Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 14

Þjóðólfur - 01.12.1954, Blaðsíða 14
14 augum vorum svarthærður maður í brun- um fötum, Hann er í óða önn aS ut- skýra ágæti alþýSuflokksins fyrir delin- kventum nokkrum, en þeir virSast því miður eigi kunna aS meta orðsnilld hans, því að öðru hvoru gera þeir agg og spott aS ræSumanni og varpa fyrir hann óþægilegum spurningum. Þekkjum vér8 að þar er kominn SigurSur Gizurarson, formaður málfundanefndar, og er hann meS óþreytandi elju og atorku að reyna aS bjarga nokkrum vegavilltum sálum ur vargaklóm íhalds og kommúnista, Þott oss gæfist ekki í þetta sinn kostur á að intervjúa SigurS0 getum vér ekki látið hjá líSa að kynna hann fyrir yður með nokkrum vel völdum orðum. Sigurður er eins og fleiri góðir menn í þessum skóla fæddur árið 1939» og af bernsku hans er fátt að segja annað en þaðD að hann var aldrei bráðger í barna- skóla„ En er hann komst í gagnfræða- skólas, varð á honum snögg breyting í þessu sem öðru» og hefur frægðarbraut hans síðan verið bein og blómum stráð allt til þess» er honum hlotnaSist sá óvænti heiður í haust» að verða formað- ur málfundanefndar. Hefur hann síðan einbeitt kröftum sínum í þágu þessa embættis síns og áhugamáls, en hlotið misjafnar þakkir fyrir. Stjórnmálin hafa frá upphafi verið mjög snar, - já ef ekki alveg snarvitlaus - þáttur í lífi SigurSar, gengið eins og eldrauður þráður í gegn um orð hans og æSi og sett svip sinn á alla hans persónu. Má með sanni segja, aS enginn hér í skóla komist í hálfkvisti við hann hvaS stjórnmálaáhugann snertir. A síðasta málfundi flutti hann framsöguræðu um eitt af aSaláhugaefnum sínum, verkalýðs- málin. HcLfSi hann þar einnig síðasta orSið, og var hetja og stjarna kvöldsins, Eigi líkaði þó öllum hin skörulega frammistaða hans, og fóru þeir eitthvað að ybba sig eftir á8 þar sem þeir höfSu eigi getaS komið jafnvel fyrir sig orði á fundinum. LítiS geta menn þó af þessu markað um ræSumennsku SigurSar, en búast má við, að fjörugt verSi á málfund- unum í vetur, ef hann heldur áfram á sömu braut0 Ekki má halda, að SigurSur sé neitt venjiilegt fyrirbrigSi í stjórnmálunum, því að innan síns flokks fylgir hann alveg sérstæSri stefnu, sem hingað til hefur verið lítill gaumur gefinn. Stefnufastur er hann meS afbrigðum og fyrirlítur allan hringlandahátt, jafnt í pólitík sem öðrum málum, En það, sem þó aðallega einkennir stefnu hans, er, hversu hann er hlynntur Bandaríkjunum og vörnum landsins, og hið miskunnarlausa hatur hans á kommúnistum og öllum dindlum þeirra. En þar á hann litlum skilningi aS mæta hjá sumum. En ekki stendur hann þó alveg einn. Þess er óhjákvæmilegt að geta, að Sigurður á bróður einn tvítugan, Lolla hinn sterka, sem er hækkandi stjarna á himni stjórnmál- anna, auk þess sem hann er nákunn- ugur skeleggasta kommúnistaandstæð- ing landsins, Jónasi þeim, er gefur út Dagrenningu. ÁSur fyrr var hann mjög hreykinn af kynnum sínum og skyldleika við svo mikla menn, en síðan farið var að stríða honum meS því, vill hann sem minnst heyra um þá talað. Þykir oss slíkt miSur. Þótt Sigurður sé með hinum óskáld- legustu mönnum, sem vér höfum kynnzt, hefur hann þó töluverSan á- huga á bókmenntum og listum, og öðrum menningarmálum, þótt hann skoði þar flest út frá sínum pólitíska sjónarhól, eins og oft kemur fyrir meðal vor íslendinga. Er hann að sjálfsögðu mjög andvígur allri klessu- list og atómkveSskap. Bandaríkin eru að hans áliti mesta menningarríki heimsins, og má hann varla heyra orði hallað á þetta andlega föðurland sitt, en hefur á hinn bóginn ekkert á móti því, þótt Rússum sé bölvað í sand og ösku. Þótt hér að framan hafi veriS fjöl- yrt um stjórnmálamanninn Sigurð, skyldi þó enginn halda, að þar sé sagan öll. Áhugamál hans eru mörg, og oft getur hann veriS mjög skemmti- legur í viðræðum. En stjórnxnál eru aSaláhugamál hans. Bindindismaður er hann alger, bæði á kvenfólk, tóbak og áfengi, enda má hann ekki vera aS því að leggja sig niður viS svo auvirðilega hluti, þar sem hin háleita F rh. á næstu bls.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.