Nýja skákblaðið - 01.04.1940, Page 3

Nýja skákblaðið - 01.04.1940, Page 3
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ I árg. Reykjavík, marz—apríl 1940. 2. tölubl. Ritstjórar: Óli Valdimarsson og Sturla Pétursson. Skákþing Islands 1940. Skákþing íslands fyrir árið 1940 var háð í Reykjavík og stóð yfir frá 26. marz til 10. apríl. Þátttakan í mótinu var sæmileg eftir því sem við var að búast, þar sem Skákmóti Rvík- ur var nýlokið. Þátttakendur voru alls 27. í meistaraflokki 9, I. flokki 8 og II. flokki 10. Það þótti þegar frá byrjun mjög ó- víst hver yrði sigurvegarinn á þessu móti, þar sem fjórir af keppendunum voru löngu land- kunnir skákmenn og yfirleitt taldir mjög svipaðir að styrk- leika. Eftir fyrstu umferðirnar mátti líka sjá þese glögg merki, að þessir menn höfðu verðskuld- að þennan efa, þar sem þeir höfðu mjög svipaða útkomu. — Skákstíll þeirra bar þess líka ljósan vott, að þeim var full- komin alvara með að láta ekki undan síga fyrr en yfir lyki. Þannig hélst það allt þingið út, að varla mátti í milli sjá, hver Einar Þorvaldsson. þeirra færi með sigur af hólmi. í síðustu umferðunum tókst Einari Þorvaldssyni samt að ná forystunni og halda henni. Varð hann þar með sigurvegarinn á Skákþingi íslands og Skák- meistari íslands 1940. Hann var sá eini af meistur-

x

Nýja skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.