Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Qupperneq 8
Landsfundairæða Geirs Hallgnmssonar
Vandi okkar nú verður því aðeins
leystur að við ráðumst að rótum hans,
þ.e. myndun núverandi ríkisstjórnar,
stefnu hennar og störfum, sem skipt
hefur stuðningsmönnum Sjálfstæðis-
flokksins í stjórn og stjórnarandstöðu.
Enginn má skilja orð mín svo, að ekki
geti verið eðlilega skiptar skoðanir um,
hvern skuli kjósa formann Sjálfstæðis-
flokksins, einkum þess flokks sem leggur
áherslu á valddreifingu um leið og sumir
flokksmenn gera kröfu til að formaður
ráði ferðinni, þegar þeim er það að
skapi, en ella ekki.
En nýr formaður í Sjálfstæðisflokkn-
um sem væri trúr yfirlýstri andstöðu
flokksins við ríkisstjórnina stæði í
nákvæmlega sömu sporum og núverandi
formaður.
Góðir sjálfstæðismenn.
Ef hins vegar þessi landsfundur lýsir
fylgi Sjálfstæðisflokksins við núverandi
ríkisstjórn, þá mun ég ekki gefa kost á
mér til endurkjörs, því að það er skylda
formanns að framkvæma vilja lands-
fundar.
Ef vandi okkar væri einungis sá, að
hann yrði leystur með því að formaður
Sjálfstæðisflokksins segði af sér, þá gæfi
ég ekki kost endurkjörs í anda þeirra
sanninda, að enginn maður er Sjálf-
stæðisflokknum og hugsjónum hans
meira virði.
En ef Sjálfstæðisflokkurinn á að vera
sú kjölfesta, sem þjóðin þarf á að halda,
þá má hvorki flokkur, formaður hans,
forystumenn og flokksmenn hrekjast
fyrir veðri og vindi og láta undan hót-
unum.
Andstæðingar okkar skulu vita það,
að formaður Sjálfstæðisflokksins er ekki
valinn til að bogna eða brotna þegar á
móti blæs og segja af sér eftir áskorun
þeirra.
Andstæðingar okkar skulu vita, að
formaður flokksins er ekki valinn til að
sniðganga lýðræðislega ákveðnar skipu-
lagsreglur flokksins og meirihluta-
ákvarðanir og þar með vilja og ákvörð-
unarvald hins almenna flokksmanns.
Það er trú mín og vissa, að 24. lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins muni árétta
þessi orð með samtakamætti, styrk og
stuðningi við formanninn, hver sem
hann verður, andstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins til viðvörunar.
Hin hefðbundna stefna
Ég hef fyrr í ræðu minni fjallað um
frjálslyndi og íhaldssemi, stjórnlyndi og
þröngsýni. Ég er ekki sammála þeim
stjórnarsinnum um að stefna og mál-
flutningur Sjálfstæðisflokksins hafi verið
að þrengjast. Ég er ekki sammála þeim
um það, að þeir séu talsmenn hinna
frjálslyndu afla, en ég t.d. talsmaður
hinna íhaldssamari afla. Núverandi ríkis-
stjórn ber vitni stjórnlyndri íhaldssemi
eins og hvarvetna, þar sem kommúnistar
ráða ferðinni. Hvað mig snertir er ég
óhræddur að leggja þau verk, sem ég hef
staðið að á stjórnmálaferli mínum undir
dóm sjálfstæðismanna að þessu og öllu
öðru leyti.
En við skulum ekki deila um það, hver
sé frjálslyndur og hver sé íhaldssamur,
hver víðsýnn og hver þröngsýnn. Við
skulum taka- höndum saman á þessum
landsfundi sem fyrr um að ítreka og
undirstrika hina hefðbundnu stefnu
Sjálfstæðisflokksins, stefnu Jóns
Þorlákssonar, Ólafs Thors, Bjarna
Benediktssonar og Jóhanns Hafstein.
Ég hef sagt það áður og get endurtekið
það hér, að ég er þeirrar skoðunar, að
við getum, sjálfstæðismenn hér á þessum
landsfundi, verið sammála um ályktanir í
hinum ýmsu málefnaflokkum og um
almenna stjórnmálaályktun varðandi
stefnumið Sjálfstæðisflokksins. Auð-
vitað geta verið skiptar skoðanir um
stefnu á mismunandi málaflokkum, en sá
ágreiningur þarf ekki að fara eftir Iínum
stjórnarandstæðinga og stjórnarsinna og
hann er unnt að leysa eins og áður, ef til
vill á stundum með því að draga úr
ákveðnu orðalagi ályktana, meira en
ýmsir kysu að gert væri. Við skulum gera
lýðum Ijóst, að grundvallarstefna Sjálf-
stæðisflokksins er hin sama og verið
hefur og eining er um hana.
F.ftir sem áður og samhliða hljótum
við að ganga hreinlega til verks og láta
atkvæði ganga um afstöðu til ríkisstjórn-
arinnar, en við greinum þar á milli.
Baráttan um Reykjavík
Við skulum gera okkur grein fyrir því,
hver staða Sjálfstæðisflokksins er nú og
að óbreyttum aðstæðum í stjórn lands-
ins. Næsta vor göngum við til sveitar-
stjórnarkosninga. Það fer ekki á milli
mála, að verði flokkurinn enn klofinn
um ríkisstjórn þegar að því kemur, mun
það valda frambjóðendum okkar og
baráttuliði verulegum erfiðleikum.
Höfuðbaráttan stendur um Reykjavík.
Ég spyr: Eru ráðherrar og aðrir stuðn-
ingsmenn ríkisstjórnarinnar reiðubúnir
til að fórna góðum möguleikum Sjálf-
stæðisflokksins á að endurheimta meiri-
hlutann í Reykjavík á altari núverandi
ríkisstjórnar? Er það svo mikið mál, að
þessi stjórn sitji að þeir séu tilbúnir til að
hætta hagsmunum Sjálfstæðisflokksins
til þess að svo megi verða? Við skulum
hugsa til frambjóðenda og trúnaðar-
manna Sjálfstæðisflokksins í öllum
sveitarfélögum á landinu, hvort sem þau
eru fámenn eða fjölmenn. Alls staðar, á
öllum þessum vígstöðvum munu þeir
eiga við að etja stórfellda erfiðleika í
kosningabaráttunni í vor, vegna þess að
minnihluti þingflokks hefur gegn vilja
meirihlutans gengið til samstarfs og
styrkt andstæðinga Sjálfstæðisflokksins.
Eru þessir menn tilbúnir til að taka á
sínar herðar ábyrgð á þessari vígstöðu
okkar manna í sveitarstjórnarkosning-
um?
Þingframboð
Við skulum segja, að svo verði sem
forsætisráðherra hefur lýst yfir, að ríkis-
stjórn hans muni sitja út kjörtímabilið.
Hver er aðstaða Sjálfstæðisflokksins þá í
alþingiskosningum? Eigum við að ganga
til kosningabaráttu, þar sem einn fram-
bjóðandi ver gerðir ríkissjórnarinnar og
annar gagnrýnir þær, þar sem einn fram-
bjóðandi vill halda áfram núverandi
stjórnarsamstarfi, en annar beitir sér
gegn því?
Halda menn, að það verði líklegt til
árangurs í þingkosningum?
Ef það er ekki í huga stjórnarsinna að
ganga til kosninga með þeim hætti,
hvernig þá?
Er það kannski í huga þeirra, að bjóða
fram sérstaka lista í næstu þingkosning-
um?
Geri þeir það, er hætta á, að klofningur
Sjálfstæðisflokksins verði staðfestur og
orðinn að veruleika, sem við verðum að
horfast í augu við.
Þær raddir hafa komið fram að æski-
legt væri beinlínis, að sjálfstæðismenn
byðu fram tvo lista, því að það mundi
leiða til fylgisaukningar þeirra.
Ég spyr: Er nú reynslan af tveim listum
slík í síðustu kosningum, að leitt hafi
fylgisaukningu í ljós? Síður en svo.
Ég spyr: Ef vænlegt er að bjóða fram
tvo lista í nafni sjálfstæðismanna til að
öðlast fylgi, er þá ekki enn betra að list-
arnir séu þrír eða fleiri? Hvar á að draga
mörkin?
Menn eru í sama flokki vegna þess að
þeir fylgja sömu stjórnmálastefnu og
kjósendur ætlast til þess, að menn innan
sama flokks komi sér saman um það sam-
kvæmt lýðræðislegum leikreglum,
hvemig best er að koma stefnunni í fram-
kvæmd og hverjum skuli sérstaklega
falið að hafa þar forystu og vera í fram-
boði. Að öðrum kosti er flokkur, stjórn-
málasamtök ekki trúverðug.