FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 2

FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 2
við stjórnendur og helst umfram það. Auk þess krefst það sérfræðiþekkingar á sviði endurskoð- unar. Þar sem reikningsskil fylgja settum reglum, eru samin af fólki með sérfræðiþekkingu á sviði reikningsskila og staðfest af sérfræðingum á sviði endurskoðunar hljóta þau að gefa glögga mynd og vera áreiðanleg. Því er eðlilegt að spurt sé hvort eitthvað geti komið í veg fyrir það ann- að en þekkingarskortur þessara aðila? Ýmislegt getur þó komið í veg fyrir áreiðanleg reikningsskil svo sem eins og mistök vegna þekkingarskorts starfsmanna, óljósar reglur auk þess sem starfsemi fyrirtækja getur verið býsna flókin jafnvel innan sömu atvinnugreinar þar sem sambærilegar reglur gilda um framsetningu reikningsskila. Eins getur verið um að ræða að ágreiningur um túlkun eða ásetningsbrot leiði til þess að reikningsskil gefi ekki glögga mynd. Ahrif rekstrarumhverfis á reikningsskil Spyrja má hvort það séu meiri líkur á röng- um reikningsskilum þegar rekstrarumhverfi er óhagstætt. Reynslan segir að stjórnendur sem eru undir verulegum þrýstingi að standast vænt- ingar leitist við að túlka reikningsskilareglur sér í vil. En hvaða áhrif hefur óhagstætt rekstrarum- hverfi á endurskoðunina? Er endurskoðun óháð rekstrarumhverfinu? Eru einhver ákvæði í al- þjóðlegum endurskoðunarstöðlum sem taka sér- staklega tillit til slíkra aðstæðna? Því má svara játandi og neitandi. Alþjóðlegir endurskoðunar- staðlar gera ráð fyrir því að endurskoðandinn afli sér þekkingar á rekstrareiningunni og um- hverfi hennar, afli upplýsinga um viðskipta- áhættu og geri sér grein fyrir því hvernig hún getur haft áhrif á endurskoðunina. Hins vegar eru engir sérstakir staðlar sem gilda um tiltekn- ar aðstæður í umhverfinu. LeiSbeiningar APB I byrjun þessa árs sendi breska endurskoðunar- ráðið (The Auditing Practices Board) frá sér fréttablað (Bulletin 2008/01) undir heitinu Au- dit issues when financial market conditions are difficultand credit fatilities maybe restricted. Til- gangur þessa fréttablaðs er að veita endurskoð- endum leiðbeiningar um viðbrögð við ríkjandi ástandi á fjármálamörkuðum. Þar er vakin at- hygli á því að á undanförnum mánuðum hafi að- stæður á fjármálamörkuðum einkennst af erfið- leikum í viðskiptum með hvers konar fjármála- gerninga og það hafi valdið verulegum erfiðleik- um fyrir fyrirtæki við að afla sér lausafjár. Um er að ræða til dæmis fjáreignir eins og skulda- bréf, hlutabréf og hvers konar afleiðugerninga. Erfiðleikar í viðskiptum geta aukið hættuna á því að slíkar fjáreignir séu ekki rétt metnar og þar af leiðandi hættuna á verulegum skekkjum í reikningsskilum. Auk þess eru almenn áhrif að- stæðna á fjármálamörkuðum þau að fyrirtæki eiga erfitt með fjármögnun vegna takmarkaðs aðgengis að fjármagni. Þó lánsfjárkreppan (credit crunch) sé líklegri til þess að hafa áhrif á fyrirtæki í fjármálageir- anum ná áhrifin óhjákvæmilega til fyrirtækja á öðrum sviðum sem þurfa á fjármagni að halda á næstu mánuðum eða eiga fjáreignir sem hafa lækkað í verði eða erfitt er að meta þar sem virk- ur markaður er ekki lengur til staðar. Leiðbeiningar APB beinast einkum að áhættumati, rekstrarhæfi, matskenndum liðum reikningsskila, skýringum reikningsskila og árit- un endurskoðenda. Hér á eftir er í stuttu máli fjallað um það sem fram kemur í þessum leið- beiningum og bent á þá alþjóðlegu endurskoð- unarstaðla (ISA) sem vísað er til en ekki ein- stakar greinar í stöðlunum. Eitt af því fyrsta sem við gerum við skipu- lagningu endurskoðunar er áhættumat og við hljótum því að íhuga hvort núverandi markaðs- aðstæður gætu valdið verulegum skekkjum á reikningsskilum og bregðast við í samræmi við það. Vakin er athygli á því sem fram kemur í ISA 220 (Quality Control for Audits of Historical In- formation) þar sem áhersla er lögð á að tryggja að nægileg þekking sé innan endurskoðunar- teymisins sérstaklega ef endurskoðunin bein- ist að mati á gangvirði fjármálagerninga. í slík- um tilvikum getur verið nauðsynlegt að leita ráðlegginga og hafa samráð við aðra sérfræð- inga eins og farið er fram á í grein 30 í þess- um staðli. Ein afleiðing lánsfjárkreppunnar er takmark- aður aðgangur fyrirtækja að fjármagni sem í einhverjum tilfellum gætu haft áhrif á rekstrar- hæfi þeirra. Lánastofnanir eru ófúsari að taka áhættu og krafist er aukinna trygginga og hærri vaxta þegar kemur að endurnýjun eða framleng- ingu lána. Við þessar aðstæður þarf endurskoðandi að hafa í huga leiðbeiningar í ISA 570 (Going con- cern) þar sem sérstaklega er fjallað um aðgerðir endurskoðanda þegar vafi leikur á um rekstrar- hæfi vegna þess að fyrirtæki hefur ekki greiðan aðgang að fjármagni. Eins og við vitum er rekstrarhæfi mikilvæg forsenda reikningsskila. Þess vegna er lögð rík áhersla á að endurskoðandi hugi sérstaklega að því við breyttar aðstæður á fjármálamörkuðum hvort og þá hvers vegna vafi geti leikið á um rekstrarhæfi. Önnur afleiðing þrenginga á fjármálamarkaði getur verið virðisrýrnun fjármuna sérstaklega þeirra sem ber að setja fram á gangvirði. Erfitt getur verið að leggja mat á gangvirði fjármuna þegar viðskipti eru fá og jafnvel engin á viðkom- andi markaði. Við þær aðstæður kunna fjármunir sem hafa verið metnir á gangvirði (marked to market) að vera metnir með því að nota reiknilíkan eða aðr- ar matsaðferðir (valuation technique) sbr IAS 39. Vakin er athygli á leiðbeiningum í ISA 545 (Auditing Fair Value Measurements and Disdos- ures) sem fjallar sérstaklega um endurskoðun matskenndra liða og framsetningu þeirra í skýr- ingum samkvæmt reikningsskilareglum. Jafn- framt er vísað til ISA 620 (Using the Work of an Expert) ef stuðst er við álit sérfræðinga. Einnig má vísa til International Auditing Prac- tice Statements of Banks IAPS 1006 þar sem sérstaklega er fjallað um endurskoðun á mats- aðferðum við mat fjármálagerninga. I þessum leiðbeiningum APB er vakin athygli á því að stjórn ber að veita upplýsingar um áhættu og óvissu í starfseminni í skýrslu stjórn- ar og bent á lagaákvæði sem gera ráð fyrir að endurskoðendur gangi úr skugga um að slíkar upplýsingar komi fram í skýrslu stjórnar. Vísað er til ISA 720 sem sérstaklega veitir leiðbeining- ar um athugun á upplýsingum eins og skýrslu stjórnar sem fylgja ársreikningi. Þetta samrým- ist því sem fram kemur í VI. kafla íslenskra laga 2 • FLE þiétíi* janúar 2009

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.