Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 22
> :
Ólafur Th. Ólafsson
Ljúfmenni með mikið listfengi er fallinn frá. Óli Th eins og hann
var ætíð kallaður af flestum kvaddi þennan heim 16. nóvember
síðastliðinn. Mörg skörð hafa verið höggvin í hóp okkar
harmonikuunnenda undanfarin ár m.a. þann hluta okkar sem
ruddu brautina hér á landi fyrir uppgangi hljóðfærisins. Hann
var einn þeirra er stuðlaði að stofnun Félags harmonikuunnenda
á Selfossi og nágrenni 1991, var fyrsti formaður þess og teiknaði
einkennismerki félagsins. Óla kynntist ég í gegnum
harmonikustarfið, en aðallega nokkru eftir útkomu blaðsins
Harmonikan og á harmonikumótunum á vegum blaðsins. Hann
sýndi blaðinu og mótunum mikinn áhuga, sendi inn fjölda
teikninga til skreytinga fyrir blaðið auk þess að skrifa margar
greinar í blaðið. A þessum tíma voru myndir og greinar sendar
í pósti og bréfin sem Óli sendi báru alltaf skreytiteikningu í
vinstra horni og lít ég á þau sem safngripi. Ein af þeim myndum
er hann teiknaði fyrir blaðið er sérlega minnisstæð (3-tbl 1994-
95) er í A4 stærð og tileinkuð mótinu í Þrastaskógi. Myndin
túlkar stemninguna á mótssvæðinu og má þekkja flestar
persónurnar er komu þar við sögu. Síðar færði hann mér umrædda
teikningu stækkaða í lit og prýðir hún nú heimili mitt. Hann
hefur teiknað fjölda mynda af fólki úr hópi harmonikuunnenda.
Oft var leitað til hans frá FHUR, þegar afhenda átti fallegt
heiðursskjal. Fyrir félagið gerði hann mynd af Braga Hlíðberg í
tilefni 70 ára afmælis hans 26. nóvember 1993. Myndin er
glæsileg og svo lifandi að maður næstum heyrir Braga spila. Hún
prýðir forsíðu Harmonikunnar frá þessum tíma. Þá vann Óli
keppni um merki fyrir Samband íslenskra harmonikuunnenda
árið 1990 sem er bæði lýsandi
og túlkandi fyrir sambandið.
Óli kunni líka að handleika
harmonikuna og var opinn
fyrir allslags tónlistarformi.
Ekki er hægt að ljúka þessum
skrifum án þess að minnast á
hans yndislegu eiginkonu,
Sigrúnu Gyðu Sveinbjörns-
dóttur, er ávallt stóð við hlið
manns síns. Hún er í
minningunni ákaflega hreins-
kiptin kona, glæsileg og hafði
gefandi nærveru sem er gott
að minnast. Eftir fyrra lands-
mótið á Isafirði sameinuðumst
við nokkrir aðilar, þar með Öli og Gyða, um að heimsækja mína
heimabyggð á Ströndum, Norðurfjörð og Trékyllisvík. Þar
áttum við góða glaða daga öll saman er við minnumst með hlýju.
Ólafi Th var veitt menningarviðurkenning Árborgar á Selfossi
24. apríl 2014 fyrir myndlistina. Skemmtilegt er að hugsa til
samverustunda með Óla, gamanseminnar og gefandi návistar,
málaralistar og harmonikuleiks. Fjölskyldu og vinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur, með þökk. Minningin um
hæfileikaríkan mann lifir meðal okkar.
Hilmar Hjartarson
Þann 16. nóvember 2019 lést á Hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði vinur okkar og félagi ÓlafurTh. Ólafsson og er hans
saknað af félögum hans í HFS.
Okkar fyrstu alvöru kynni urðu sumarið 1991. Það var haldin
sumarhátíð á Selfossi, en það var í forsetatíð Vigdísar
Finnbogadóttur. A þessari skemmtun hafði Vigdís ákveðið að
gróðursetja trjáplöntu í reit sem staðsettur var austan við
Ölfusárbrú, norðan árinnar. Það var haldið af stað frá Hótel
Selfoss í skrúðgöngu yflr brúna. Þegar við erum stödd á miðri
brúnni, er bankað í öxlina á mér, ég lít við og þá sé ég Óla Th.,
en ég þekkti hann lítið sem ekkert. Hann kastaði á mig kveðju
og segir: Spilar þú ekki á harmoniku? Það er nú varla segi ég,
en segi svo við hann að ég eigi nikku inni í skáp, en að hún sé
nú lítð notuð. Upp úr þessu hófst okkar kunningsskapur og Óli
setti allt í gang og hafði samband við alla þá sem hann vissi að
spiluðu eða höfðu spilað á harmoniku. Margir höfðu áhuga og
félagið varð til í október 1991. A stofnfund Harmonikufélags
Selfoss mættu milli 15 og 20 áhugamenn og var Óli Th. kosinn
formaður, sem allir töldu sjálfsagt og sinnti hann því starfi í mörg
ár og hélt vel utan um hópinn með ýmsu, svo sem skemmtunum
og kafifi með veitingum í Tryggvaskála ofl. Þetta þjappaði hópnum
saman svo úr varð góður félagsandi. Árið 1993 var haldið
landsmót á Egilsstöðum og Óla fannst að við ættum að fara
þangað, en þá voru tæp tvö ár frá stofnun félagsins og ekki verið
langur tími til æfmga, en það gekk. Óli ferðaðist eftir stofnun
félagsins á hin ýmsu harmonikumót og kynntist þar mörgu fólki,
sem við félagarnir höfúm haft góð kynni af í gegnum árin.
Minning hans liflr með okkur félögunum.
Við félagarnir í FHS vottum ættingjum innilegustu samúðar.
Blessuð sé minning hans.
F.h. Harmonikufélags Selfoss
Þórður Þorsteinsson - formaður
22