FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 15
Fyrrum formenn FLE þeir Rúnar Bjarni Jóhannesson og Geir Geirsson.
slíkan vanda og áhrif þess sem það gæti haft á
alþjóðlega fjármálamarkaði.
Takmörkun á ábyrgð endurskoðanda er þó
hvorki ætlað að ná til tjóns sem hefur orðið
vegna ásetnings endurskoðanda, né að slík tak-
mörkun komi ekki í veg fyrir að sá sem hefur orð-
ið fyrir tjóni fái sanngjarnar bætur.
Af þessum ástæðum hefur ESB sett fram til-
mæli til aðildarríkjanna um að skaðabótaá-
byrgð endurskoðenda skráðra fyrirtækja verði
takmörkuð.
Helstu atriði í tilmælunum:
Hámark bótaskyldu
Hámark bótaskyldu miðist við einhverja fasta
fjárhæð, eða sé ákvarðað með einhverri tiltek-
inni formúlu, þ.e. geturverið breytileg eftir stærð
fyrirtækja eða umfangi endurskoðunarinnar.
Hlutfallsleg skaðabótaskylda - ekki ótak-
mörkuð ábyrgð með öðrum aðilum máls
Endurskoðandi verði einungis krafinn bóta
með tilliti til þess þáttar sem hann átti í tjóni
fyrirtækis, en beri ekki óskipta ábyrð á heildar-
tjóninu með öðrum aðilum máls.
Samningsatriði
Hámark bóta getur verið samningsatriði milli
endurskoðanda og viðkomandi félags í þeim
nkjum sem heimila einungis lögsókn af hálfu
fyrirtækis gegn endurskoðanda, en ekki ein-
stakra hluthafa eða þriðja aðila. Slíkur samn-
ingur þarf að hljóta samþykki stjórnenda fyrir-
tækis og eftirlitsaðila (endurskoðunarnefnd-
ar). Einnig þarf samþykki hluthafafundar og að
samningsins sé síðan getið í skýringum við árs-
reikninginn.
Niðurfelling á endurskoðunarskyldu
minni félaga
í dag eru öllum félögum samkvæmt ársreikn-
mgalögum skylt að láta endurskoða ársreikninga
sina, en félög sem ekki fara fram úr tvennum af
eftirfarandi stærðarmörkum tvö ár í röð geta í
stað endurskoðenda kosið skoðunarmann til að
endurskoða ársreikning:
* eignirnema 120.000.000 kr.,
* rekstrartekjur nema 240.000.000 kr.,
* fjöldi ársverka á reikningsári er 50.
I nýjum lögum um endurskoðendur er tekið fram
að engir nema endurskoðendur megi endur-
skoða ársreikninga sé endurskoðun félaga lög-
boðin. Því þarf að breyta ársreikningalögunum
að minnsta kosti þannig að ákvæði um end-
urskoðun skoðunarmanna verði felld niður. Auk
þess þarf að fjalla um það hversu víðtæk endur-
skoðunarskyldan eigi að vera gagnvart minni
félögum og setja einhver mörk eða viðmiðun
að því leyti, ef ekki er vilji til að viðhalda endur-
skoðunarskyldunni gagnvart öllum félögum eins
og núverandi ákvæði í lögunum gerir ráð fyrir.
Ef áðurnefnd stærðarmörk í ársreikningalögum
verða notuð áfram og endurskoðunarskyldan í
þeim felld niður myndi sú ráðstöfun ná til yfir
90% allra skattskyldra félaga samkvæmt upp-
lýsingum frá ríkisskattstjóra.
Á hinum Norðurlöndunum hafa Danir og Finn-
ar sett frekar lág stærðarmörk gagnvart félögum
sem undanþegin eru endurskoðunarskyldu, hjá
Dönum er miðað við veltu um 3 milljónir DKK,
eignum um 1,5 milljónir DKK og 12 starfsmenn.
Finnar hafa svipuð lágmörk. Svíar virðast hins
vegar stefna á talsvert hærri mörk, en Norðmenn
vilja viðhalda óbreyttri endurskoðunarskyldu.
Æskilegt er að félagsmenn ræði um slík stærð-
armörk og komi skoðunum sínum á framfæri við
stjórn félagsins, en nefnd á vegum Fjármálaráðu-
neytisins er einmitt nú að störfum og er henni
ætlað að setja fram tillögur sem snúa að endur-
skoðunarþættinum í ársreikningalögunum.
„An Audit is an Audit"
I tengslum við umræðu um endurskoðunar-
skyldu minni félaga, hefur mikil umræða farið
fram um endurskoðun þessara fyrirtækja með
hliðsjón af kröfum um beitingu alþjóðlegra endur-
skoðunarstaðla jafnt á þessi félög sem stærri fé-
lög. Margir hafa haldið fram að erfiðleikum sé
háð að endurskoða minni fyrirtæki í samræmi
við slíka staðla og það muni hafa í för með sér
verulega aukinn kostnað fyrir þessi fyrirtæki.
Því hafa verið settar fram tillögur um að útbúa
nýja staðla sem eigi sérstaklega við endurskoð-
un minni fyrirtækja, svokallaðra „Audit light"
staðla. Alþjóðasamband endurskoðenda, IFAC,
nefur sett sig á móti slíkum hugmyndum og
haldið fast við að endurskoðun sé endurskoðun,
og eigi sem slík að veita sömu tryggingu gagn-
vart reikningsskilum allra fyrirtækja, óháð stærð
þeirra. Lét IFAC af þessu tilefni útbúa leiðbein-
ingabækling um hvernig beita megi ISA stöðlum
við endurskoðun minni fyrirtækja. Sumum þykir
þessi leið einnig langsótt, enda er bæklingurinn
samtals um 400 blaðsíður að stærð. Þennan
bækling má nálgast á heimasíður IFAC.
I tengslum við þessa umræðu hefur komið
fram að í mörgum löndum, m.a. á hinum Norður-
löndunum, sé tilhneiging löggjafans að létta
endurskoðunarskyldunni af minni félögum í
samræmi við stefnumörkun um að einfalda
lagaramma og skyldur minni félaga til að gera
þau samkeppnishæfari á alþjóðlegum markaði.
FLE fyiétUA jariúar 2009 »15