Harmonikublaðið - 15.12.2019, Page 21
A ^
•*: * * —n ^ ' 1 v' v - * • •• • ' .,
Guðmundur Oli Sigurgeirsson
Höfundur Borgarpolkans heitir Guðmundur
Oli Sigurgeirsson, er fæddur að bænum
Móeiðarhvoli í Hvolhreppi þann 27. ágúst
1949. Hann ólst síðan upp í Eystra Fróðholti,
handan við Þverá, en sú byggð tilheyrði
Rangárvallahreppi. Þegar Guðmundur Óli var
um tíu ára gaf frændi hans honum 120 bassa
Scandali nikku, en áður hafði hann gefið
honum munnhörpu. Það tók ekki langan tíma
að ná lagi á nikkuna, þó hún væri í það þyngsta
fyrir svo ungan dreng og áhugi fyrir tónlist
var vakinn hjá unga manninum. Um þetta allt
má lesa í bókinni „Við ána, sem ekki var,“ sem
bókaútgáfan Sæmundur gaf út 2016. Eftir
landspróf hóf hann nám við Kennaraskóla
Islands, en áður hafði hann lært á harmóníum
í Tónlistarskólanum á Hvolsvelli. Það kom sér
vel, því þar með varð hann gjaldgengur á
rafmagnsorgel í skólahljómsveitinni Altó í
Kennaraskólanum. Sú sveit lifði aðeins einn
vetur, en upp úr rústum hennar stofnaði hann
ásamt vinum sínum hljómsveitina Classic,
sem hafði heimavöll í gamla Glaumbæ og lék
þar alloft á föstudagskvöldum veturna 1967
og '68. Hin kvöld vikunnar voru svo notuð
til æfinga í Glaumbæ. Var honum meðal
annars treyst fyrir að hafa lykil að Glaumbæ
og var hann aldrei misnotaður. Eftir námið
í Kennaraskólanum skildu leiðir og
Guðmundur Óli hélt til starfa í sinni
heimasveit. Lauk þar með hljómsveitar-
ævintýrum um langa hríð. Guðmundur Óli
var ekki gamall þegar fyrstu tónsmíðarnar
urðu til en eins og hjá mörgum fleiri hélt
hann þeim ekki til haga. Það var ekki fyrr en
síðar að tónsmíðarnar fengu varanlega
geymslu. Við fimmtugsaldurinn tók hann sér
frí frá kennslunni og hóf nám í raftónsmíðum
við Tónlistarskóla Kópavogs. Þegar svo
tónlistarsagan bættist við opnaðist nýr
forvitnilegur heimur og síðan hafa margar
tónsmíðar Iitið dagsins ljós. Þær munu brátt
verða aðgengilegar á vef Islenskrar
tónverkamiðstöðvar. Guðmundur Óli hefur
starfað sem kennari á Kirkjubæjarklaustri frá
1978, en hefur nú látið af störfum og telst,
skv. Iögum, til lögbundinna iðjuleysingja.
Eiginkona hans í gegnum sært og súrt er Ester
Anna Ingólfsdóttir og eiga þau tvær dætur.
Mynd: Lárus Bjarnason
Heimsókn að Westan
Undanfarin ár hafa heimsóknir erlendra
harmonikuleikara aðallega verið frá norður-
löndunum, með örfáum undantekningum.
Síðastliðið sumar komu hins vegar tveir
Bandaríkjamenn til tónleika og skemmtana-
halds. Þetta voru þeir Kevin Solecki og Cory
Pesaturo. Hingað voru þeir félagar komnir í
samstarfi við Inga Karlsson, aðallega til að taka
þátt í Harmonikuhátíð Reykjavíkur í
Árbæjarsafni, sem fram fór sunnudaginn 14.
komist fyrir. Þeir félagar léku ýmist saman eða
í sitt hvoru lagi og var þetta allt á mjög léttum
nótum, Kevin leikur hefðbundið, en Cory
aftur meira í frjálsri spilamennsku. Ekki fór á
milli mála að þeir félagar kunnu til verka.
Laugardagurinn var þéttbókaður hjá þeim
félögum. Strax eftir hádegi voru þeir komnir
í Skyrgerðina í Hveragerði, en þar léku þeir
fyrir gesti og gangandi góðan dagspart. Ekki
var til setunnar boðið lengi þar, því um kvöldið
y'
trommur. Var ágætis þátttaka í dansinum.
Sunnudeginum eyddu þeir félagar á
Arbæjarsafninu, ásamt mörgum öðrum
harmonikuleikurum og léku þar fyrir gesti
safnsins. Kevin Solecki er fyrst og fremst
dansspilari og það af betri gerðinni og hefur
unnið til fjölmargra viðurkenninga og verið
tilnefndur til Grammy verðlauna. Cory
Pesaturo er hins vegar á heimsmælikvarða.
Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna og
Þeirfélagar tóku lagið áferð sinni um Vestfiríi Ingi Karbson, Kevin og Cory á ballinu i Húnabúð
júlí. Áður en til tónleikahalds kom fóru þeir
félagar ásamt eiginkonu Kevins í ferðalag um
landið og komu víða við. Fyrstu tónleikarnir
fóru fram í Hannesarholti. Þokkaleg aðsókn
var að samkomunni, þó mun fleiri hefðu
var boðið til dansleiks í Húnabúð. Því miður
vantaði mikið á að aðsókn þar væri ásættanleg,
en þeir sem mættu skemmtu sér hið besta,
enda framúrskarandi tónlistarmenn á ferðinni
og lék Ingi Karlsson með þeim félögum á
varð heimsmeistari aðeins 16 ára gamall árið
2002. Það var ótrúlegt að fylgjast með honum
leika og sátu áheyrendur oft agndofa.
Friðjón Hallgrímsson
Myndir: Shelley Chauby
21