Ský - 01.08.1998, Page 16

Ský - 01.08.1998, Page 16
því að útsendingum snar- fjölgaði fyrir vikið, frá einni í viku á RUV upp í allt að fjórar hjá hinum stöðvunum. Margir rótgrónir aðdáendur enska boltans ráku upp ramakvein og sögðu það ein- faldlega mannréttindi að fá að horfa á ensku í óruglaðri dagskrá en svo virðast flestir einfaldlega hafa farið og keypt sér myndlykla. Þeir una nú sáttir við sitt, með fleiri leiki í ensku og þann ítalska í viðbót. í kjölfar meiri gæða og úrvals hafa kröfumar einnig aukist: Nú kemur ekkert annað til greina en að leikir séu í beinni útsendingu, ólfkt í gamla daga þegar menn voru bara sáttir við nokkurra daga gamla leiki, þar sem úrslit voru þegar ljós. Menn vissu um markaskorarana og eina á- nægjan var að sjá mörkin skoruð, því þá voru auðvitað engin fótboltakvöld þar sem hvert einasta mark er skoðað frá öllum sjónarhornum og í hægri endursýningu. Eftir að beinar útsend- ingar hófust áttuðu menn sig svo á því að leikur af spólu kemst náttúrlega ekki í hálfkvisti við algleymið, að sjá leikinn beint. Knattspyrnan og aðrar boltaíþróttir eru sem fyrr fyrirferðarmestar í dag- skrá sjónvarpsstöðvanna, einkum og sér í lagi þegar kemur að beinum út- sendingum. Ymsar aðrar íþróttagrein- ar, sem áttu ekki möguleika á því að komast í sjónvarp fyrir örfáum árum, fá nú einnig sitt pláss. Þannig sýna sjónvarpsstöðvamar frá stærstu keppn- um í fimleikum, frjálsíþróttum, golfi, tennis og jafnvel siglingum, ofan á troðfulla dagskrá af boltaí- þróttum og öðrum föstum liðum. Full vinnuvika í sófanum Næsti vetur mun að öllum líkindum slá öll fyrri met hvað þetta varðar og er ekki fjarri að í venjulegri viku verði hægt að eyða allt að 25 klukkustundum í að horfa á beinar íþróttaútsendingar. Og þegar eitthvað sérstakt er á seyði, þegar RÚV sýnir t.d. frá Formúlu 1 eða frjálsum í- þróttum og Sýn frá box- keppni í Bandaríkjunum, get- ur þessi tala rokið upp og farið langleiðina í 40 tímana. Ef svo fer sem horfir hlýtur einhver að spyrja hvort ekki sé nóg komið af svo góðu. Hvers á fólk að gjakla sem ekki hefur þennan brennandi áhuga á íþróttum? Og ekki síður: Hvernig er hægt að ætlast til þess af metnaðarfull- um sófasportista, að hann komist yfir allt þetta efni? Ekki er hægt að neita því að þeim hugsun skýtur niður hvort verið sé að æra óstöðugan með því að dæla endalaust meira og meira efni út í Ioftið. Er þetta ekki viðlíka og að sjá forföllnum fíkli fyrir eiturlyfjum í massavís á meðan hann getur í sig lát- ið? Eitthvað hlýtur að endingu að láta undan. Hvað segir Kvennaathvarfið og SÁÁ? Blaðamaður hafði samband við full- trúa SAA og forvitnaðist um hvort í- þróttafíkn væri að einhverju leyti þekkt fyrirbæri þar á bæ. SAA flokkar öfgafulla hegðun í tvennt: jákvæðar öfgar, sem eru í sjálfu sér ó- skaðlegar manneskjunni, og neikvæðar öfgar, sem skaða hana á beinan hátt. Þeir nefndu heilsurækt sem dæmi um hegðun sem gæti farið úr böndum og orðið að öfgum, fyrst jákvæðum en að end- ingu í slæmum tilfellum og neikvæðum öfgum. Sjón- varpsglápið væri tvímæla- laust hægt að setja í fyrri flokkinn sem nokkurs konar meinlaus afþreying, þó úr hófi væri. En hvenær hættir glápið að vera meinlaus afþreying? Er ekki alveg eins hægt að færa rök fyrir því að menn geti misst stjórn á því eins og nánast hverju sem er í nútíma samfé- lagi? Þegar sýnt er frá stórmótum í knatt- spyrnu hefur hugtakið fótboltaekkja skotið upp kollinum og er þar átt við konur sem sjá á bak eiginmönnum sín- um í sófann kvöld eftir kvöld að horfa á leiki í beinni. Víst er, að ekki hefðu allir karlmenn látið það yfir sig ganga að kveikt væri á ryksugunni á meðan á beinni útsendingu frá HM stóð, eins og sófamaðurinn í lífeyrissjóðaauglýsing- unni gerir. Starfskonur Kvennaathvarfsins kannast hins vegar ekki við að eigin- konur hafi leitað þangað í öngum sín- um vegna vanrækslu og viðskotaillsku íþróttafíkils. Þó kom fram að andlegt ofbeldi sem konur verða fyrir á heimil- um hefur ekki verið flokkað að neinu marki og að slímusetur í sófanum fyrir framan íþróttaefni í sjónvarpinu geti hæglega fallið undir þann flokk. Sportunnendur velta þessum mál- um þó fæstir mikið fyrir sér. Þeir þykjast hafa himin höndum tekið og hafa ekki hugsað sér að sleppa hon- um í bráð. Að minnsta kosti ekki fyrr en lítill, sköllóttur maður með gler- augu, í hvítum sloppi og með marga penna í brjóst- vasanum segist vera vinur þeirra og biður þá að segja sér allt. Þá fyrst breytist draumurinn í martröð. Finnur Þór Vilhjálmsson er lausapenni í Reykjavík og horfir að jafnaði á heinar útsendingar í fjórar klukkustundir í viku. 14

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.