Harmonikublaðið - 15.12.2019, Side 23
Starf Nikkólínu hefur verið nokkuð
hefðbundnum hætti.
Það er nú fyrst frá því að segja að
harmonikuhátíðin á Laugarbakka síðasta
sumar tókst afar vel, eins og venjulega leyfi ég
mér að segja, vegna þess að þetta hefur alltaf
verið alveg frábær helgi. Næsta sumar,
landsmótsárið 2020, verður hátíðin á
Laugarbakka haldin 12.-14. júní. Það eru
eftirmeðferð að Vík. Þarna var veisluborð að
vanda og gestir gátu líka skoðað húsnæðið og
sumir rifjuðu upp skemmtilegar minningar
frá kvennaskóladvölinni. Þá var nú líf og fjör
á staðnum! Vonandi að einhver kaupi Staðarfell
og hefji staðinn til vegs og virðingar á ný.
Haustið var frekar rólegt hjá Nikkólínu en við
höfum þó náð nokkuð reglulegum æfingum
veitinganna. Svo var spilað á aðventuhátíð 1.
des. á hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Síðan
spiluðum við á aðventustund og jólahlaðborði
á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum 7.
des. og framundan er að heimsækja
dvalarheimilið Silfurtún núna á jólaföstunni.
Harmonikan er gleðigjafi hvar sem hún
hljómar og það er vel.
HUH og Nikkólína sem standa að þessari
hátíð í góðu samstarfi. Nú í haust var svo
ákveðið að félögin myndu sameiginlega bjóða
til aðalfundar SIHU og verður hann haldinn
í Hótel Laugarbakka í september 2020.
I byrjun ágúst var árleg messa í Dagverðarnesi
í Klofningshreppi hinum forna í Dalasýslu.
Dagverðarnesið teygir sig fram á móts við
eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar, enda kom
fólkið úr eyjunum sjóleiðis í messu þar áður
fyrr. Dagverðarneskirkja var byggð 1934, er
eiginlega vistvæn núna því þarna er ekkert
rafmagn, engin upphitun og gólfið lagar sig
bókstaflega að nánasta umhverfi, en þetta er
falleg og sérstök kirkja. Sóknin er orðin afar
fámenn, eyjabyggðin horfin og eina
sóknarbarnið er Selma Kjartansdóttir frá
Ormsstöðum, formaður sóknarnefndar og allt.
Þarna hafa séð um tónlistina í allmörg ár
Halldór Þ. Þórðarson á harmoniku, Ríkarður
Jóhannsson á slagverk og Sigrún B.
Halldórsdóttir á klarinett. Núna bættist við
Hafliði Olafsson á gítar. Það er alltaf vel mætt
í þessa athöfn, troðfull kirkja og eiginlega alltaf
yndislegt veður. Þó man ég eftir messu þarna
á votviðrisdegi, það var alveg úrhellisrigning
og menn sáu vart handa sinna skil í
gufumekkinum sem steig upp af rennblautum
kirkjugestum. En þetta er samt alltaf afskaplega
góð stund.
Svo er boðið í messukaffi á eftir. Að þessu sinni
var það á Staðarfelli í gamla húsmæðraskólanum
sem nú stendur auður eftir að SAA flutti alla
enda líður að landsmóti. Svo var farið yfir
jólalögin enda er alltaf mörgu að sinna á
aðventunni. Fyrstu aðventuhelgina var spilað
á laugardaginn 30. nóv. á handverksmarkaði
í Króksfjarðarnesi, mjög skemmtilegt eins og
alltaf. Það var ungur maður í för með okkur
sem tók eiginlega að sér hljómsveitarstjórn.
Það var nefnilega boðið upp á heitt kakó og
kökur og þegar hann Orri Freyr (og Halldór
hljómsveitarstjóri) var orðinn svo „voðaiega
svangur" lukum við spilamennsku og nutum
Að lokum bestu jóla- og nýárskveðjur úr
Dölum, megi nýtt ár færa öllum gæfu og gleði.
SBH
23