Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 19

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 19
Störf landsf undar I. Fundarsetning Tuttugasti og fjórði landsfundur Sjálf- stæðisflokksins var settur í Háskólabíói í Reykjavík fimmtudaginn 29. október 1981 kl. 17.30. Fundarstörf fóru annars fram í Valhöll og í Sigtúni. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, setti fundinn og bauð full- trúa og aðra fundargesti velkomna. Hann minntist í upphafi Jóhanns Haf- stein, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins sem lést í maímánuði 1980 og bað menn að rísa úr sætum í virðingarskyni við minningu hans. Formaður flokksins, Geir Hallgríms- son, flutti á þessum fundi ítarlega ræðu um stjórnmálaþróunina í landinu frá síðasta landsfundi og gerði grein fyrir viðhorfum í íslenskum stjórnmálum og málefnum Sjálfstæðisflokksins. Er ræðan prentuð hér að framan. Að lokinni ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins hófst sérstök hátíðadagskrá setningarfundarins. Par fluttu leikararn- ir Helga Bachman og Helgi Skúlason, Ijóð eftir skáldin Tómas Guðmundsson og Matthías Johannessen. Tónlistar- mennirnir Gunnar Kvaran, sellóleikari og Gísli Magnússon, píanóleikari léku samleik og íslenski dansflokkurinn sýndi. í lok dagskrárinnar söng ein- söngvarakvartett, skipaður þeim Garðari Cortes, Guðmundi Jónssyni, Kristni Hallssyni og Magnúsi Jónssyni við undir- •eik Ólafs Vignis Albertssonar nokkur lög og að endingu st jórnuðu þeir f jölda- söng fundarmanna. Frá setningarfundinum í Háskólabíói. Helga Backman og Helgi Skúlason lásu Ijóð við setningu landsfundarins. Listdansarar úr Þjóðleikhúsinu sýndu dansa við setninguna. Kveðja Geirs Hallgríms- sonar til Jóhanns Hafstein ,,Síðan síðasti landsfundur var hald- inn, hefur Jóhann Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins fallið frá, en hann lést í maímánuði 1980. í hópi sjálfstæðismanna skal ekki nú hafa mörg orð um Jóhann Hafstein, störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins, lífshug- sjón hans sem féll svo vel að Sjálfstæðis- stefnunni, og Jóhann átti svo mikinn þátt í að móta og boða um áratuga skeið. Jóhann var maður stór í sniðum og hafði mikinn metnað þjóð sinni til handa, hreinskiptinn drengskaparmaður, sem mat ávallt heill flokks og þjóðar meira en

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.