Ský - 01.08.1998, Side 12
AKUREYRI
Liggur í loftinu á Akureyri
Baulandi pizzur
Norðlenskir pizzugerðarmenn gera það ekki endasleppt
Frá því pizzan nam land á íslandi
hafa hérlendir pizzugerðarmenn
gert tilraunir með álegg sem léti
kalt vatn renna milli skinns og hörunds
ítalskra kollega þeirra.
Fyrir nokkrum árum bárust fréttir af
því á Þorra, að ísfirskir veitingamenn
byðu upp á svokallaða Þorrapizzu. Hafði
þá hefðbundnum íslenskum Þorramat,
hrútspungum, bringukollum og sviða-
sultu verið raðað á pizzubotn með sósu,
osti stráð yfir og allt bakað eftir kúnstar-
innar reglum. Ekki fer miklum sögum af
vinsældum Þorrapizzunnar en ákveðin
vísbending að ekki var boðið upp á hana
oftar en þennan eina Þorra.
Nú hafa pizzugerðarmenn á Pizza 67
á Akureyri kynnt til sögunnar pizzu sem
gefur þeirri vestfirsku lítið eftir. Ólíkt
Þorrapizzunni hefur sú akureyska, sem
heitir Búkolla, öðlast dyggan aðdáenda-
hóp. A henni er nautasteik, bemaissósa
og franskar kartöflur. Pizzusósunni er
sleppt en osti er stráð yfir herlegheitin
áður en bakan fer í ofninn.
Marinó Sveinsson annar forsvars-
manna Pizza 67 „Við vorum að spá í
hvað við gætum gert nýtt í pizzum þegar
við duttum niður á þetta,“ útskýrir hann.
Aðspurður um viðbrögð gesta segir
Marinó að vissulega reki margir upp stór
augu þegar þeir sjá pizzuna á matseðlin-
um. „Búkolla er kannski ekki allra en
flestir þeirra sem prófa hana falla fyrir
henni.“
Marinó þvertekur fyrir það að kýrkjöt
sé á pizzunni þrátt fyrir nafnið. „Nei, nei,
nei, þetta er úrvals nautakjöt." JK
Röddin fyrir norðan
Kristján Jóhannsson syngur á minningartónleikum um föður sinn, Jóhann Konráðsson
Þann 10. október mun Kristján Jó-
hannsson óperusöngvari snúa til
æskuslóðanna og syngja á minn-
ingartónleikum um föður sinn Jóhann
Konráðsson söngvara. Tónleikarnir eru
til að minnast áttatíu ára árstíðar Jó-
hanns, sem var síðasta haust, en ekki
varð af tónleikunum þá.
Með Kristjáni í för verður ítalski
hljómsveitarstjórinn Giovanni Andreoli
en auk óperusöngvarans góðkunna koma
margir aðrir listamenn við sögu. Má þar
fyrstan nefna annan söngfugl úr þessari
söngelsku fjölskyldu, bróðurdóttur Krist-
jáns, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur.
Einnig láta til sín heyra ýmsar aðrar
norðlenskar raddir sem koma saman í
karla- og kvennakór. Um hljóðfæraslátt
sér Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með
velvild og aðstoð félaga úr Sinfóníu-
hljómsveit íslands.
Það er óhætt að lofa glæstum tónleik-
um en á efnisskránni verður að finna ým-
sar perlur óperubókmenntanna. JK
Tónleikarnir verða haldnir í íþróttahöll-
inni á Akureyri. Miðasala hefst 1. sept-
ember.
í deiglunni
í haust er áformað að bjóða fyrirtækjum,
ferðahópum sem og Akureyringum og
nærsveitafólki upp á samsetta menning-
ardagskrá á vegum Gilfélagsins en það
rekur nú í samvinnu við Akureyrarbæ,
tvo fjölnota sali sem einnig eru leigðir út
til einkasamkvæma, listsýninga og ann-
arra tilfallandi uppákoma.
MYNDLIST
15. ágúst til 30 ágúst.
KLÓSt 11. Hlynur Hallsson sýnir mynd-
verk á almenningssalerninu undir kirkju-
tröppunum.
22. ágúst.
Fjórar opnanir. Örn Þorsteinsson er í
Ketilshúsi til 13. september, Aðalsteinn
Vestmann í Deiglunni til 30. ágúst, Amý
á Café-Karólínu til 6. september og Sig-
ríður Helga Olgeirsdóttir í Gallerí Svart-
fugl einnig til 6. september.
29. ágúst til 15. október.
SKJÁIR VERULEIKANS. 10 norrænir
listamenn sýna á Listasafninu á Akur-
eyri. Þar á meðal eru Daði Guðbjörns-
son og Helgi Þorgils Friðjónsson.
29. ágúst.
Lokadagur Listasumars og Dokkardag-
ur við höfnina. Hátíð og götuleikhús með
meiru.
TÓNLIST
16. ágúst.
Árvisst djassnámskeið Sumarháskólans
og Tónlistarskólans hefst 16.ágúst og
stendur til 20. ágúst. Aðalumsjón Sig-
urður Flosason.
20. ágúst.
Heitur fimmtudagur. Kennarar á djass-
námskeiðinu troða upp í Deiglunni.
22. ágúst.
Sprotar. Lokatónleikar í Deiglunni í tón-
leikaröð ungs tónlistarfólks á Listasumri;
Kristjana Helgadóttir þverflauta og Dario
Macaluso gítar.
26. ágúst.
Margrét Sigurðardóttir, Magnús Friðriks-
son og Sólveig Hjálmarsdóttir flytja ís-
lensk sönglög og dúetta í Deiglunni.
27. ágúst.
Heitur fimmtudagur. Tena Palmer og
hljómsveit í Deiglunni.
29. ágúst.
Lokadagur Listasumars. Sigrún Eð-
valdsdóttir fiðla og Selma Guðmunds-
dóttir píanó, Ijúka Listasumri með tón-
leikum í Akureyrarkirkju.
10