Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 56
54 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 99. árg. 2023 Sóley Sesselja Bender er prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Landspítalann. 50 ár eru liðin á þessu ári frá því að hjúkrunarfræðinám hófst á háskólastigi við HÍ. Sóley hefur í áratugi rannsakað kynheilbrigðismál ungs fólks á Íslandi Hvað kemur upp í hugann þegar þú hugsar 50 ár aftur í tímann þegar þú varst ein af fyrstu nemendum í hjúkrunarfræðinámi þegar það fór á háskólastig? Mér fannst spennandi að fara í nám sem var nýtt innan Háskóla Íslands. Við vorum nokkrar úr mínum bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem höfðum áhrif hver á aðra. Ég var reyndar búin að ætla mér að fara í sjúkraþjálfun í Noregi og til að undirbúa mig undir það vann ég á Grensásdeild Borgarspítalans sumarið 1973. Þar kynntist ég erfiðum aðstæðum fólks eftir veikindi eða slys sem þurfti á endurhæfingu að halda. Að þínu mati, hvaða breytingar í heilbrigðiskerfinu eða á spítalanum hafa haft jákvæðustu áhrifin á starf hjúkrunarfræðinga og jafnvel sjúklinga? Spurningin er ansi víðfeðm því ýmsar breytingar hafa orðið á heilbrigðiskerfinu en hvort þær hafi haft jákvæð áhrif á störf hjúkrunarfræðinga er hins vegar óvíst. Það varð heilmikil breyting við það að sameina spítalana á höfðborgarsvæðinu og fólk hafði skiptar skoðanir á því. Einnig hefur með árunum verið vaxandi áhersla á geðheilbrigðismál og samsetning þjóðarinnar hefur verið að breytast sem kallað hefur á öflugri öldrunarþjónustu á heimilum og utan þeirra. Heilsugæslan hefur einnig verið í mikilli þróun og fengið stór verkefni í fangið. Á örlagatímum eins og í heimsfaraldrinum stigu hjúkrunarfræðingar fram og sýndu þjóðinni hversu öflugir þeir eru. Það sem vakti fyrir þeim var heilsa þjóðarinnar. Út frá sjónarhorni hjúkrunarfræðinga held ég að það sem skipti mestu máli varðandi vellíðan og ánægju í starfi sé að vera vel metinn, hafa tök á því að þróa sig í starfi og fá tækifæri og stuðning til að prófa nýja hluti. Gott samstarf við aðrar heilbrigðisstéttir er einnig dýrmætt til að leysa ýmiss vandamál skjólstæðinga okkar. Ánægja hjúkrunarfræðinga í starfi skilar sér í bættri heilbrigðisþjónustu. Hefur margt breyst í náminu við HÍ frá því að þú settist þar fyrst á skólabekk? Ég tel að lagður hafi verið mjög góður grunnur að náminu frá upphafi og margt af því er enn við lýði. En auðvitað, á þessum fyrstu árum, var námið mjög mikið í mótun. Með náminu var lögð rík áhersla á gagnrýna og sjálfstæða hugsun og vinnubrögð sem eiga við enn í dag enda grundvallarþættir allrar háskólakennslu. Bæði stjórnun og kennslufræði voru mikilvægar námsgreinar. Það vantaði mjög mikið kennara í ýmsum námsgreinum og því fengnir erlendir kennarar til að sjá um ákveðna kennslu. Má þar nefna námskeiðið í stjórnun en Áfram virk á sínu fræðasviði en ætlar að njóta lífsins meira Sóley Sesselja Bender var í fyrsta útskriftarárgangi hjúkrunarfræði við HÍ Viðtal: Margrét Stefánsdóttir | Myndir: Úr einkasafni 50 ára afmæli hjúkrunarfræði í HÍ Sóley Sesselja Bender er prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands og Landspítalann. „Ég mun því vera áfram virk á mínu fræðasviði en mun í vaxandi mæli geta notið þess að sinna heimili og barnabörnum en jafnframt að njóta náttúrunnar.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.