Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 11

Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 11
11 þessum ófögnuSi en oft án alls árang- urs, jafnvel þótt hættuleg áhrif þessar- ar óheillastefnu liggi í augum uppi (sbr„ hasarblöÖin )„ Margir helztu rithöfund- ar Ameríku, er lýst hafa landi sínu og þjóð af mestri list og raunsæi, hafa orðiö að sæta hinum ótrulegustu ofsókn- ums og almenningi gefst sums staðar þess enginn kostur aö kynnast snilld sinna beztu listamanna á meðan troðið er upp á hann alls konar rusli og létt- meti. Þetta er í fáum orðum hin am- eríska stefnaj, sem mest kveður að hér á landi. Og ekki ber á öðru en hún dafni hér ágætlega og þeir einstaklingar eru þegar farnir að finnast, sem eru orðnir algerlega "ameríkanseraðir" í hugsunarhætti. Enginn skyldi þó ætla að ég sé að níða amerísku þjóðina eða kveða upp sleggjudóma um menningu hennar, því að sannarlega á su þjóð margt gott til. En nærri má geta, hvort menning sú er ég hefi lýst her að fram- an eigi nokkuð erindi til íslendinga, þeg- ar enginn hugsandi ameríkumaður vill leggja henni lið og hún hefur reynst með slíkum endemum í sínu eigin föðurlandi. Og þá kem ég að kjarna málsins, sjálf- um þjóðvörnunum. Eins og nú er komið verður að grípa til róttækra ráðstafana til að stöðva það öfugstreymi, er hingað til hefur átt sér stað. Ekkert nema sterk þjóðernisvakning meðal æskumanna landsins getur leitt íslenzka menningu út úr þeim ógöngum, sem hún er komin í og orðið til þess að minnka þá hættu, sem óhjákvæmilega hlýtur að stafa af dvöl erlends setuliðs. Þetta verður ekki gert með því að halda uppi politískum illdeilum, heldur með því einu, að við leggjum sem mesta rækt við menningar- verðmæti þjóðarinnar forn og ný og byggjum þannig andlegt sjálfstæði okkar upp á traustum grunni. Auk þess þarf að styrkja alla sköpunarviðleitni ungra manna í þá átt, því það skiptir áreiðan- lega mestu máli, að listamennirnir leggi okktir lið í þeirri baráttu, sem við eig- um fyrir höndum. Gæti þá orðið að skáldskapur vor ætti eftir að ná jafn- miklum blóma og á nítjándu öldinni, þeg- ar frelsisbarátta þjóðarinnar stóð sem hæst. En annars má geta þess, að með- al margra ríkir svo þröngsýnt og aftur- haldssamt viðhorf á listamálum að til skammar má teljast fyrir jafn menntaða þjóð. Kemur það meðal annars fram í því, að þeir sem yrkja ættjarðarljóð nú orðið eru kallaðir .kommúnistar og föðurlandssvikarar. Hér hafa skólarnir einnig mikilvægu hlutverki að gegna. En þar virðist því miður vera lögð meiri áherzla á andlausa ítroðslu og j utanbókarlærdóm en að búa nemendurna j undir lífið og gera þá að sjálfstæðum og hugsandi mönnum. En þó hefur skólinn miklu meiri möguleika en menn gera sér almennt í hugarlund. Þar væri hægt að byggja þann varnarmúr, sem sizt mundi bresta, og enginn æsku- maður yrði þá ginkeyptur fyrir smjaðri °g lygnm óhlutvandra braskara eða rang- snúnu lífsviðhorfi og sýndarmenningu annara þjóða heldur hefði aðeins það, sem sannast væri og réttast. Stjórnendur Tslands hafa kallað hingað erlendan her til varnar gegn erlendum óvini, sem þó er að miklu leyti ímynd- aður, og þar af leiðandi tekið á sig meiri ábyrgð en nokkrum dauðlegum manni er fært. En ekki ber mikið á því, að þeir snúist til varnar gegn þeim óvini, sem hættulegastur er 3 hinum menningarspillandi áhrifum, sem óðum eru nú að eitra allt þjóðlífið. Hvað þýðir það að leggja sig í ófyrirsjáan- lega hættu vegna hinna ytri varna lands- ins, meðan ósýnileg öfl brjóta það nið- ur, sem margar kynslóðir byggðu upp. Við verðum fyrst og fremst að skapa innri varnir gegn öllum þeim áhrifum, sem menningu okkar stafar hætta af. Það eru hinar sönnu landvarnir. Og þetta á að vera verk okkar, sem nú erum ung. Við verðum að ganga á und- an með góðu fordæmi þegar hinir eldri gera það ekki. Við höfum fjöregg ís- lenzku þjóðarinnar í hendi okkar og ráð- um því hvort við gætum þess eins vel og forfeðurnir eða seljum það fyrir út- lent glingur. Okkar er framtíðin. Hákon Símonarson 3„- Y.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.