Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.08.2021, Qupperneq 41

Muninn - 01.08.2021, Qupperneq 41
dagarnir Fyrst fór ég í Héraðsskólann í Reykholti sem var heimavistarskóli með um 130 nemedur. Það var mikið íþrótta og félagslíf í skólanum og var ég á kafi í því, bæði sem þáttakandi og í stjórn íþrótta og skólafélagsins. Þrátt fyrir ágæta tímasókn hjá mér var tími fyrir heimanám lítill, en þetta reddaðist allt. Nemendum í skólanum var skipt á tvær vistir á tveimur hæðum, strákar og stelpur sér. Þrátt fyrir frábært félagslíf var samt eitt mesta sportið að stelast á milli vista eftir lokun, helst milli 2 og 4 á nóttunni þegar gæslufólkið var alveg örugglega sofandi. Til að komast á kvennavistina þurftum við strákarnir að nota stiga upp á aðra hæð í gegnum glugga. Síðasta slíka ferðin fyrra árið mitt endaði illa, þar sem einn drengurinn flaug úr stiganum niður á frostna jörðina og var honum dröstlað inn í sitt rúm með heilahristing og fleiri áverka. Mamma mín (Gerður) var vistargæslumaðurinn á vistinni og pabbi (Vilhjálmur) var skólastjórinn og þau bæði, og læknirinn vissu aldrei annað en að strákurinn hafi dottið svona líka harkalega úr rúminu. Seinasta árið mitt í skólanum var strákum og stelpum blandað á vistarnar og næturferðir lögðust með öllu af. - Unnar Einn góðan veðurdag var ég að ferðast með félaga mínum sem er sá allra heiðarlegasti sem ég þekki. Við vorum á kraftlausum bíl á leið niður mjög bratta brekku og vinur minn að keyra og hann keyrir aldrei hraðar en á 90 kílómetra hraða. Ég vildi endilega kanna hvort bílinn færi hraðar og hvatti félaga minn eindregið til að stíga allt í botn. Hann harðneitaði en ég pönkaðist í honum þangað til hann gaf sig og stóð bílskrjóðinn í botn. Við komumst í 120 og ég fagnaði gríðarlega. Í miðjum fögnuði sáust blá ljós og skömmu síðar var félagi minn kominn inn í lögreglubíl og nokkrum tugum þúsunda fátækari. Lærdómur sögunnar, farið á réttum hraða í gegnum lífið og látið ekki plata ykkur út í hluti sem þið viljið ekki taka þátt í. Myndin af mér er í hestaferð sem félögum mínum þótti vænlegri kostur en bílar því hestar ferðast um á löglegum hraða. - Heimir Haraldsson gömlu góðu Árshátíðin mín í 2. bekk var eiginlega klúður frá upphafi til enda og mér fannst ég gera mig að svo miklu fífli að ég íhugaði alvarlega að skipta um skóla á tímabili. Fyrra klúðrið var þegar við vorum að bera af hlaðborðinu eftir aðalréttinn, það var ekkert um að vera, engin skemmtiatriði og engin tónlist. Ég var ein að ganga inn á gólfið sem var nánast orðið tómt þegar ég missteig mig hrikalega og skall í gólfið með svo miklum hávaða að það glumdi í höllinni. Ég hafði það á tilfinningunni að allur skólinn hafi horft á mig detta en það var sennilega ekki raunin. Hitt stóra klúðrið var þegar starfsmaður Bautans var að koma með eftirrétti inn í Höllina sem hann rúllaði inn á vagni. Honum tókst að klessa á svo að stór hluti eftirrétta kvöldsins datt í gólfið. Minn bekkur var þá settur í að gera nýja eftirrétti og ég fékk það hlutverk að setja rautt kokteilber á toppinn á öllum eftirréttunum. Ég áttaði mig ekki á því að safinn sem berin voru í lituðu hendurnar mínar. Ég var því með eeeeldrauðar hendur það sem eftir var kvölds. - Anna Eyfjörð Á mínum menntaskólaárum var djamm allar helgar og rúnturinn var á sínum stað, hring eftir hring... Allskonar böll, árshátíðir og heimapartý. Í minningunni var eiginlega bara alltaf gaman. Ég hljóma líklega frá fornöld (þrátt fyrir að vera ung!) en ég fékk minn fyrsta farsíma fljótlega eftir að ég var byrjuð í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Fyrir það þurftum við alltaf að hringja í heimasíma hvert hjá öðru og skipuleggja djamm og hittinga þannig. Á litlum stað er allt einfaldara. Við vinirnir áttum okkar staði, einhverjir voru að leigja út í bæ og gátu því alltaf haldið partý. Við fórum á öll böll og lögðum allt í skemmtanalífið. Við fórum þrjár verslunarmannahelgar í röð hingað norður á Akureyri og bjuggum á tjaldstæðinu. Einu sinni redduðum við okkur bílstjóra og stórum bíl og fórum hópur saman á ball með Sssól í Ýdölum, við keyrðum svo heim um nóttina, samtals 408 km! Við lögðum allt í sölurnar fyrir gott djamm. Ég lifði sveitaballatímana, þeir voru engu líkir… Það sem stendur upp úr öllu þessu er fólkið sem ég kynntist í menntaskóla, þar eignaðist ég vini fyrir lífstíð og auðvitað eiginmanninn minn sem ég kyssti fyrst á busaballi… - Eyrún Huld 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.