FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 21

FLE fréttir - 01.01.2009, Blaðsíða 21
HaustráSstefna FLE Haustráðstefna félagsins var haldin 14. nóv- ember síðastliðinn. Nefndarmenn höfðu lagt áherslu á að drög að dagskrá ráðstefnunnar yrði tilbúin fyrir sumarleyfi. Þar sem hlutabréf og hlutabréfamarkaður hafði verið og var mikið i umræðu manna á meðal var ákveðið að ráð- stefnan yrði tileinkuð því málefni með yfirskrift- inni „Hlutabréfamarkaðurinn". Okkur hafði tek- ist að fá fyrirlesara í nánast öll málefni ráðstefn- unnar, enda margt ágætis fólk starfandi í þess- um geira, sem hafði mikla þekkingu á málefninu og var tilbúið að deila henni með félagsmönn- um. ( byrjun októbermánaðar skall ógæfan yfir og allir viðskiptabankar þjóðarinnar urðu gjald- þrota. Þessar hremmingar höfðu þau áhrif að hlutabréfamarkaður landsins gerbreyttist og stór hluti hlutabréfa á markaði varð verðlaus eða lækkaði verulega í verði. Vegna þessarar stöðu mátti nánast segja að fyrirliggjandi drög að haustráðstefnu félagsins og yfirskrift hennar ætti ekki lengur við. Við ákváðum þó að bíða út mánuðinn í þeirri von að staðan væri skýrari þá. I októberlok var Ijóst að ekkert hafði breyst þannig að dagskrá ráðstefnunnar þurfti að breyta í samræmi við stöðu mála. Yfirskrift ráð- stefnunnar var breytt í „Hlutabréfamarkaður- inn - hrun og endurreisn". Rætt var við þá að- ila, sem höfðu samþykkt að vera með fyrirlest- ur samkvæmt fyrri dagskrá. Sumir þessara að- ila voru reiðubúnir að halda sínu striki og haga fyrirlestrinum í samræmi við nýja yfirskrift, aðrir sögðu sig frá málinu enda ekki lengur í sömu stöðu eins og áður. Leitað var til nýrra aðila um fyrirlestur og tókst það ótúlega vel. Ráðstefnan hófst kl 8:30 með ávarpi Mar- gretar G. Flóvenz formanns félagsins, sem setti fundinn. Ráðstefnustjóri var Eggert Teitsson, endurskoðandi. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptráðherra ávarpaði ráðstefnugesti stuttlega og ræddi ástand í fjármálum og þá ágjöf sem þjóðin þarf að berjast gegn. Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX á íslandi, ræddi sögu Kauphallarinnar, þróun hlutabréfamarkaðs á undanförnum árum, nú- verandi stöðu í Ijósi kreppunnar og hvernig stefnt verði að endurreisn hlutabréfamarkaðar- ins á Islandi. Þó að hlutabréfamarkaðurinn væri í algeru lágmarki nú þá sagði hann að skuldbréfa- markaðurinn væri mjög virkur og yrði það lík- lega áfram. Hann taldi að jafnvægi í efnahagslífi landsins yrði liklega náð í lok ársins 2010. Guðríður Ásgeirsdóttir, sérfræðingur á skrán- ingasviði NASDAQ OMX á (slandi, fjallaði um upplýsingaskyldur þær sem hvíla á félögum sem skráð eru á markaði og úrvinnslu Kauphallarinn- ar úr þeim á grundvelli laga nr. 108/2007. Eftir stutt kaffihlé, tók Gylfi Zoega, prófessor við Háskóla Islands til máls og ræddi um „Stóru bólu". Hann rakti orsök þeirrar alþjóðlegu fjár- málakreppu sem nú hrjáir heiminn, tilurð henn- ar orsök og afleiðingar. Hann sagði að ekki væri séð fyrir endann á þessari þróun og enn ætti ástandið eftir að versna. Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur, ræddi um upplýsingar í ársreikningum félaga á mark- aði og gagnsemi þeirra fyrir greiningaraðila. Hún fjallaði um ársreikninga þessara félaga, hrun íslenska fjármálakerfisins og varpaði fram spurningunni: Gáfu skýrslurnar einhverjar vís- bendingar um það sem í vændum var? Næst tók til máls Ásgeir Jónsson, forstöðu- maður greiningardeildar Nýja Kaupþings banka hf. Hann ræddi um stöðu og framtíð á hluta- bréfamarkaði í Ijósi nýliðinna atburða í þjóð- félaginu. Hann taldi að langur tími myndi líða þar til íslenskur verðbréfamarkaður getur unn- ið traust að nýju. Virkur hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaður er forsenda þess að fyrirtæki geti sótt fjármagn til vaxtar og fyrir hagkvæmri fjármögnun ríkisins og vaxtamyndun á hinu ís- lenska myntsvæði. Stefán Svavarsson, aðalendurskoðandi hjá Seðlabanka (slands, tók því næst til máls og snéri mál hans að reikningsskilum banka á mark- aði og um eftirlitsaðila með reikningsskilum þ.e. stjórnir, endurskoðendur, fjármálaeftirlit og árs- reikningaskrá. Einnig ræddi hann meginviðhorf til staðla IASB og mismunandi reikningsskilaað- ferðir í uppgjörum bankanna. Ólafur Viggó Sigurbergsson, formaður mennt- unarnefndar FLE Eftir hádegisverðarhlé tók Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital til máls. Hann fjallaði um þróun íslensks hlutabréfamark- aðar frá frumbernsku, hvernig fsland fór úr því að vera markaður með sjávarútvegsfyrirtæki í að vera markaður með fjármálaþjónustufyrir- tæki. Hvert er liklegt framhald, er hægt að breyta markaðnum til að þjóna úgefendum og fjárfestum til jafns? Hann telur að lausnin felist m.a. í því að fá stór og stöndug fyrirtæki til skrá sig á hlutabréfamarkað. Næst síðastur á mælendaskrá var Geir Geirs- son, endurskoðandi hjá ársreikningaskrá RSK. Hann lýsti í sinni ræðu eftirlitshlutverki ársreikn- ingaskrár þ.e. eftirliti með ársreikningum og skilum á þeim, eftirliti á árs- og árshlutareikn- ingum skráðra félaga og beitingu sekta og við- urlaga o.fl. því tengdu. Síðasti ræðumaður dagsins var Vilhjálm- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjár- festa. Hann ræddi m.a. sjónarmið hins almenna f'i/f . w I ! / H \ Margrét Pétursdóttir fv. formaður mennt- unarnefndar FLE. FLE j/iéiU. janúar 2009 »21

x

FLE fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE fréttir
https://timarit.is/publication/1809

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.