Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Side 12
10 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Söngur, ávörp og ný heimasíða félagsins opnuð Sérstök hátíðardagskrá í tilefni alþjóðlegs dags hjúkrunarfræðinga tók við af loknum aðal- fundarstörfum. Sigga Eyrún, Bjarni Snæbjörns og Kalli Olgeirs spiluðu nokkur bráðskemmtileg lög fyrir viðstadda. Ný heimasíða félagsins var formlega opnuð og fór Ari Brynjólfsson, kynningarstjóri félagsins, yfir nokkrar breytingar á vefnum, má þar helst nefna bætt viðmót og leit í kjarasamningum. Að því loknu tóku við ávörp. Ávörpin voru fimm talsins og þau fluttu: Kristófer Kristófersson, fulltrúi nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga. Ingunn Stefánsdóttir, formaður Curators, nemendafélags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands. Erla Salome Ólafsdóttir, formaður Eirar, félag heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri. Ólafía Daðadóttir, fulltrúi nýútskrifaðra úr námi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands – önnur háskólagráða. Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Viðstaddir voru sammála um að fundurinn hefði heppnast vel og þar fyrir utan er líka gaman að koma saman, hittast og ræða málin. Ari kynningarstjóri félagsins og Helga Rósa sem er nýr sviðsstjóri fagsviðs Fíh. Kristófer, nýr varamaður í stjórn Fíh og Sölvi sem er í almennu ritnefnd Tímarits hjúkrunarfræðinga. Ljúfir tónar í lok dags. Hulda Björg og Halla Eiríksdóttir. Guðrún Yrsa, Ásdís, Hulda og Guðlaug. Harpa Ólafsdóttir, starfandi sviðsstjóri kjara- og réttindasviðs Fíh og Bylgja Kjærnested, deildarstjóri hjartadeildar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.