátíð og
farsælt landsmótsár 2020.
Elísabet H Einarsdóttir formaður FHUR
Ljósmyndir: Siggi Harðar
Hljómsveit Hilmar Hjartarsonar á nóvemberballinu. Fróði, Rósa, Hilmar, Eggert, Linda og Hannes
18