FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 17

FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 17
og afmarkaðra atriða sem hafa þýðingu fyrir að- ildarfélög NRF. Sem dæmi má nefna: Annars konar þjónustu endurskoðenda en þá sem leiðir til fyrirvaralaus- ar áritunar, sbr. dæmi frá Danmörku. Aðgrein- ing endurskoðenda eftir menntun, sbr. skráða eða löggilta endurskoðendur og mismunandi heimildir til lögboðinnar endurskoðunar fyrir- tækja. Mótun reglna gagnvart annars konar þjónustu sem endurskoðendur á Norðurlöndum veita. Gert er ráð fyrir í áætluninni að nýr fram- kvæmdastjóri NRF muni verða virkur þátttak- andi og stjórnandi vinnuhópanna til að tryggja framgang verkefnavinnu hverju sinni. Loks nefni ég kostnaðarskiptingu með tilliti til fjölda félagsmanna í aðilarfélögum. Reiknað er með að áfram verði viðhöfð skipting kostnaðar vegna reksturs NRF og fundarþátttöku í störfum FEE og IFAC með líkum hætti og áður. Núver- andi kostnaðarskipting er þannig að Danmörk, Noregur og Svíþjóð greiða 28% hvert, Finnland 13% og (sland 3%. Slík kostnaðarskipting er mjög hagstæð okkur hjá FLE, því við getum tek- ið fullan þátt í starfi NRF og alþjóðlegu starfi innan IFAC, og átt m.a. fulltrúa í menntunar- nefnd IFAC, sem væri FLE um megn ef slík kostn- aðarskipting væri ekki fyrir hendi. Ég tel í lokin á þessu yfirliti sem ég hef gefið um Norræna endurskoðunarsambandið, að það sé okkur hjá FLE ákaflega mikilvægt og sá vett- vangur sem við höfum til að taka þátt með bein- um eða óbeinum hætti í starfi alþjóðasambands endurskoðenda. En eins og við vitum hefur allt starf endurskoðenda við endurskoðun ársreikn- inga tekið breytingum á síðari árum, nú á árs- reikningsgerðin í stöðugt meira mæli að mið- ast við setta alþjóðlega reikningsskilastaðla og endurskoðun hérlendis skal frá og með næstu ármótum vera í samræmi við alþjóðlega endur- skoðunar- og gæðastaðla. Því er samstarf Norðurlandanna svo mikilvægt að með því móti getum við frekar komið fulltrúum okkar inn í stjórn alþjóðasambandsins og í þær fagnefnd- ir sem við teljum mikilvægar fyrir okkur, en þar geta þeir á vissan hátt gætt að norrænum gild- um á þessu sviði og tryggt að rödd okkar heyr- ist meðal þjóðanna við þá staðlagerð sem þar ferfram. Til hamingju með afmælið - árið 2009 75 ára þann 18. júlí 2009 75 ára þann 2. ágúst 2009 75 ára þann 26. nóvember 2009 70 ára þann 25. janúar 2009 70 ára þann 4. maí 2009 70 ára þann 22. nóvember 2009 70 ára þann 9. desember 2009 60 ára þann 15. janúar 2009 60 ára þann 6. mars 2009 60 ára þann 12. júní 2009 60 ára þann 2. ágúst 2009 60 ára þann 10. ágúst 2009 60 ára þann 11. ágúst 2009 60 ára þann 7. september 2009 60 ára þann 13. nóvember2009 60 ára þann 2. desember 2009 60 ára þann 9. desember 2009 50 ára þann 7. janúar 2009 50 ára þann 11. febrúar 2009 50 ára þann 12. febrúar 2009 50 ára þann 6. apríl 2009 50 ára þann 29. apríl 2009 50 ára þann 14. maí 2009 50 ára þann 12. júlí 2009 50 ára þann 14. ágúst 2009 50 ára þann 11. september 2009 50 ára þann 17. september 2009 50 ára þann 27. september 2009 50 ára þann 10.október 2009 50 ára þann 10. nóvember 2009 50 ára þann 17. desember 2009 40 ára þann 5. febrúar2009 40 ára þann 10. febrúar 2009 40 ára þann 6. apríl 2009 40 ára þann 18. apríl 2009 40 ára þann 5. maí 2009 40 ára þann 18. maí 2009 40 ára þann 1. júní 2009 40 ára þann 21. september 2009 40 ára þann 11. október2009 40 ára þann 13. nóvember 2009 40 ára þann 21. nóvember 2009 30 ára þann 19. júní 2009 30 ára þann 25. ágúst 2009 30 ára þann 12. september 2009 Eyjólfur Guðmundsson Gísli Torfason Atli Hauksson Gunnar Sigurðsson Geir Geirsson Sveinn Sæmundsson Valur Franklín Pétur Jónsson Friðbjörn Björnsson Gunnar R. Einarsson Lilja Steinþórsdóttir Guðmundur Hannesson Karlotta B. Aðalsteinsdóttir Guðmundur E. Kjartansson Rúnar B.Jóhannsson Þorsteinn Haraldsson Jónatan Ólafsson Benóní Torfi Eggertsson Bjarki Bjarnason Jóhann Unnsteinsson Theodór S. Sigurbergsson Guðmundur Kjartansson Óskar Sverrisson Hilmar A. Alfreðsson Margret G. Flóvenz Arnar Árnason Ómar H. Björnsson Lárus Finnbogason Helga Harðardóttir Guðrún Torfhildur Gísladóttir Björg Sigurðardóttir Jón Sigurður Helgason Agnar Már Olsen Ólafur Gestsson Bogi Nils Bogason Guðjón Jóhannesson Anna Þóra Benediktsdóttir Kristófer Ómarsson Hafdís Böðvarsdóttir Sigrún Guðmundsdóttir Regína Fanný Guðmundsdóttir Ragna H. Hjartardóttir Jón Rafn Ragnarsson Berglind Hákonardóttir Stefán Þórhallur Björnsson FLE janúar 2009 «17

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.