Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 14

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Side 14
Landsfundur 1981 ins í atvinnumálum er að ráðast gegn ríkjandi kyrrstöðu og búa öllum atvinnu- vegum þau starfsskilyrði, að þeir geti þróast á heilbrigðan hátt í samkeppni innbyrðis og við erlenda aðila án forsjár og íhlutunar ríkisvaldsins. Ávinningur af þessari stefnu kemur öllum landsmönn- um til góða í bættum lífskjörum. Eftirfarandi starfsskilyrði þurfa að vera fyrir hendi að áliti flokksins: 1) Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti fr jálsra viðskipta og markaðskerfis og fá heilbrigðu framtaki og þekkingu nýtt svigrúm. Tekin verði upp sú meginregla að fella niður hvers konar skriffinnsku, boð og bönn á öllum sviðum efnahagslífsins, sem ekki verður ótvírætt sýnt fram á að séu nauðsynleg. Almennar reglur komi sem víðast í stað einstakra ákvarðana eða leyfa stjórnvalda. Verðlag verði gefið frjálst við eðlilega samkeppni og þannig stuðlað að auknu vöruframboði, og lægra vöru- verði undir eftirliti og aðhaldi neyt- enda. Losað verði um hömlur í gjald- eyrismálum. 2) Stöðugleiki í efnahagsmálum og þar með viðunandi þróun verðlags í land- inu er mikilvæg forsenda árangurs- ríkrar atvinnustarfsemi og bættra lífs- kjara almennings. Verðbólgan skaðar hagsmuni allrar þjóðarinnar. Það er engin lausn að sitja á nauðsyn- legum verðhækkunum um stundar- sakir á kostnað atvinnulífs í landinu. Það leiðir bæði til meiri verðbólgu síðar og ógnar atvinnuöryggi eins og nú er komið á daginn. 3) Gengisskráning miðist fyrst og fremst við almennar breytingar á fram- leiðslukostnaði hér á landi og í sam- keppnislöndum. Skráning krónunnar tryggi jafnframt að útflutnings- atvinnuvegimir og samkeppnisgrein- ar skili nægilegum hagnaði í meðal- árferði til að standa undir eðlilegri uppbyggingu og full atvinna haldist. Verðjöfnunarsjóðum verði beitt til að draga úr afkomusveiflum sjávar- útvegsins. 4) Allir atvinnuvegir fái eðlilegan og jafnan aðgang að rekstrar- og fjár- festingarlánum á sambærilegum kjör- um. í því skyni verði markvisst dregið úr miðstýringu vaxtaákvarðana og Iánsfjárstrauma með það fyrir augum að koma á frjálsum 'fjármagns- markaði. 5) Skattlagningu á atvinnurekstur verði hagað þannig að reksturinn geti skilað arði og honum ekki íþyngt í sam- keppni við erlend fyrirtæki. Fyrir- tækjum, atvinnugreinum og rekstrar- formum verði ekki mismunað í skattamálum, né tollum á aðföngum. Opinber fyrirtæki greiði tekju- og eignaskatt eftir sömu reglum og annar atvinnurekstur. 6) Almenn þátttaka í atvinnurekstri verði örvuð með því að gera eignar- aðild að fyrirtækjum aðgengilega og arðbæra. Með þessu er stuðlað að aukningu eigin fjár fyrirtækja og þar með öflugri fyrirtækjum, sem hafa bolmagn til að auka umsvif og atvinnu og greiða hærri laun. 7) Bættar samgöngur innan lands eru gífurlegt hagsmunamál fyrir atvinnu- reksturinn ekki síður en allan almenning. Samgöngumannvirki, vegir, hafnir og flugvellir eru enn ófullkomin víðast hvar á landinu og er nauðsynlegt að gera þar á miklar úrbætur svo að ófullkomnar sam- göngur hái ekki atvinnuvegunum. Meginreglan verði að verk þessi skuli boðin út til að lækka kostnað. 8) Sá auður sem fólginn er í þekkingu og hugviti þjóðarinnar er tvímæla- laust mikilvægasta auðlind hennar. Þessa auðlind verður að ávaxta vel. Ríkisvaldið hefur því sérstöku hlut- verki að gegna við menntun og þjálf- un fólks til starfa í atvinnulífinu. Skólakerfið þarf á hverjum tíma að mæta fjölbreytilegum kröfum ein- staklinga og atvinnulífsins og er mikil- vægt að það verði í stakk búið til að aðlagast rafeindatækni og tölvuvæð- ingu. Leggja þarf áherslu á endur- menntun til þess að gera fólki auð- veldara að flytjast milli starfa. 9) Síðast en ekki síst er það mikið hags- munamál fyrir þá atvinnuvegi, sem byggja á innlendum markaði, að hann haldi áfram að vaxa. Til þess þarf eðlileg fólksfjölgun og tekjuaukning að eiga sér stað. Vöxtur innlenda markaðarins og undirstaða aukinnar og fjölbreyttrar landbúnaðarfram- leiðslu, mikils hluta iðnaðar, þjón- ustu, byggingarstarfsemi og mann- virkjagerðar. Það er eitt af vaxtar- skilyrðum þessara greina að skotið verði fleiri stoðum undir efnahags- lífið. Jafnframt er það hagsmuna- mál sjávarútvegsins að viðbótar- vinnuafl og fjármagn í landinu geti leitað arðvænlegra verkefna víðar en í fiskveiðamar, þar sem það minnkar þrýsting á fjölgun veiðiskipa og dregur út hættu á ofveiði. Nýtíng orkulinda íslenska þjóðin stendur nú á tímamót- um í atvinnumálum. Hún á að baki mörg stórverkefni allt frá því að uppbygging sjávarútvegsins í nútímahorf hófst í byrjun aldarinnar. Auðæfi þjóðarinnar, sem fólgin eru í fiskistofnum og land- gæðum hafa verið undirstaða atvinnu- uppbyggingar fram að þessu en aðeins lítill hluti þeirra auðlinda, sem þjóðin á í vatnsföllum og jarðvarma hefur verið virkjaður. Nú er þörf stórhuga fram- kvæmda í orkumálum og blasa við að- kallandi verkefni við stórvirkjanir á Norðurlandi, Austurlandi og Suður- landi. Jafnframt þarf að hyggja að bygg- ingu virkjana á Vesturlantíi og Vest- fjörðum með tilliti til rekstraröryggis orkukerfisins. Slík stórhuga virkjunar- áform eru forsenda þess að landið allt verði áfram byggt. Það aðgerðarleysi sem ríkt hefur á þessu sviði stefnir lífskjörum þjóðarinn- ar í framtíðinni í voða. Sjálfstæðisflokk- urinn telur að næsta stórátak þjóðarinn- ar í atvinnumálum eigi að vera að byggja upp stóriðju, sem geti beint og óbeint staðið undir atvinnu a.m.k. helmings þess fjölda fólks, sem bætist við á vinnu- markaði á næstu tveimur áratugum. I þessu skyni verði unnið að því að koma á fót þremur til f jórum nýjum stóriðjuver- um, einu á Suðurlandi, einu á Austur- landi og einu til tveimur á Norðurlandi. Auk þess verði stóriðjuverin í Straums- vík og á Grundartanga stækkuð sem fvrst. Síðan munu fylgja á eftir nýjar virkjanir af svipaðri stærð til að tryggja hagkvæmustu rekstrareiningar stóriðju- veranna og þegar þessu marki hefur verið náð verður um það bil helmingur af hagkvæmasta vatnsafli landsins beislað- ur. Við iðjuverin má ætla að yfir 3000 manns gætu fengið vinnu fyrir næstu aldamót og svipaður f jöldi við uppbygg" ingu þeirra og við virkjunarframkvæmd- ir, eða samtals 6000 manns. Jafnframt mundi þessi undirstöðustarfsemi auka atvinnu á öðrum sviðum efnahagslífsins um a.m.k. 900 mannár, þannig að af þessu gæti Ieitt beint og óbeint a.m.k. 15.000 ný störf hér á landi, af um 25.000 manna áætlaðri fjölgun á vinnumarkaði áþessu tímabili. Framkvæmdahraði miðist fyrst og fremst við atvinnuþörf þjóðarinnar og byggðaáætlanir. Með þessu vill Sjálf- stæðisflokkurinn hefja nýja sókn 1

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.