Þjóðólfur - 01.12.1949, Síða 23

Þjóðólfur - 01.12.1949, Síða 23
23 - ÞJOÐOLFS Einn af námshestum skóla vors hefur heizlað skáldafákinn og'svífur nú á hon- um um andans himingeima. Ver fórum þess á leit að fá nokkrar stökur eða kvæði í "Þjóðólf", TÓk hann því vel og hirtast hér nokkrar lausavísur, Þær eru sín úr hverri áttinni, en vonum vér, að það komi ekki að sök. Vertu nú. hygginn og hafðu mín ráð, hlauptu yfir hlaðsíöu þessa, því hún er ei annað en óskýr og máð. afarstór leirhurðar-klessa.■ ÞÓtt ég öskri alltaf hreint eins og kraftar megna, flestir heyra fjarska seint og fæstir köllum gegna, ákavíti er alltaf gott einkanlega á kvöldin, Sumir fá sér s^aldan vott og sínkir eru á gjöldin. Einatt liggja á lífsins veg leiðir okkar saman, Þegar mætast þú og ég þykir okkur gaman, Niður fjallið fjúkum við ferðin gengur greiðar, heldur en áður upp á við inn á fjöll og heiðar. Himinninn er heljar grár húsin rokið skekur. áfram treystist enginn klár Undan éljum hrekur. Rymur nautið marið, meitt, merja hvassir hófar, glymur járnið, harið, heitt, herja stórir lófar. Ef ég hlusta á útvarpið, sem allir eru að lofa. Löngum kann ég langhezt við að loka og fara að sofa. Bæjarstjórnin hruggar ráð hætir sífellt okkar hagi. Allt er slegið engu sáð og allt í þessu fína lagi, Eysteinn. Jonsson er í flokk. sem enginn veit hvað heitir. Einn hann spinnur á sinn rokk út um landsins sveitir. Enginn þekkir annan heim sem ennþá hyggir jörðu. Rafar hann í gráum geim, greinir enga vörðu. Til uppfyllingar. I Einn dag mér var tjáð vöntun | á vísum hér £ Braga minni, því er pár þetta aðeins pöntun | frá pésum í ritnefndinni.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.