FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 13

FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 13
slíks kæmi að hafa um það samráð við þá aðila sem við hugsanlega vildum kalla til samstarfs. Hópurinn taldi samræmingu á ýmsum vinnu- brögðum, mikilvæga meðal félagsmanna ekki síst í endurskoðuninni og að félagið hefði hlut- verki að gegna í því sambandi. Þá lagði hópurinn til að siðanefndin yrði varanleg og að sérstak- lega yrði tekið á kynningarstarfi út á við svo sem með útvíkkuðu hlutverki ritnefndar. I tillögum til breytinga á samþykktum sem lagðar verða fyrir fundinn hér á eftir er lagt til að siðanefnd verði gerð að einni af fastanefndum félagsins og að nafni ritnefndar verði breytt og hlutverk henn- ar aukið þannig að það taki einnig til kynningar- mála. Síðasti hópurinn fjallaði ekki um ákveðinn þátt í starfsemi félagsins heldur um þjónustu þess út frá mismunandi þörfum félagsmanna. Hópurinn nefndi sem eitt af því sem væri í góðu lagi að við værum með eitt félag fyrir alla endur- skoðendur. Þá benti hópurinn á nauðsyn þess að fjölga stöðugildum hjá félaginu m.a. vegna aukinna verkefna. Einnig var bent á að mik- ilvægt er að sjónarmið „allra hópa" komi fram í nefndarstarfi félagsins og þá ekki síst í mennt- unarnefnd. Hópurinn taldi þó ekki ástæðu til að deildaskipta félaginu. Stefnumótunarvinnu félagsins er engan veg- inn lokið þó að búið sá að skerpa á meginlín- um. Stefnt er að því að FLE verði áfram félag allra endurskoðenda hvort sem þeir hafa lagt inn réttindi sín eða ekki. Sú menntun og reynsla sem býr að baki þegar menn hafa einu sinni hlot- ið löggildingu sem endurskoðendur er bæði sér- stök og verðmæt. ( þeim tillögum á breytingum sem liggja fyrir á samþykktum félagsins þá er ekki gert ráð fyrir að breyting verði gerð á því fyrir hverja félagið er, né hverjir eigi þar rétt til félagsaðildar. Nafn félagsins breytir þar engu um. Þjónusta sem félagsmenn þurfa og vilja fá er forgangsverkefni og er brýnt að taka þar mið af mismunandi þörfum ekki síst hvað varðar endurmenntun. Faglegt hlutverk félagsins er sem fyrr einn af hornsteinum þess. Félagið þarf að þróast með starfsumhverfi okkar og auk þess er brýnt að saga þess, hefðir og gildi séu varðveitt. í Ijósi lögboðins hlutverks FLE og þeirra óska sem félagsmenn hafa um þjónustu, er Ijóst að auka þarf starfsemi félagsins. Þá hefur það ver- ið rætt að ýmis verkefni stjórnar félagsins megi flytja til framkvæmdastjóra. Tveir starfsmenn eru hjá FLE og eru báðir í 60% starfi. Allt til 1. febrúar 2005 var einungis einn starfsmaður hjá félaginu, þegar ráðinn var faglegur fram- kvæmdarstjóri í 60% starf. Með þeirri ráðn- & maturinn ekki að koma? FLE janúar 2009 »13

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.