Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 13
13 -
J
UM MERKA SAMTÍÐAR- OK FRAMTÍÐARMENN„
Io
EINAR SIGURÐSSON.
Á árinu 1938 eru margir af merkustu
mönnum þjoðar vorrar fæddirs þar á
meðal hetja vor, Einar Sigurðsson.
Eigi vitum vér gerla5 hvenær hann sá
dagsins ljos í fyrsta sinn ne heldur
dagsetningar helztu merkisatburða í
hinu stutta en viðburðaríka lífi hans.
En hitt er víst„ að snemma þotti sveinn-
inn efnilegur. Þegar í barnaskóla fór
hann að láta að ser kveða og eignaðist
brátt marga vini og aðdáendur, ekki
sízt í hópi hinna ungu meyja. Helt
þessu fram eftir að hann var kominn í
æðri skóla. Einar kom fyrst í þennan
skóla í fyrra, og ekki leið á löngu þar
til á honum fór að bera í félagslífi
skólans, eins og marka má af frásögn
fyrsta tölublaðs Þjóðólfs það ár0 Nu
situr hann í 3. bekk Y og hyggst taka
landspróf að voris en ekki hefur hann
nu komizt til neinna valda og metorða
í skólafélaginu, og hefur mörgum ó-
merkari mönnum verið skákað fram fyr-
ir hann. Er hann þó hinn mesti áhuga-
maður um starfsemi skólafélagsins og
ber heill þess og hag mjög fyrir brjósti.
Sérstaklega er honum þó umhugað um
velferð málfundanefndars og skortir hann
aldrei holl ráð og leiðbeiningar handa
leiðtogum hennar, en þar talar hann þó
fyrir daufum eyrum sem endranær.
Á málfundum er Einar venjulega í ess-
inu sínu og skortir hvorki mælsku né
andríki. Hafa flestir kynnzt þar ræðu-
snilld hans. En annars má geta þesss
að Einar er Heimdellingur mikill, og
setur það að sjálfsögðu töluverðan svip
á ræðumennsku hans, þótt ekki hafi
hann komizt til hárra metorða í flokk
sínums frekar en hérna í skólanum.
Einar er eigi fríður maður sýnums
þrekvaxinn og herðibreiður, rauðbirkinn
í andliti og með stórs þykk hornspanga-
gleraugu, sem gefa ásjónu hans sér-
stæðan og ógleymanlegan svip. En
tröllslegt utlit hans hefur þó eigi haml-
að honum að vinna hylli kvenna. Mætti
sjálfsagt segja af því margar merki-
legar sögur, en því miður leyfir hið
takmarkaða rum blaðsins eigi slíkan
munað, auk þess sem oss skortir heim-
ildirnars því að hetja vor er, eins og
áður er sagts mjög hógvær og yfirlæt-
islaus maður og lítt gefinn fyrir að
h;'lda afrekum sínum í því efni á loft.
Einar er talinn fremur makráður og
kann vel að meta gæði lífsins, en aftur
á móti er hann ekki eins hrifinn af
þeim smáu molum af borði vizkunnars
sem vorum ágætu kennurum þóknast
að rétta oss. Einkum hefur öll tölvísi
verið honum fjarri skapi. Eigi vitum
vér gjörla um önnur áhugamál Einarss
en þau, sem hér hafa verið talins því
að leyndardómsfull hula hvílir yfir öllu
einkalífi hans„ og hefur það sízt orðið
til þess að gera hann tilkomuminni í
augum vorum. En ekki þætti oss ólík-
legts að hann byggi yfir einhverju
merkilegu og ætti enn eftir að koma oss
á óvart.
II.
SIGURÐUR GIZURARSON.
Dag nokkurn í löngu frímínútunum
verður oss reikað inn í anddyri skólans.
Heyrum vér þaðan háreysti mikiðs líkt
og þar fari þjóðmálaumræður fram.
Sá grunur reynist líka rétturs því að
þegar vér göngum inns mætir þar fyrst