Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Blaðsíða 25

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.11.1981, Blaðsíða 25
Landsfundur 1981 Pálmi Jónsson óskar Geir Hallgrímssyni til hamingju rned sigurinn íformannskjörinu. Ragnhildur Helgadóttir og Friðrik Sophusson þegar úrslit lágufyrir í varaformannskjörinu. Jón Gauti Jónsson, Garðabæ, hafði framsögu fyrir sveitarst jórna- og byggða- málanefnd. Engar umræður urðu um ályktunina og var hún samþykkt sam- hljóða. Fór nú fram kjör formanns Sjálf- stæðisflokksins. Kosning fór þannig fram að fundarmenn fengu afhenta atkvæða- seðla skv. skrá miðstjórnarskrifstofu yfir þá landsfundarfulltrúa, sem mættir voru til fundar. Geir Hallgrímsson, alþingismaður Reykjavík, var kjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins með 637 atkvæðum. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra Reykjavík, hlaut 209 atkvæði, Ellert B. Schram, ritstjóri, Reykjavík, hlaut 79 atkvæði. Sex aðrir menn hlutu 5 eða færri atkvæði, alls voru þannig greidd 11 atkvæði. Auðir seðlar voru 26 og ógildir 4. Alls tóku því 966 landsfundarfulltrúar þátt í kjöri formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímsson, Reykjavík, tók nú til máls og þakkaði það traust sem honum hefði verið sýnt, en landsfundarfulltrúar risu úr sætum og hylltu hinn nýkjörna formann með langvinnu lófataki. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra tók til máls og óskaði nýkjörnum for- manni til hamingju með úrslitin og þakkaði þann stuðning er sér hefði verið sýndur af fundarmönnum. Þá var gengið til kjörs varaformanns Sjálfstæðisflokksins og miðstjórnar- manna. Fór sú kosning fram á sama hátt og kjör formanns, en eftirtaldir höfðu gefið kost á sér til miðstjórnarkjörs. Albert K. Sanders, Njarðvík, Arndís Björnsdóttir, Garðabæ, Björg Einars- dóttir, Reykjavík, Bjöm Þórhallsson, Reykjavík, Davíð Sch. Thorsteinsson, Garðabæ, Edgar Guðmundsson, Reykjavík, Einar K. Guðfinnsson, Bolungarvík, Ellert B. Schram, Reykja- vík, Gísli Jónsson, Akureyri, Guðmund- ur Ingólfsson, ísafirði, Gústaf Níelsson, Reykjavík, Halldór Jónsson, Kópavogi, Jón Ásbergsson, Sauðárkróki, Jónas Elíasson, Reykjavík, Jónas H. Haralz, Kópavogi, Kjartan Rafnsson, Njarðvík, Magnús Jónsson, Vestmannaeyjum, Óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, Borgar- firði, Pétur H. Blöndal, Reykjavík, Pétur J. Eiríksson, Reykjavík, Rúnar Pálsson, Egilsstöðum, Sigurlaug Bjarna- dóttir, Reykjavík, Soffía Karlsdóttir, Keflavík, Porsteinn Pálsson, Reykjavík. Meðan kjör varaformanns og mið- stjómar fór fram, var lokið afgreiðslu ályktunar um íþrótta- og æskulýðsmál, sem var samþykkt samhljóða. Jafnframt

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.