Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 6

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 6
Landsfundarræða fieirs Hallgrtmssonar Geir Hallgrímsson hylltur að loknu formannskjöri. Hvort er það frjálslyndi eða stjórn- lyndi að þykjast frysta innlent sparifé, en vísa svo opinberum stofnunum og einka- fyrirtækjum á erlend lán og flytja þannig bankastarfsemina að þessu leyti út úr landinu eins og heildverslunina áður vegna óraunhæfra verðlagshafta? Gera stjómarherramir sér þess ekki grein eins og aðrir, að innlend bankastarfsemi og verslun voru og eru forsendur sjálfstæðis þjóðarinnar? Hvort er það frjálslyndi eða stjórn- Iyndi að móta þá stefnu í húsnæðismálum að ungu sem eldra fólki er gert ókleift að byggja yfir sig og sína? Um leið eru landsmenn dregnir í dilka. Sumir fá 90% lán, en mega ekki einu sinni hafa meðal- tekjur verkamanna, svo að þeir geta ekki staðið undir láninu. Hinir fá lán innan við20% af byggingarkostnaði. Hvort er það frjálslyndi eða stjórn- lyndi að hverfa enn frekar frá því tak- marki að hver fjölskylda eigi eigin íbúð með því að hækka fasteignaskatta og eignaskatta og setja ný lagaákvæði um leiguhúsnæði, sem leitt hafa til húsnæðis- kreppu á höfuðborgarsvæðinu á 3 ára valdatíma vinstri st jórna í landi og borg? Þarf frekar vitnanna við, þegar kommúnistinn í forsæti höfuðborgarinn- ar kallar á leigunám, húsnæðisskömmt- un eins og fulltrúi Framsóknar fyrir 30 árum? Hvort er það frjálslyndi eða stjórn- lyndi að stöðva virkjun fallvatna, hindra eigin fjármagnsmyndun orkufyrirtækja, reka þau með tapi og erlendum lántök- um og huga alls ekki að sölu orku til stóriðju heldur þvert á móti spilla fyrir þróun þeirra mála til bættra lífskjara og fleiri starfa fyrir landsmenn eins og iðnaðarráðherra hefur gert og ríkis- stjórnin lagt blessun sína yfir? Hvort er það stjórnlyndi eða frjáls- lyndi að beita leyfum og bönnum, höft- um og hömlum til þess að vinna bug á verðbólgu að sovéskri og pólskri fyrir- mynd að skapa einstaklingum og fyrir- tækjum skilyrði til að láta hendur standa fram úr ermum, auka framleiðslu, fram- leiðni og fjölbreytni og vinna sig þannig út úr vanda og verðbólgu? Allar eru þessar spurningar byggðar annars vegar á stefnu Sjálfstæðisflokks- ins og hins vegar gerðum núverandi ríkis- stjómar og annarra vinstri stjórna sl. 3 ár. Þátttaka sjálfstæðismanna í núverandi ríkisstjórn samrýmist því ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins eins og hún hefur verið mótuð á 23 undanförnum lands- fundum. Þótt ég hafi hér sérstaklega vitnað í ummæli Jóns Þorlákssonar um frjáls- lyndi og stjómlyndi, þá er enginn vafi á því, að Ólafur Thors, Bjarni Benedikts- son og Jóhann Hafstein tóku að þessu leyti undir og fylgdu fram í orði og verki sömu stefnu. Forystuhlutverkið Auðvitað hafa orðið miklar breytingar á hálfri öld bæði hér og annars staðar í heiminum, ekki síst frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hagvöxtur hefur aukist í kjölfar frjálsari viðskipta þjóða á millh frumkvæðis, framtaks og frelsis í atvinnumálum vestrænna ríkja. í krafti

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.