Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 6
6
íslenzkar þjoðsögur safnaðar af ólafi
Davíðssyní, Þjoðsögur og munnmæli
Jóns Þorkelssonar* íslenzkar þjóðsögur
og sagnir Sigfusar Sigfussonar og ýmis
smærri þjóðsagnasöfn. Nu eru Þjóð-
sögur jóns Árnasonar að koma út í
nýrri útgáfu að því leyti endurbættri, að
nú eru handritin tekin, eins og þau bár-
ust jóni Árnasyni í hendur, en áður
hafði hann gert á þeim nokkrar breyt-
ingar.
Ég ætla að ljúka þessum línum með
tilvitnun í ritgerð, sem Jón Sigurðsson
ritaði um íslenzkar þjóðsögur, en þar
segir ;
"Hið sama, sem vér verðum varir við
í athöfn vorri, sjáum vér eins í sögun-
um hjá oss. Vér horfum með undrun á
hinar fornu sögur, sem standa eins og
fjallháar eikur, óhræranlegar og fastar,
en vér virðum lítils hinar, sem eru í
kring um oss eins og smáblóm alls
staðar á vegi vorum, spretta upp og
vaxa með oss í æskunni, lifa undir
tungurótum mæðra og fósturmæðra og
gæti orðið að fögrum eikum og blómguð-
um, en hverfa fyrr, af því vér köstum
þeim frá oss eins og visnuðum skari-
fíflum. Þær hafa aldrei komizt á skinn,
þess vegna metum vér þær að engu. "
S.S.
TVEIR DAGAR 1 KAUPAVINNU.
Frh. af bls. 12.
alveg himinháir. Þegar kvöldmatnum er
lokið, hrúgast krakkarnir út að leita að
kúnum. Við RÚna þvoum upp og lesum
blöðin, kýtum svolítið, sættumst og
byrjum að rífast á ný„
Við þurfum líka að mjólka, og það
þykir okkur ekki gaman. Við erum
orðnar syfjaðar og göngum hægt og leti-
lega út í fjós. Húsmóðirin er ekki kom-
in enn þá, en krakkarnir eru að binda
kýrnar. Gummi og Sigga eru eitthvað
að pískra yfir hálsinn á einni kúnni, og
Bjarni er stórmóðgaður á svip, situr á
mjaltastói og neitar að gera handtak,
fyrr en hann er gerður að aðila í
leyndarmáli þeirra. Þá brosir hann
gleitt, gýtur augunum á okkur Rúnu og
hleypur fram. Við heyrum skruðninga
í honum og allt í einu birtist hann með
köngurló í dollu, og gerir sig líklegan
til að henda henni á okkur, en við æp-
um og skrækjum, en krakkarnir hlæja
dátt. Þá kemur húsmóðirin og skipar
krökkunum heim í háttinn. Þegar við
höfum lokið við að mjólka, förum við
RÚna með mjólkina. Við erum lengi,
því að brúsarnir eru þungir. Þegar við
komumst svo heim í bælið okkar glæsi-
lega, spilum við nokkrar plötur, áður
en við sofnum. Við höfum fundið það
snjalla ráð að troða í fóninn, svo spil-
verkið heyrist ekki niður. Síðan höllum
við okkur útaf og erum brátt sofnaðar.
Þetta var virkur dagur, en næst renn-
ur upp sunnudagur, þungbúinn með
rigningu, svo að við eigum frí. Við
Rúna sitjum uppi á lofti og höfum læst
að okkur til að hafa ró og næði, en
krakkarnir hamast samt öðru hverju á
hurðinni, en við látum það sem vind
um eyrum þjóta. Rúna situr á fletinu
okkar og les rykfallinn doðrant um ástir
skipbrotsmanna á Suðurhafseyjum. Bok-
in hlaut að vera mjög fyndin, því að öðru
hverju skellir hún upp ur. Ég sit í stig-
anum og glugga í 10 ára gömlu bufræði-
riti. Þá fær Rúna enn eitt hláturskastið
og veinar af hlátri. Mér dauðbregður og
spyr hvefsin, hver fjandinn gangi nú að.
Hún anzar ekki, smáflissar og les á-
fram í skruddunni. Þá er bíl ekið
heim að húsinu. Ég rýk á fætur, svo
Búfræðingurinn veltur niður stigann.
Ég er á undan Rúnu út að glugga, þar
sem ég verð að stíga upp á málning-
ardollur til að geta séð út. Ég sé
grænan vörubíl hjá dyrunum, og standa
tveir menn á pallinum á honum.
"Jeminn, það er svo ægilega sætur
strákur, sem stendur aftan á, " segi ég
í grandaleysi.
"Lommérsjá, " og Rúna ýtir mér til
hliðar, svo að ég hrökklast ofan af
dollunni. Sjálf stígur hún upp á dolluna
og virðir mennina fyrir sér með mik-
illi athygli.
Frh. á bls. 8.