Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 5
Landsfundur 1981
kjördæmamálsins og lækkun verðbólgu.
Þar voru kynntar hugmyndir um
skattalækkanir, tryggingabætur og slit
þeirrar sjálfvirkni launa og verðlags, sem
einkennir vítahring verðbólgu.
Eftir að fulltrúar allra stjórnmála-
flokka höfðu reynt stjórnarmyndun fól
forseti íslands þeim öllum sameiginlega
að reyna myndun meirihlutastjórnar og
var þá viðræðum allra fjögurra haldið
áfram og það er sannfæring mín, að þær
hefðu annað hvort leitt til þjóðstjórnar
fjögurra flokka, annars konar meiri-
hlutastjórnar eða minnihlutastjórnar
sjálfstæðismanna, ef nokkra sjálfstæðis-
menn hefðu ekki brostið þolinmæðina og
þeir ekki gengið andstæðingunum á
hönd.
Mér hefur verið legið á hálsi fyrir þ jóð-
stjórnarþráhyggju. En auk þess sem
þjóðstjórnartilraunir voru til þess fallnar
að brjóta einangrun Sjálfstæðisflokksins
á bak aftur, þá var það sannfæring mín,
að við Islendingar verðum að gera
þjóðarsátt til að sigrast á erfiðleikum
okkar, komast úr úr vítahring verðbólgu
og tiefja stórsókn í atvinnumálum, sókn
til bættra lífskjara.
Ef sjálfstæðismenn áttu að vera sjálf-
um sér samkvæmir fyrir og eftir kosning-
ar þá var þeim nauðsynlegt í þátttöku
í ríkisstjórn að verulegt skref væri stigið í
baráttu gegn verðbólgu, rekstrarskilyrði
atvinnuveganna bætt svo að þeir gætu í
framtíðinni greitt hærra raunverulegt
kaup og samhliða væri dregið úr ríkisum-
svifum og skattheimtu.
Sagt var, að stjórnarkreppan hefði
staðið lengi, en stjómarmyndunartil-
raunir hafa oft staðið lengur á íslandi og
staðfestu þarf að sýna, ef árangur á að
nást.
En fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins gengu til þessa stjórnarsamstarfs með
hjálp þess fimmta, án þess að fá einu
einasta stefnumáli sjálfstæðismanna
framgengt.
Það er ljóst að þessir þingmenn hafa
brotið í bága við skipulagsreglur Sjálf-
stæðisflokksins, þar sem segir í 10. gr.:
Mplokksráð markar stjórnmálastefnu
flokksins, ef ekki liggja fyrir ákvarðanir
landsfundar. Ekki má taka ákvörðun um
afstöðu flokksins til annarra stjórnmála-
flokka nema með samþykki flokksráðs. ”
Þetta ákvæði tekur til allra þingmanna
Sjálfstæðisflokksins, minnihluta sem
meirihluta.
Klofningurinn
Og það er algerlega ósambærilegt að
hkja núverandi klofningi um afstöðu til
ríkisstjórnar við ágreining um ný-
sköpunarstjórnina. Þá réð meirihlutinn,
hvað úr varð og hvers konar ríkisstjórn
var mynduð. Nú ræður minnihlutinn í
Sjálfstæðisflokknum ferðinni og hvaða
ríkisstjórn situr að völdum. Leikreglur
lýðræðis og samþykktir flokksins hafa
verið þverbrotnar.
Núverandi ríkisstjórn er í raun beint
áframhald af vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar, nema áhrif kommúnista
eru mun meiri í þessari ríkisstjórn en
ríkisstjórn Ólafs, enda eru formælendur
kommúnista ósparir að halda því á lofti,
eins og nú síðast á alþingi fyrir tveim
dögum.
Allir sjálfstæðismenn voru sammála
um að vera í harðri andstöðu við ríkis-
stjórn Ólafs Jóhannessonar. Öll sömu
rök og raunar sterkari og fleiri liggja til
þess að allir sjálfstæðismenn ættu að vera
í andstöðu við núverandi stjórn.
Þingflokkur, miðstjórn og flokksráðs-
fundir í febrúar og nóvember sl. hafa og
með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða
kveðið upp úr með ákveðna stjórnar-
andstöðu flokksins, auk ályktana lands-
samtaka.
Landsfundur, æðsta vald í málefnum
Sjálfstæðisflokksins, hlýtur að kveða
upp sinn dóm og staðfesta þær ályktanir,
sem aðrar flokksstofnanir og samtök
hafa gert eða rifta þeim að öðrum kosti.
En ég legg áherslu á að sá ágreiningur,
sem nú ríkir í Sjálfstæðisflokknum, er
bundinn við afstöðuna til núverandi
ríkisstjórnar, myndunar hennar, stefnu
og starfa.
Ráðherrar úr hópi sjálfstæðismanna
hafa látið orð liggja að því, að ágreining-
urinn sé víðtækari og snúist um frjáls-
lyndi eða íhaldssemi. Ég er algerlega
ósammála því, að sjálfstæðismenn séu
dregnir í diika og flokkaðir með þessum
hætti, en spyrja má stjómarsinna, sem
það gera, hvað þeir telja frjálslyndi og
hvað íhaldssemi?
Orð Jóns Þorlákssonar
Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálf-
stæðisflokksins, fjallaði einu sinni um
muninn á íhaldi og umróti annars vegar
og frjálslyndi og stjórnlyndi hins vegar
og sagði:
,,Munurinn á íhaldsstefnu og umróts-
stefnu er sá, að íhaldsstefnan spyr:
,,Hvað hefur reynst vel á þessu sviði
hingað til? Það, sem vel hefur reynst,
viljum vér til fyrirmyndar hafa, viljum
varðveita það. Vér vil jum ekki breyta til,
nema oss þyki sýnt, að nýjungin sé
betri. En umrótsstefnan festir augun á
göllum hinnar eldri tilhögunar, sem
einatt verða auðfundnir í þessum ófull-
komna heimi, og segir: Burt með það
gamla og gallaða, vér viljum reyna eitt-
hvað nýtt.”
Munur á frjálslyndi og stjórnlyndi er
hins vegar sá, að „önnur stefnan heldur
því fram, að hver einstaklingur eigi að
vera sem frjálsastur sinna athafna innan
þeirra takmarka, sem lögin setja til
vamaðar gegn því, að einstaklingarnir
vinni hver öðrum eða félagsheildinni
tjón. Hún lítur svo á, að verkefni ríkis-
valdsins sé einkanlega það, að vernda
heildina gegn utanaðkomandi árásum og
einstaklinga hennar gegn yfirgangi lög-
brjóta og misindismanna. Þessi stefna
hefur mjög oft kennt sig við frjálslyndið,
og er það fremur vel valið heiti, því að
frjálslyndið, þ.e. vöntun á tilhneigingu
til þess að gerast forráðamaður annarra,
er sjálfsagt höfuðeinkenni þess lundar-
fars, sem markar stefnuna. Höfuðrök-
semd þeirrar stefnu fyrir málstað sínum
er sú að þá muni mest ávinnast til
almenningsheilla, er hver einstaklingur
fær fullt frjálsræði til að nota krafta sína í
viðleitninni til sjálfsbjargar, öðrum að
skaðlausu.
Andstæðingar þessarar stefnu eru þeir
menn, sem vilja láta félagsheildina eða
ríkisvaldið setja sem fyllstar reglur um
starfsemi einstaklinganna, banna margt,
leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Þeir
halda sig geta beint átökum einstakling-
anna í rétta átt með því að gefa nógu
ýtarleg lagaboð og reglur um starfsemi
þeirra, en gæta miður að hinu, að um leið
og einstaklingurinn er sviftur frelsinu, þá
er venjulega þar með kæfð löngun hans
til að beita kröftunum, og frost kyrrstöð-
unnar færist yfir þjóðlífið...
Ég þekki ekkert sameiginlegt heiti,
sem þessi stefna hafi borið í mörgum
löndum eða á ýmsum tímum...
En mér finnst, að orðið stjórnlyndi
megi vel nota sem lýsingu á því lundar-
fari, sem er undirrót stefnunnar.”
Frjálslyndi eða stjórnlyndi
Eg held, að enginn sjálfstæðismaður
kippi sér upp við það að vera frjálslyndur
íhaldsmaður enda Sjálfstæðisflokkurinn
orðinn til fyrir sameiningu Frjálslynda
flokksins og íhaldsflokksins, en Sjálf-
stæðismaður frábiður sér að vera stjórn-
lyndur íhaldsmaður. Það lundarfar eftir-
látum við andstæðingunum.
Hvort ber það vitni frjálslyndi eða
stjórnlyndi að standa að öllum vinstri-
stjórnarsköttum síðustu 3 ára og hækka
beina skatta um 30-40% frá því sem var í
tíð stjórnar sjálfstæðismanna á árinu
1977?