Ský - 01.08.1998, Qupperneq 12

Ský - 01.08.1998, Qupperneq 12
AKUREYRI Liggur í loftinu á Akureyri Baulandi pizzur Norðlenskir pizzugerðarmenn gera það ekki endasleppt Frá því pizzan nam land á íslandi hafa hérlendir pizzugerðarmenn gert tilraunir með álegg sem léti kalt vatn renna milli skinns og hörunds ítalskra kollega þeirra. Fyrir nokkrum árum bárust fréttir af því á Þorra, að ísfirskir veitingamenn byðu upp á svokallaða Þorrapizzu. Hafði þá hefðbundnum íslenskum Þorramat, hrútspungum, bringukollum og sviða- sultu verið raðað á pizzubotn með sósu, osti stráð yfir og allt bakað eftir kúnstar- innar reglum. Ekki fer miklum sögum af vinsældum Þorrapizzunnar en ákveðin vísbending að ekki var boðið upp á hana oftar en þennan eina Þorra. Nú hafa pizzugerðarmenn á Pizza 67 á Akureyri kynnt til sögunnar pizzu sem gefur þeirri vestfirsku lítið eftir. Ólíkt Þorrapizzunni hefur sú akureyska, sem heitir Búkolla, öðlast dyggan aðdáenda- hóp. A henni er nautasteik, bemaissósa og franskar kartöflur. Pizzusósunni er sleppt en osti er stráð yfir herlegheitin áður en bakan fer í ofninn. Marinó Sveinsson annar forsvars- manna Pizza 67 „Við vorum að spá í hvað við gætum gert nýtt í pizzum þegar við duttum niður á þetta,“ útskýrir hann. Aðspurður um viðbrögð gesta segir Marinó að vissulega reki margir upp stór augu þegar þeir sjá pizzuna á matseðlin- um. „Búkolla er kannski ekki allra en flestir þeirra sem prófa hana falla fyrir henni.“ Marinó þvertekur fyrir það að kýrkjöt sé á pizzunni þrátt fyrir nafnið. „Nei, nei, nei, þetta er úrvals nautakjöt." JK Röddin fyrir norðan Kristján Jóhannsson syngur á minningartónleikum um föður sinn, Jóhann Konráðsson Þann 10. október mun Kristján Jó- hannsson óperusöngvari snúa til æskuslóðanna og syngja á minn- ingartónleikum um föður sinn Jóhann Konráðsson söngvara. Tónleikarnir eru til að minnast áttatíu ára árstíðar Jó- hanns, sem var síðasta haust, en ekki varð af tónleikunum þá. Með Kristjáni í för verður ítalski hljómsveitarstjórinn Giovanni Andreoli en auk óperusöngvarans góðkunna koma margir aðrir listamenn við sögu. Má þar fyrstan nefna annan söngfugl úr þessari söngelsku fjölskyldu, bróðurdóttur Krist- jáns, Jónu Fanneyju Svavarsdóttur. Einnig láta til sín heyra ýmsar aðrar norðlenskar raddir sem koma saman í karla- og kvennakór. Um hljóðfæraslátt sér Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með velvild og aðstoð félaga úr Sinfóníu- hljómsveit íslands. Það er óhætt að lofa glæstum tónleik- um en á efnisskránni verður að finna ým- sar perlur óperubókmenntanna. JK Tónleikarnir verða haldnir í íþróttahöll- inni á Akureyri. Miðasala hefst 1. sept- ember. í deiglunni í haust er áformað að bjóða fyrirtækjum, ferðahópum sem og Akureyringum og nærsveitafólki upp á samsetta menning- ardagskrá á vegum Gilfélagsins en það rekur nú í samvinnu við Akureyrarbæ, tvo fjölnota sali sem einnig eru leigðir út til einkasamkvæma, listsýninga og ann- arra tilfallandi uppákoma. MYNDLIST 15. ágúst til 30 ágúst. KLÓSt 11. Hlynur Hallsson sýnir mynd- verk á almenningssalerninu undir kirkju- tröppunum. 22. ágúst. Fjórar opnanir. Örn Þorsteinsson er í Ketilshúsi til 13. september, Aðalsteinn Vestmann í Deiglunni til 30. ágúst, Amý á Café-Karólínu til 6. september og Sig- ríður Helga Olgeirsdóttir í Gallerí Svart- fugl einnig til 6. september. 29. ágúst til 15. október. SKJÁIR VERULEIKANS. 10 norrænir listamenn sýna á Listasafninu á Akur- eyri. Þar á meðal eru Daði Guðbjörns- son og Helgi Þorgils Friðjónsson. 29. ágúst. Lokadagur Listasumars og Dokkardag- ur við höfnina. Hátíð og götuleikhús með meiru. TÓNLIST 16. ágúst. Árvisst djassnámskeið Sumarháskólans og Tónlistarskólans hefst 16.ágúst og stendur til 20. ágúst. Aðalumsjón Sig- urður Flosason. 20. ágúst. Heitur fimmtudagur. Kennarar á djass- námskeiðinu troða upp í Deiglunni. 22. ágúst. Sprotar. Lokatónleikar í Deiglunni í tón- leikaröð ungs tónlistarfólks á Listasumri; Kristjana Helgadóttir þverflauta og Dario Macaluso gítar. 26. ágúst. Margrét Sigurðardóttir, Magnús Friðriks- son og Sólveig Hjálmarsdóttir flytja ís- lensk sönglög og dúetta í Deiglunni. 27. ágúst. Heitur fimmtudagur. Tena Palmer og hljómsveit í Deiglunni. 29. ágúst. Lokadagur Listasumars. Sigrún Eð- valdsdóttir fiðla og Selma Guðmunds- dóttir píanó, Ijúka Listasumri með tón- leikum í Akureyrarkirkju. 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.