Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 9

Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 9
- 9 - KVIKMYNDIR £a ppi Flestir fara oft á bíó, en færri gera sér þó grein fyrir þeim lögmálum, sem kvikmyndagerð lýtur, eða reyna að gagnrýna þær myndir, sem þeir sjá. Þo að kvikmyndirnar séu eitt af merk- ustu menningartækjum nútímans er öll kvikmyndagagnrýni á lágu stigi hér á landi, og fremur lítið gert til þess að fræða almenning um þessi efni. Valda þar miklu um hagsmunir hinna stóru kvikmyndajöfra í Hollywood og löngun þeirra til að framleiða kvikmyndir eftir forskriftum, sem mæta mundi almennri andstöðu, ef fólk virti hlutina betur fyr- ir sér. Öllum heilvita mönnum má vera það ljóst, að hin ameríska aðferð við framleiðslu kvikmynda er hin allra sízta og má m. a. rekja þangað ástæð- una til hins minnkandi smekks og þroska almennings, sem svo mjög hefur siglt í kjölfar amerískra áhrifa, því miður. Verður ekki rúm til að rekja þetta nán- ar„ Þó hefur hér orðið mikil framför á síðustu árum og vilja margir þakka það auknum áhrifum evrópiskra kvik- mynda, sem yfirleitt eru miklu listrænni og gefa sannari mynd af lífinu. Verður nú vikið að því nánar. Á fyrsta málfundinum í vetur var m. a„ rætt um kvikmyndir, Kom þar fram mikil gagnrýni á evrópiskar kvikmyndir fyrir opinskáar ástalífslýsingar og "svefnherbergissenur. " Komst einn ræðumanna svo að orði, að þar sæist eintómur hórdómur. Þótt þetta sé að sumu leyti rétt, þykir mér skylt að svara því. Að sjálfsögðu eiga þessi ummæli aðeins við um lítinn hluta evrópiskra kvikmynda, og enda þótt hlut- fallslega sé flutt inn meira af slíkum myndum en öðrum frá Evrópu, ber eng- an veginn að skoða þetta sem neinn á- fellisdóm. En kvikmyndirnar verða eins og önnur list að sýna okkur hlutina eins og þeir eru, jafnvel þótt slíkt verði á kostnað ríkjandi siðferðisskoðana, en ekki fylgja hinum Hollywoodska glans- mynda og eldhúsreyfarastíl, sem er eitt Hundur góður heitir Lappi, Hann er voða mikill kappi; borðar bein úr mínum lófa, bítur hesta út í móa„ Kommdu, kommdu, Lappi minn, Kommdu að tala við vininn þinn. Hundur vondur heitir Lappi. Hann er voða mikill kappi; eltir bíla er bruna um vegi, er bara sama, hvað ég segi. Kommdu, kommdu, Lappi minn. Kommdu, vondi hundurinn. Hundur svangur heitir Lappi. Hann er voða mikill kappi. Gakktu hingað, greyið þitt, gerðu það nú, skinnið mitt. Kommdu, kommdu, Lappi minn. Kommdu að éta matinn þinn. Hundur kátur heitir Lappi. Hann er voða mikill kappi; hleypur hart um tún og hól, hoppar hátt og rekur upp gól. Kommdu, kommdu, Lappi minn. Kommdu að leika við vininn þinn. B.Þ. 3.-X. hið ömurlegasta einkenni andleysis og lífsflótta. Þá en ekki fyrr geta þær orðið sönn list. Hákon Símonarson, 3.-Y.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.