Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Qupperneq 31
2. tbl. 99. árg. 2023 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 29 Hvað varð til þess að þú valdir hjúkrun frekar en eitthvert annað nám? Ég veit eiginlega ekki hvers vegna hjúkrun varð fyrir valinu. Það var að einhverju leyti praktísk ákvörðun því ég sá fyrir mér að geta fengið vinnu hvar sem er í heiminum. Mig langaði líka að vinna með fólki og þó að ýmislegt annað hafi komið til greina var ég ákveðin í að velja ekki nám sem leiddi til starfa við kennslu. Ég ætlaði alls ekki að verða kennari en það er jú einmitt það sem ég er í dag. Framhaldsnám? Þverfaglegt meistaranám í verkjafræðum frá Háskólanum í Cardiff í Wales 2005. Doktorspróf frá Hjúkrunarfræðideild HÍ 2014. Hvar starfar þú í dag og hvað myndir þú segja að væri það besta við starfið? Ég starfa við Háskólann á Akureyri sem dósent og deildarforseti Framhaldsnámsdeildar í heilbrigðisvísindum. Það er margt skemmtilegt við starfið en hvetjandi starfsumhverfi og möguleikar til að þróast í starfi er það sem vegur þyngst. Í starfi mínu fæ ég tækifæri til að taka þátt í að mennta framúrskarandi hjúkrunarfræðinga framtíðarinnar. Draumastarfið þitt innan hjúkrunar? Ég á erfitt með að nefna eitthvert eitt draumastarf og það má segja að ég hafi gegnt mörgum draumastörfum innan hjúkrunar í gegnum tíðina. Hef starfað mikið í kringum fólk með verki af ýmsum toga, í tengslum við skurðaðgerðir, langvinna verki og verki af völdum krabbameins. Ég starfaði einnig um árabil í Heimahlynningu á Akureyri við hjúkrun og líknar- og lífslokameðferð fólks með langvinna og lífsógnandi sjúkdóma. Í því starfi finnst mér ég hafa komist næst kjarna hjúkrunar á starfsferli mínum. Bestu eða skemmtilegustu vaktirnar/vinnudagarnir? Það eru dagarnir þar sem allt gengur upp og ég næ að tæma verkefnalista dagsins sem gerist reyndar allt of sjaldan. Hefur þú farið erlendis að starfa sem hjúkrunarfræðingur? Já, ég flutti til Lundar í Svíþjóð strax eftir útskrift. Byrjaði þar að vinna í tæpt ár á hjúkrunarheimili á meðan ég var að læra tungumálið. Flutti svo yfir á vökudeild þar sem ég starfaði í fimm ár og síðan á taugalækningadeild síðustu tvö árin sem ég bjó þar. Ég vann líka eitt sumar á líknardeild í Noregi. Hvaða ráð myndir þú gefa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum? Sinnið starfinu af ástríðu og hugrekki, hjúkrið með hjartanu og verið málsvarar skjólstæðinga ykkar. Haldið áfram að afla ykkur þekkingar, fylgist með nýjustu rannsóknum í faginu, takið þátt í stefnumótun og verið virk í að innleiða nýja þekkingu í klínísku starfi. Ekki þó gleyma sjálfum ykkur, setjið súrefnisgrímuna á ykkur fyrst, stundið sjálfsrækt og sjálfsmildi. Hvernig var upplifunin af því að fara í myndatöku fyrir ímyndarherferð Fíh? Bara skemmtilegt, það var svolítið kalt þar sem myndatakan fór fram úti síðla dags í byrjun febrúar. Hver er þín fyrirmynd í faginu? Ég á margar fyrirmyndir í faginu sem ég hef kynnst í starfi eða lesið um og finnst erfitt að nefna einhverja eina. Kannski má nefna sjálfa Florence Nightingale sem hefur verið mér mikilvæg fyrirmynd síðan ég áttaði mig á því að hún var ekki fórnfús engill í mannsmynd eins og kemur fram á myndinni af konunni með lampann. Hún hjúkraði vissulega með hjartanu en hún var líka vísindamaður og greinandi umbótasinni sem vann ötullega við að afla þekkingar sem hún þróaði og nýtti í starfi. Framúrskarandi eiginleikar í starfi að þínu mati? Góð samskiptahæfni, hugmyndaauðgi sem byggist á þekkingu, ásamt sjálfstæði í starfi og hugrekki til að stíga fram sem talsmaður skjólstæðinga sinna. Hver er draumurinn? Þeir eru svo margir, til dæmis að fá áfram tækifæri til að þróast í starfi og láta gott af mér leiða. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Stefni á að flækjast eitthvað um hálendi Íslands og vonandi næ ég að ganga á einhver fjöll. Í ágúst er svo ferðinni heitið til Vínar í Austurríki í brúðkaup sonar míns og þarlendrar kærustu hans. Ráðleggur nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum að sinna starfinu af ástríðu og hugrekki Þorbjörg Jónsdóttir fædd 2. október árið 1961. Hvenær útskrifaðist þú úr hjúkrunarfræði? Ég útskrifaðist úr HÍ árið 1985.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.