Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Qupperneq 18

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Qupperneq 18
Ályktun um utanríkismál útlendinga í orkufrekum iðnfyrirtækjum hér á landi. Þessi stefna tryggir, að ekki verði reistar óeðlilegar hindranir gegn eðlilegri samvinnu við útlendinga, þar sem það er talið æskilegt með hliðsjón af skynsamlegri nýtingu orkulinda. Þau mörgu stórverkefni, er bíða úrlausnar í orkumálum, verða ekki fullunnin nema með víðsýnni samvinnu við útlendinga - raunsæ byggðastefna verður ekki fram- kvæmd nema hún sé beinn þáttur í skyn- samlegri og hleypidómalausri utanríkis- stefnu. Samskipti austurs og vesturs - afvopnunarmál Sjálfstæðisflokkurinn varar eindregið við þeim háværu röddum, sem segjast tala í nafni friðar og kref jast þess, að með einhliða yfirlýsingu skuldbindi Vestur- lönd sig til að búast ekki til varnar gegn hernaðarmætti Sovétríkjanna. Þeir, sem slíkar kröfur gera, eru að kalla á hinn sovéska frið, þar sem kjamorkuveldið í austri fær öllu sínu framgengt með því einu að færa til eldflaugar sínar og ógna með þeim. Eina skynsamlega leiðin út úr vígbún- aðarkapphlaupinu er að samkomulag náist um gagnkvæma takmörkun á víg- búnaði og afvopnun stig af stigi undir nákvæmu eftirliti. Oftar en einu sinni hefur sýnt sig að þjóðir Atlantshafs- bandalagsins hafa ekki getað þokað Sovétmönnum að viðræðuborðinu fyrr en þær hafa sýnt staðfestu og tekið til við að svara hinum sovéska vígbúnaði í sömu mynt. Ákvörðun um slíkt var einmitt tekin af utanríkisráðhermm Atlantshafs- bandalagsríkjanna í desember 1979, þegar ákveðið var að snúast gegn SS-20 kjamorkueldflaugum Sovétmanna, sem einvörðungu er miðað á Evrópuríkin. Hinir svonefndu talsmenn friðar í Vestur-Evrópu hafa einmitt lagst gegn þessari ákvörðun Atlantshafsbandalags- ins og reyna að hnekkja henni, þótt hún hafi leitt til þess að Sovétmenn segjast nú tilbúnir til að taka upp viðræður um Evrópueldflaugar sínar. Hitt er eins víst að Sovétstjómin ætli sér það eitt að draga viðræður á langinn í von um að hin svokallaða friðarhreyfing fái því fram- gengt að með einhliða yfirlýsingum afsali vestrænar ríkisstjórnir sér því sem þær myndu annars ekki láta af hendi nema gegn sambærilegu skrefi af hálfu Kreml- verja. Á undanfömum tíu ámm sem kennd hafa verið við slökun í samskiptum austurs og vesturs hafa Sovétmenn verið að færa út kvíamar með öllum tiltækum ráðum bæði fyrir tilstyrk annarra (Kúbu- manna og Víetnama) og grímulaust í Afganistan. Það er því fyllsta ástæða til að sýna fulla varúð þegar viðræðuþráð- urinn er tekinn upp að nýju. Yamar- og öryggismál Með aðildinni að Atlantshafsbanda- laginu og varnarsamningnum við Banda- ríkin hefur ísland skipað sér í sveit þeirra þjóða, sem em tilbúnar til að verja frelsi sitt og þjóðskipulag. Aðstaðan, sem Atlantshafsbandalagið hefur á íslandi, er ómetanleg sameiginlegum vömum bandalagsins. Frá íslandi er fylgst með ferðum herskipa Sovétríkjanna ofan- sjávar og neðan og umsvifum flughers þeirra á norðurslóðum. Allt er þetta gert. í samvinnu við sams konar stöðvar í Noregi og á Stóra-Bretlandi. Sú þekk- ing, sem með þessu fæst, er ómetanleg. Enn mikilvægara er þó sú skýra við- vömn, sem ísland og Atlantshafsbanda- lagið fá um hugsanleg árásaráform Sovétríkjanna vegna þessa eftirlits. En slík viðvörun mundi fást, þegar vart yrði við breytingar og aukningu á ferðum her- skipa og kafbáta Norðurflotans. Við- vörunin mundi gefa Atlantshafsbanda- laginu ráðrúm til gagnaðgerða, sem gætu, ef vel tækist til, komið í veg fyrir styrjöld en það er að sjálfsögðu höfuð- markmið Atlantshafsbandalagsins. Eftirlitið sem rekið er frá íslandi er einnig mikilvægur þáttur í að viðhalda jafnvæginu milli stórveldanna. Óvissa annars um athafnir hins getur leitt til rangra ákvarðana sem ekki verða aftur teknar. Varnar- og eftirlitsstörfin sem unnin eru frá íslandi, em því mikilvægur þáttur friðargæslunnar í heiminum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt haft það að markmiði að íslendingar fái að lifa á íslandi án afskipta eða yfirgangs annarra. Með þetta að leiðarljósi hefur Island tekið afstöðu í átökum austurs og vesturs og skipað sér í flokk frjálsra þjóða. Þessari afstöðu fylgir ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn skorast ekki undan þessari ábyrgð heldur vill að undir henni sé staðið með því að sameina Is- lendinga enn betur en hingað til andspænis þeirri hættu er leiðir af auknum hemaðarumsvifum á Atlants- hafi. Andstæðingum landvarna á íslandi hefur alltof lengi verið þolað að móta umræður um öryggi og sjálfstæði þ jóðar- innar. Þessir landvarnaandstæðingar eru nú einangraðri en oft áður og þá afstöðu eiga talsmenn íslenskrar varnarstefnu að nýta til hins ýtrasta. íslensk varnarstefna hlýtur fyrst að taka mið af hagsmunum íslands og því næst af hagsmunum frænda og góðra granna. Ef ísland yrði gert varnarlaust mundi verða herfræðilegt tómarúm á einhverju hemaðarlega mikilvægasta svæði jarðarinnar. Raunar mætti hugsa sér að varnarlaust íslandi gæti beinlínis leitt til styrjaldar ef einhver aðili gerði tilraun til að hremma landið. íslensk vamarstefna felst í því að íslendingar geri sínar eigin tillögur um varnirnar, meti varnarþörfina og fyrirkomulag vamanna. Efla þarf almannavarnir, m.a. með bættum samgöngum, og auka skilning á nauðsyn þeirra. Jafnframt þarf að huga að örygginu inn á við og gera nauðsynlegar ráðstafanir til að erlend ríki eða útsendarar þeirra, útlendir eða innlendir, grafi ekki undan öryggi ríkis- ins og sjálfstæði þjóðarinnar innan frá. Ný kynslóð er að hefja virka þátttöku í íslensku stjómmálalífi, kynslóð sem fædd er eftir að ísland varð lýðveldi og hefur alist upp við þær aðstæður að land- ið sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og í vamarsamstarfi við Bandaríkin. Þessi kynslóð vill ekki að ísland sé öllum opið, hún vill frið með frelsi og að gerðar séu ráðstafanir til að tryggja friðinn og frelsið. Hún vill ekki óbreytt ástand heldur kýs að þjóð sín verði virkari þátt- takandi í vömum landsins og varnarsam- starfi vestrænna þjóða.

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.