Harmonikublaðið - 15.12.2019, Síða 19

Harmonikublaðið - 15.12.2019, Síða 19
Haraldur Reynisson f. 1. desember 1966 - d. 15. september 2019 en minningin lifir um góðan dreng. Við sendum innilegar samúðarkveðjur til Steinu Möggu og fjölskyidunnar. Finna varir, finna hönd, fœrastyfir ókunn lönd. Fá sér hvíld á draumaströnd. (Halli Reynis) Halli minn, líði þér vel í sumarlandinu á vængjum tónlistar með gítar í hönd, en þín er sárt saknað. Deyr fé, deyja fiændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Ur Hávamálum) Kveðjafrá Nikkólínufélögum Undir Dalanna sól á fallegum haustdegi kvaddi okkur góður drengur og félagi í Nikkólínu, Haraldur Reynisson eða Halli Reynis eins og hann var alltaf kallaður. Hann Halli var tengdasonur Melkorku Benediktsdóttur formanns Nikkólínu. Fyrir þónokkrum árum síðan vantaði okkur tilfinnanlega bassaleikara. Melkorku datt í hug að nefna það við Halla, sem var snöggur að bregðast við, bruna vestur og bjarga málum. Aðalhljóð- færið hans var reyndar gítar. A lands- mótinu í Reykjanesbæ spilaði hann með Nikkólínu á gítar en honum fannst gaman að grípa í bassann líka og eftir fyrsta Nikkólínuball varð ekki aftur snúið og Halli orðinn bassaleikarinn okkar. Síðan eru margar skemmtilegar samverustundir að baki. A síðasta landsmóti gistu allnokkrir Nikkólínufélagar í „Húsinu“ á Isafirði. Þarna áttum við alveg frábæra landsmótshelgi, mikið spilað og spjallað. Þar voru herbergisfélagar Halli og Ríkarður slagverksleikari Nikkólínu, en þeir voru miklir vinir og félagar þrátt fyrir 40 ára aldursmun. Þannig var Halli hlýr og mannlegur, viidi öllum vel og var mikill vinur vina sinna. Lífið er hverfult / OaÁunti Aa/i/>rumdbiA(/)vne/ri^^ &Ý ^//Ksel^ írmria/ncU ó/iá>. VeAdO VAMdMYU/ny ó 'IMOóÁipÁÁ. HÉRAÐSPRENT Miðvangi 1, 700 Egilsstaðir Sími 471 1449 I www.heradsprent.is print@heradsprent.is 19

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.