Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Page 17
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 15 Hjúkrunarfræðingur í öðru landi langaði að læra meira. Aðstaðan á sjúkrahúsinu í Tansaníu var mjög ólík því sem ég átti að venjast, það voru til dæmis engin lyf eða útbúnaður á spítalanum. Sjúklingar þurftu að treysta alfarið á aðstandendur að kaupa það sem vantaði hvort sem það voru verkjalyf eða þvagleggur. Það voru kannski tuttugu sjúklingar á einni deild, allir í sama rými og ekki pláss eða möguleiki á að virða einkalíf sjúklinga. Þegar ég fór svo ári seinna í gegnum kúrsinn í norska háskólanum áttaði ég mig betur á hvernig heilbrigðiskerfið þarna var uppbyggt og hversu mikið þrekvirki starfsfólkið vinnur á hverjum degi við erfiðar aðstæður. Hvers vegna fluttir þú til Svíþjóðar? Ég ákvað að fara í masters-nám í alþjóðalýðheilsuvísindum (global health) og flutti ein út haustið 2018. Ég var ekki búin að reikna út hvað ég fengi í námslán áður en ég fór en ég hafði verið að vinna mikið og fékk þar af leiðandi ekki nógu há námslán til að geta lifað af þeim. Ég varð því að fá mér vinnu með náminu og fór að vinna á smitsjúkdómadeild á Akademíska sjúkrahúsinu í Uppsölum. Ég var þar í tímavinnu með náminu á mjög stórri deild, kosturinn við það var að ég gat valið mér vaktir. Ég fékk „Ég hef alltaf haft áhuga á hjálparstarfi og stefni á að vinna fyrir samtök á borð við Lækna án landamæra …“ Hópurinn sem tók námskeiðið Tropical Medicine haustið 2017 í Tanga, Tanzaniu. bara fimm aðlögunarvaktir og var í upphafi ekki góð í sænsku, ég rataði varla um spítalann og kunni ekki vel á kerfið. Það voru alls konar praktísk atriði sem ég vissi ekki og hafði hreinlega ekki orku í að hugsa um, ég var gjörsamlega búin á því við að koma mér inn í allt til að byrja með. Ég fékk launin til dæmis send í pósti fyrstu mánuðina, í marga mánuði vissi ég ekki að ég fengi ekki matartímana borgaða og að ég væri ekki skráð í stéttarfélag. Ég þurfti bara að koma mér inn í allt og redda mér en Svíar eru mjög þolinmóðir og veittu mér stuðning og einnig sjúkraliðar sem komu frá öðrum löndum til að vinna á spítalanum. Þeir höfðu upplifað það að vera í mínum sporum og voru mjög hjálplegir. Ég tók vaktir á deildinni með náminu en þegar ég var á síðustu önninni í háskólanum og bara að skrifa lokaverkefnið mitt skall heimsfaraldurinn á. Hvernig var að starfa á smitsjúkdómadeild í Svíþjóð í heimsfaraldri? Ég var upphaflega forvitin og því tilbúin að taka allar vaktir sem ég gat á smitsjúkdómadeildinni en þetta voru skrítnir tímar og það gerðist allt mjög hratt. Viðbrögðin við auknum smitum voru allt önnur í Svíþjóð en heima á Íslandi, ég fylgdist vel með fréttum og á meðan verið var að loka öllu heima var allt opið í Svíþjóð; barir, líkamsræktarstöðvar og aðrir staðir þar sem margt fólk kom saman og smithættan var mikil. Ég upplifði mjög blendnar tilfinningar og fannst Svíar ekki bregðast nógu hratt við því sem var að gerast. Ég sá í mínu starfi á smitsjúkdómadeildinni hvaða áhrif Covid hafði og á sama tíma vissum við lítið um sjúkdóminn, einkenni hans og útbreiðslu. Þetta gerðist allt svo hratt, nánast á einni

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.