Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 32

Ský - 01.01.2015, Blaðsíða 32
32 | SKÝ 1. tbl. 2015 Guð. Allt snýst þetta um Guð. Hvað er Guð í augum guð­ fræðingsins? „Guð er eitthvað sem er okkur æðra, eitthvað sem við þráum og leitum eftir. Öðlist maður traust trúarinnar og sannfæringu, þá fylgir henni upplifun af samfylgd og leiðsögn; athvarf og styrkjandi návist á lífsgöngunni, í blíðu og stríðu með einhverju því móti sem skýrar verður upplifað en skilgreint.“ En hver var Jesús í huga Gunnlaugs? „Hann var í fyrsta lagi klárlega gyðingur. Hann var uppalinn í gyðinglegri trúarhefð og hans Biblía var Gamla testamentið. Það er alveg ljóst að hann hefur verið handgenginn Davíðssálmum. Það er mikið vitnað í þá í Nýja testamentinu eins og „Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?“ og hans síðustu orð á krossinum voru „Í þínar hendur fel ég anda minn“. Þetta er hvort tveggja úr Davíðssálmum. En vitaskuld urðu þáttaskil með Jesú Kristi, upp­ gjör við gyðingdóminn og úr varð sú volduga trúarhreyfing sem við hann er kennd, kristindómur.“ Telur Gunnlaugur að Jesús hafi verið eingetinn? „Jesús er fyrir mér hluti guðdómsins.“ Mikið hefur verið rætt um fjölmenningaráhrif hér á landi og búið er að leggja af þá gömlu hefð að gefa grunnskólabörnum Nýja testamentið. Gunnlaugur segist vera mjög ósáttur við þá ákvörðun. „Ég held að enginn verði fyrir trúarlegri innrætingu við það enda getur hver og einn afþakkað gjöfina. Biblían er snar þáttur í okkar menningarsögu og er verið að taka út úr skólakerfinu mikilvægan kennsluþátt. Ganga má lengra og segja að skólakerfið sé að bregðast menntunarhlutverki sínu með því að leggja ekki rækt við kennslu í heilagri ritningu svo mikilvægur þáttur sem hún er í menningu okkar.“ Biblían á borðinu. Gamla testamentið á hebresku. Listaverkið af Davíð konungi í íslenskri náttúru sem um leið kallast á við náttúru Landsins helga og konungurinn sem Davíðssálmarnir eru kenndir við sameinast með sérstökum hætti íslenska tónskáldinu Sigvalda Kaldalóns, 3000 árum síðar. Heillandi tvíræðni einkennir myndina. Öldurnar skella á steinunum í fjörunni í vetrarsortanum. Íslensk náttúra. Íslands þúsund ár...  „Guð er eitthvað sem er okkur æðra, eitthvað sem við þráum oG leitum efir. Öðlist maður traust trúar­ innar oG sannfærinGu, þá fylGir henni upplifun af samfylGd oG leiðsÖGn; athvarf oG styrkjandi návist á lífsGÖnGunni, í blíðu oG stríðu með einhverju því móti sem skýrar verður upplifað en skilGreint.“ mynd Leifs Breiðfjörð, Engill Guðs. Bókarhöfundur fjallar um hana í tengslum við Sálm 91. Davíðssálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.