Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 64

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2023, Síða 64
62 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2 . tbl. 99. árg. 2023 góð leið til þess að auka möguleika til náms og samskipta við kennara í faraldrinum og sparaði jafnvel tíma: Það munar svo miklu […] að þurfa að keyra alla leið niður á Hringbraut, finna bílastæði, allt þetta fyrir korters, tuttugu mínútna, eða hálftíma fund, og svo alla leið til baka. Þetta sparar manni hellings tíma að nota þetta Zoom. (Viðtal 4.) Öðrum þótti fjarkennslan ópersónuleg og líkaði betur að hafa samskipti við kennara augliti til auglitis: „Það er þessi fjarlægð sem netið veitir manni eða gefur manni, maður fær ekki þennan „kontakt“ við leiðbeinendur.“ (Viðtal 4.) Margir nemendanna úr HÍ höfðu í fyrsta sinn aðgang að upptökum á fyrirlestrum á þessu tímabili. Þeir voru mjög ánægðir með þá breytingu og sögðu skólann hafa tekið stórt stökk í þróun fjarkennslu. HA var kominn lengra í rafrænum kennslulausnum og lýstu nemendur þaðan minni vandræðum út af fjarkennslu. Einn nemandi sagði: „Ég hugsa stundum: Hvernig komst ég í gegnum fyrra nám án þess að hafa aðgang að upptökum á öllum fyrirlestrum? Mér finnst það algjör snilld að hafa allar upptökur aðgengilegar og líka fyrir próf.“ (Viðtal 3.) Nemendum þótti gott að geta horft á upptökur þegar þeim hentaði, sérstaklega þeim sem áttu fjölskyldu. Aðrir óskuðu eftir kennslu í fjarfundarbúnaði í rauntíma þar sem kennari væri viðstaddur og hægt væri að hafa samskipti og spyrja spurninga. Einn nemandi sagði: „Maður tengir rosalega lítið við námsefnið við að horfa bara á upptökur. Mér finnst það ekki skemmtileg aðferð til að læra.“ (Viðtal 3.) Nemendurnir töldu að kennarar hefðu þurft að fá betri kennslu á þau forrit sem notuð voru og að ýmislegt hefði betur mátt fara í fjarkennslunni. Fyrir kom að kennarar nýttu gamlar upptökur og hljóðgæði þeirra væru léleg. Þá lýstu nemendur því að kennarar virtu síður tímamörk kennslustunda þegar um upptökur var að ræða og fyrirkomulag heimaprófa hafi leitt til óhóflegra langra prófa. Nemendunum gekk einnig misvel að aðlagast tæknilegum breytingum, þrír þeirra töldu tæknilegar leiðbeiningar og aðstoð vera ábótavant: „Það hefði líka mátt vera betri aðstoð við okkur, eldgömlu nemendurna, sem eiga erfiðara með tæknileg atriði, ég var í miklum vandræðum.“ (Viðtal 4.) Annar nemandi taldi þörf á aukinni námsráðgjöf samhliða fjarkennslu og sagði: „Ef það á að vera með mikla kennslu á netinu þá þarf að vera samhliða eitthvað námskeið um hvernig þú átt að læra heima, eða skipuleggja þig.“ (Viðtal 3.) Áskoranir í klínísku námi Klínískt nám þurfti einnig að aðlaga breyttum aðstæðum og óvissa skapaðist í kringum það. Flestir sögðu skipulagið hafa gengið vel miðað við aðstæður en töldu þó ástandið hafa haft talsverð neikvæð áhrif. Nokkrir nemendur urðu að gera hlé á klínísku námi þar sem lokað var fyrir aðgengi nemenda á sumum heilbrigðisstofnunum og ekki mátti fara á milli stofnana, bygginga eða deilda innan stofnana. Þeir nemendur sem voru í vinnu með námi þurftu að vera í klínísku námi á þeirri deild sem þeir unnu á til þess að geta lokið því. Það leiddi til þess að sumir tóku námið á deild sem þeim þótti ekki hafa skýra tengingu við innihald námskeiðsins sem þeir voru í: […] ég má allt í einu ekki lengur vera í verknámi og ég á að taka verknám annars staðar, þar sem ég vinn og eitthvað svona. Meikaði engan sens að vera að taka verknám á deild sem hefur ekkert að gera með það verknám sem ég átti að vera í. (Viðtal 2.) Nemendur ræddu einnig um að þeir hefðu lært minna í klínísku námi en þeir hefðu annars gert, þar sem námið var sundurslitið: Ég fékk að koma aftur í maí og taka þrjá [daga]. Þarna var verið að koma til móts við okkur og ég kann rosamikið að meta það, en það er samt […] mér finnst það ekki sambærilegt að fara á einhvern stað, byrja þar, þurfa svo að koma aftur og byrja upp á nýtt, miðað við að vera einhvers staðar í sex vikur. […] þetta er svo sem ekki kennurum að kenna, þetta er bara að COVID skemmdi fyrir mér þetta klíníska nám. (Viðtal 1.) Aðrir lýstu því hvernig námstækifærin breyttust: Svo skellur COVID á akkúrat þegar ég var að fara á heilsugæsluna og þá mátti ég ekki fara neitt […] maður átti að gera ungbarnamat [heilsufarsmat á barni], mér var sagt að finna mér dúkku og bara æfa mig þannig. (Viðtal 2.) Annar nemandi lýsti breyttum námstækifærum á jákvæðari hátt: „Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum einasta degi.“ (Viðtal 3.) Það gat verið erfitt fyrir nemendur að takast á við þær breytingar sem þurfti að gera innan heilbrigðisstofnana vegna faraldursins. Nemendur lýstu áskorunum í hjúkrun aldraðra, þar sem heimsóknarbann ríkti á hjúkrunarheimilum og það reyndist heimilisfólki erfitt: Þar ertu með fólk sem er kannski bara á síðustu metrunum og ég hef án djóks þurft að vera með deyjandi konu og barnabarnið hennar mátti ekki koma inn og ég þurfti að halda á iPad fyrir hana við andlitið á henni: „Segðu bæ við ömmu þína.“ (Viðtal 1.) Þrátt fyrir áhrif faraldursins á námið voru nemendur sammála um að COVID-19 hefði ekki breytt þeim framtíðaráformum sem þeir höfðu varðandi hjúkrun fyrir tíma faraldursins. Krefjandi tímar Að vera einn á báti Nemendurnir einangruðust félagslega en áttuðu sig ekki á því fyrr en eftir á hversu erfitt það var. Nemendur sem hófu nám eftir að faraldurinn hófst hér á landi sögðust ekki hafa náð að mynda tengsl við samnemendur og kennara fyrr en eftir að samkomutakmarkanir voru minnkaðar. „Ég myndi ekki segja að ég ætti samnemendur, það er ekki mín upplifun, ég á ekki samnemendur eftir þetta eina og hálfa ár í þessu. Maður er ekki að mynda neinn „kontakt“ við samnemendur, það hvarf alveg.“ (Viðtal 4.) Nemendur í staðarnámi töluðu sérstaklega um einmanaleika og félagslega einangrun. Þeir söknuðu umgengni við samnemendur og kennara og fannst að þeir hefðu í raun orðið fjarnemar þegar faraldurinn hófst. Einn nemandi sagði: „Það var það helsta sem mér fannst, það vantaði að hitta alla sem eru með mér í þessu og ræða málin.“ (Viðtal 1.) Áhrif COVID-19 faraldursins á líðan hjúkrunar- og ljósmóðurfræðinemenda og viðhorf þeirra til námsumhverfis í samkomutakmörkunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.