Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 23

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Page 23
Landsfundur 1981 Emilsson, Grundarfirði. Fleiri tóku ekki tilmáls. Næst á dagskrá var ályktun um vinnu- markaðsmál og hafði Magnús L. Sveins- son, Reykjavík, framsögu um hana. Að lokinni ræðu Magnúsar var fundi slitið kl. 20.00. Síðasta hluta fundarins hafði Pétur Hansson, Reykjavík, látið af fundar- ritarastörfum, þar eð hann þurfti að yfir- gefa fundinn, en Málhildur Angantýs- dóttir, Reykjavík, tekið við störfum fundarritara. Jóhanns Hafstein var minnst á landsfundinum. En hann léstímaí 1980. Sjöundi fundur Sjöundi fundur landsfundarins hófst í Sigtúni sunnudaginn 1. nóvember, kl. 10.(X). Fundarstjóri var Árni Emilsson, Stykkishólmi og fundarritarar þau Anna Hertevig, Siglufirði og Arnþór Ingólfs- s°n, Kópavogi. Á dagskrá þessa fundar voru umræður °g afgreiðsla stjórnmálaályktunar og álitsgerða starfshópa. Fyrst var tekin fyrir ályktun um vinnu- rr>arkaösmál, sem framsaga hafði verið flutt um daginn áður, og var ályktun um vinnumarkaðsmál samþiykkt samhljóða. Þá tók til máls Olafur B. Thors, Reykjavík, og hafði framsögu fyrir skipulagsnefnd landsfundarins. Ólafur kynnti þær breytingartillögur sem fram voru lagðar innan skipulagsnefndarinnar og tillögur nefndarinnar á afgreiðslu á þeim. Til máls tóku formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson, Reykja- vík, sem lagði til að breytingartillögum merktum B og C á framlögðu fjölriti frá skipulagsnefnd yrði vísað til miðstjórn- ar. Þessar tillögur voru um breytingar á 10. og 55. gr. skipulagsreglnanna. Einar H. Ásgrímsson, Garðabæ, lagði fram langar og ítarlegar tillögur um kjör og kosningareglur vegna formanns og varaformannskjörs og lagði Einar til að tillögum sínum yrði vísað til miðstjórnar. Pá tóku til máls Baldur Guðlaugsson, Reykjavík, Páll Daníelsson, Hafnar- firði, Þorvaldur Mawby, Reykjavík, sem kynnti breytingartillögu við 20. grein skipulagsreglnanna, undirritaða af Helenu Albertsdóttur. Tillagan gerir ráð fyrir að formaður og varaformaður flokksins verði kjörnir almennri leyni- legri kosningu meðal allra flokksbund- inna Sjálfstæðismanna. Jón Ásbergsson, Sauðárkróki, Geir H. Haarde, Reykjavík, sem Iýsti því yfir að fiutningsmenn þeirrar tillögu er hann hafði gert grein fyrir á öðrum fundi Iandsfundarins, 29. október, gætu vel sætt sig við að henni yrði vísað til mið- stjórnar, Gísli Jónsson, Akureyri, Guð- mundur Gíslason, Kópavogi, Ólafur B. Thors, Reykjavík, Haraldur Blöndal, Reykjavík, Guttormur Einarsson, Reykjavík, Júlíus Sólnes, Seltjarnarnesi, Benedikt Bogason, Reykjavík, Árni Johnsen, Vestmannaeyjum, Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra, Reykja- vík, Auður Auðuns, Reykjavík. Er hér var komið var ákveðið að fresta umræðum um skipulagsmálin þar til eftir hádegi, en taka til við umræður um stjórnmálaályktun, sem stjórnmála- nefnd fundarins hafði nú afgreitt og lá fyrir landsfundinum. Framsögu fyrir stjórnmálanefnd landsfundarins hafði Jónas H. Haralz, Kópavogi. Jónas gerði grein fyrir því að niðurstaða stjórnmálanefndar hefði orðið sú, að leggja fram stjórnmálaálykt- un í tvennu lagi, annars vegar almenna st jórnmálaályktun og hins vegar sérstaka ályktun um afstöðu flokksins til ríkis- stjórnarinnar. Til máls tóku Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnamesi, Stefán A. Jónsson, Kagaðarhóli og Erlendur Eysteinsson, Stóru-Giljá, A-Hún. Fundi varslitið kl. 12.30. Áttundi fundur Áttundi fundur landsfundanns hófst í Sigtúni sunnudaginn 1. nóvember kl. 14.00. Fundarstjóri var Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Reykjavík, en fundarritarar Kjartan Jónsson, Reykja- vík og Sigurður Þ. Jónsson, Vestmanna- eyjum. Á dagskrá þessa fundar var afgreiðsla st jórnmálaályktunar, en ekki vannst tími til að afgreiða hana fyrir hádegi þennan dag, framhald á afgreiðslu á nefndarálit- um og kosning formanns og varafor- manns Sjálfstæðisflokksins og kosning miðst jórnarmanna. Gunnar Thoroddsen, forsœtisráðherra. Fyrstur tók til máls Jónas H. Haralz, Kópavogi, og fjallaði um drög að stjórn- málaályktun. Þá tóku til máls Matthías Á. Mathiesen, Hafnarfirði, forsætisráð- herra, Dr. GunnarThoroddsen, Reykja- vík, Gísli Jónsson, Akureyri, Davíð Sch. Thorsteinsson, Garðabæ. Fundarstjóri tilkynnti nú að hann takmarkaði ræðu- tíma við tvær mínútur (þessari ákvörðun sinni framfylgdi fundarstjóri síðan af mikilli lipurð), Birgir ísleifur Gunnars- son, Reykjavík, Sverrir Hermannsson, Reykjavík, Þorgeir Ibsen, Hafnarfirði, Ragnhildur Helgadóttir, Reykjavík, Skúli Johnsen, Garðabæ, Halldór Blöndal, Akureyri, forsætisráðherra Dr. Gunnar Thoroddsen, Reykjavík, sem óskaði eftir skriflegri atkvæðagreiðslu um þann kafla stjórnmálaályktunarinn- ar, sem fjallaði um afstöðu Sjálfstæðis-

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.