Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1977, Síða 203
193
inndregin eða rishæð, nema sýnt sé, að annað eigi betur við í einstökum
tilfellum. Sé gólf ofan kjallara meira en 1,5 m fyrir ofan yfirborð
aðliggjandi götu, skoðast kjallarinn sem sérstök hæð gagnvart ákvæðum
um hámarkshæð. Ef um afbrigðilega lofthæð er að ræða í fyrirhuguðum
nýbyggingum, þarf að taka sérstaka afstöðu til heildarhæðar þeirra.
Almennt má segja, að reynsla liðinna ára af þróun gróinna þorgarhverfa
sýni, að óraunhæft sé að gera ráð fyrir mjög örum breytingum á heildar-
yfirbragði þeirra. Þetta á við um hæðir bygginga, gerð þeirra og útlit.
Lögð er því áherzla á, að fyllsta samræmis sé ætíð gætt milli nýbygginga
og þess umhverfis, sem fyrir er, og að form einstakra mannvirkja sé
ætxð í auðskildu samhengi við heildaryfirbragð viðkomandi hverfis og
bor garhluta.
Sé reglum um aukna nýtingu á framkvæmdasvæðum beitt er ef til vill
eftirsóknarvert að t.d. íbúðarhúsnæði skeri sig frá annarri starfsemi,
væri þá hægt að leyfa hámark 7 hæðir, en þó væri 3-4 hæða byggð hin
almenna regla.
Bifreiðastæði:
Ekki verði leitast við að koma fyrir fleiri bifreiðastæðum á svæði,
sem afmarkast af Snorrabraut, Hringbraut, Suðurgötu, Garðastræti,
2
Tryggvagötu og Skúlagötu, en nemur 1 stæði á hverja 150 m x atvinnu-
húsnæði og 1 stæði fyrir hverja íbúð. Gjöld fyrir bifreiðastæði vegna
nýbygginga á svæðinu séu miðuð við 1 bifreiðastæði á hverja 50 m í
atvinnuhúsnæði og 1 stæði á hverja íbúð og séu umframbifreiðastæði
skipulögð fyrir utan athugunarsvæðið í góðum tengslum við almennings-
vagnakerfið.
Leitast sé við að skipuleggja bifreiðastæði saman á svæðum utan gatna,
þannig að sérstök stæði séu ekki merkt ákveðnum bifreiðum. Engin bifreiða-
stæði skulu staðsett á hraðbrautum, tengibrautum né helztu safnbrautum
og útlit bifreiðastæða utan gatna bætt til muna. Borgaryfirvöldum skal
heimilt að takmarka stöðutíma á öðrum svæðum en íbúðasvæðum inni á svæðinu
t.d. með því að setja upp stöðumæla.