FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 27
umsögn dómnefndar um ársskýrsluna voru m.a.
að „Umfjöllun um samfélagslega ábyrgð er góð.
Reikningarnireruskýrirog vel framsettir". Lands-
banki Islands hlaut verðlaunin. Þá voru 26 dagar
i bankahrunið mikla. Kannski hvíldi bankaleynd
yfir ársreikningnum og því fór sem fór.
En nú að sjálfri golfkeppninni. Alls mættu 20
endurskoðendur til leiks og aðeins einu sinni
áður hafa keppendur verið fleiri. Flestum að
óvörum, miðað við fyrri reynslu og árstima, þá
var veðrið eins hagstætt og hugsast gat. Logn
og hlýtt og fallegt veður þannig umhverfið allt
skartaði sínu fegursta. Allir luku leik og nutu
dagsins. Um framkvæmd mótsins sáu Ivar Guð-
mundsson og greinarhöfundur. I mótslokin fór
fram verðlaunaafhending og úrslit kynnt og
ekki spillti fyrir við verðlaunaafhendinguna að
fyrirtækið Bakkus ehf. lagði til eitthvað renni-
legt í verðlaun auk þess sem gull, silfur og brons
medalíur komu frá okkur. Golfmeistari FLE árið
2008 er Ragnar Bogason sem nú sigraði í fyrsta
sinn á þessu móti. Ragnar Bogason lék einnig
best án forgjafar og varð því tvöfaldur sigurveg-
ari. íþróttasíða FLE frétta óskar Ragnari til ham-
ingju með meistaratitilinn. Öldungameistari (55
ára og eldri) varð Guðmundur Frímannsson og
hann fær sömuleiðis hamingjuóskir.
Hefð er komin á golfferð endurskoðenda
til Skotlands í maí hvert ár. Ellefta vorferð FLE
golfara var farin dagana 8.-15. maí 2008 og í
þetta sinn var ferðinni heitið á golfhótel í ná-
munda við borgina Glenrothes í Perth héraði.
Fyrir tæpum 10 árum hafði golfhópurinn komið
á þær slóðir sem nú skyldi haldið á. Glæsilegur
golfvöllur og forn hótelbygging hafði síðan virk-
að sem segull á nokkra í hópnum og nú skyldi
haldið á þessi mið. Áfangastaðurinn eða hótelið
heitir Balbirnie House, sveitasetur eða bústað-
ur heldri manna frá árinu 1777. Hótelbygging-
in er nú í hópi þeirra bygginga á Skotlandi sem
uiest varðveislugildi hafa (Grade A), bæði vegna
sögulegrar þýðingar og eins vegna byggingalist-
arinnar. Húsið er með fyrstu húsum í Skotlandi
sem byggt var eftir klassískum (grískum) stíl og
að auki líklega það stærsta. Þó greinilega hafi
sitthvað verið gert fyrir húsið frá fyrstu dög-
þá má enn merkja gömlu tímana, notalegt
marr í trégólfum á göngum og í stigum. En þó
i°tnt sé þá er aðstaðan öll notaleg og gott úr-
Eldri endurskoðandi sólarsig i hallargarðinum við Balbirnie hótelið.
val Malt Whisky prýddi barveggina í upphafi og
tilveran þarna ekkert annað en himnesk hvíld
frá öllu áreiti hins daglega lífs í sundurtættum
fjármálaheimi. Burt frá öllum skarkala og áreiti
stórborga þá er hótelbyggingin umlukin hæð-
óttu skóglendi í eigin hallargarði sem er um 170
hektarar að stærð. Sett í stærri tölur þá nálgast
stærðin að vera 1.700.000 fermetrar. Dálaglegt
skóglendi það. Fjölmargar trjátegundir ókunnar
norðlægari slóðum eru í þessum garði og heit-
in á þeim óþekkjanleg fyrir golfáhugamenn frá
fslandi. Fjölmargar tegundir alparósa eru enn-
fremur í þessum garði og þykir fjölbreytileiki
þeirra vera með því mesta sem gerist á Skot-
landi.
( þessari landslagsparadís fundum við einn-
ig aðra paradís og hana ekki síðri. Veðurfars-
lega paradís. Ekki dropi úr lofti nema eina nætur-
stund, smávæta. Létt skýjafar flesta morgna en
sólfar ágætt um eftirmiðdagana. Ekki hreyfði
vind allan tímann sem við vorum þarna. Óvana-
legt fyrir Skotland sem oft er talið vera bæði
regn- og vindasamt. En ekki þessa viku. Óhætt
er að fullyrða að veðurfarslega var þetta best
heppnaða ferðin til Skotlands en um leið er líka
ástæða til að láta það koma fram að almennt
höfum við verið mjög heppnir með veður og
aldrei hefur komið sá dagur öll þessi ár að við
höfum þurft að sleppa því að leika golfi einhvern
daginn vegna veðurs.
Við vorum 16 endurskoðendur sem fórum
í golfferðina til Skotlands og dvöldum í góðu
yfirlæti á Balbirnie hótelinu. Sérstaka ánægju
vakti það með okkur að hótelið var í ferli að ná
FLE jytéiU janúar2009 • 27