Ský - 01.08.1998, Side 20

Ský - 01.08.1998, Side 20
ÁSBJÖRN gildi eru allt önnur. Tvítugur maður veltir lítið fyrir sér, hvaðan hann kem- ur eða hvert hann er að fara, en núna reyni ég fyrst og fremst að lifa í núinu og kynnast sjálfinu. Ég er ekki að segja að það sé auðvelt eða að mér takist það, en mér finnst það ágætis markmið og held að nái maður tökum á því, sé maður á ágætis leið með að lifa lífinu.“ En hefur hann einhvern tímann viljað sleppa því að vera Bubbi Morthens? „Aldrei nokkum tíma,“ svarar hann ákveðið. „Það hefur auðvitað verið misjafnlega erfitt, en ég hef alltaf verið sáttur við sjálfan mig.“ Að finna hamingjuna Bubbi segist trúa því að sérhver maður sé sinnar hamingju smiður og ekki sé möguleiki að finna hamingjuna í bílum, peningum eða öðrum ver- aldlegum gæðum. „Ég er ekkert viss um að maður gæti lifað af sem allslaus maður í þessu þjóðfélagi okkar,“ segir Bubbi, þegar ég spyr hann hvort hann gæti hugsað sér að vera hamingjusamur öreigi og heldur svo áfram; „Það sem ég meina er, að menn eiga að sætta sig við það sem þeir eru, því ef maður er sáttur við útlit sitt, vaxtarlag, getu og hæfileika, þá getur maður fundið ham- ingjuna. Ef maður er hins vegar alltaf ósáttur við sjálfan sig og hugsar: Ég er ljótur, ég er feitur, ég á ekki þetta og ekki hitt, þá er maður bara að lengja snöruna í lífsgálganum. Ég held að fólk geri alltof lítið af því að reyna að sjá eigin fegurð en það skiptir gífur- lega miklu máli hvað varðar lífsham- ingjuna.“ Að þessari speki sagðri hvarflar að mér hvort ekki leynist prestur í Bubba Morthens, sem svo ákaft prédikar gegn lífsgæðakapphlaupinu og með kær- leikanum. „Nei, nei, ég nota tónleikana til að miðla málum og hvet þar fólk til að fara í spegilinn, horfast í augu við sjálft sig og segja: mér finnst þú æðislegur, ég elska þig, hvar ert þú búinn að vera allt mitt líf og það hefur ekkert með egóisma eða sjálfselsku að gera. Þetta getur hins vegar styrkt fólk og hjálpað mikið, því það eru gefin svo röng skilaboð til manna í þjóð- félaginu sem miðað er við aldurinn, tuttugu til fjörutíu ára,“ svarar Bubbi og er heitt í hamsi. „Mér finnst þjóðfélagið vera á kolrangri braut og félagslega batteríið er skandall. Hvemig má það vera að geðsjúkir em settir útá götuna, gamalt fólk og fársjúkt er rekið heim? Ég meina hvers konar þjóðfélag er það sem getur ekki einu sinni séð þegnum sínum fyrir heil- brigðisþjónustu? Mér finnst þessi heilbrigðis- stefna Sjálfstæðis- flokksins hreint skelfi- leg og í rauninni ættu allir að vera sammála um að þessi mál ættu að vera hafin yfir alla flokkspólitík." Hvers vegna er Bubbi Morthens ekki búinn að hella sér út í pólitíkina sjálfur? „Ég er of greindur til að fara í pólitík," segir Bubbi blákalt og alvarlegur. “Það er bara einfalt mál. Ég held að maður þurfi að vera skúrkur í eðli sínu til að fara í stjómmál. Þegar upp er staðið er það ein lágkúrulegasta staða sem hægt er að lenda í að vera pólitíkus, það er mín skoðun. Á þingi er slökkt á fólki sem leiðist út í pólitík með hugsjónir að vopni og þannig kemst það ekkert áleiðis." Er þetta ekki ákveðin uppgjöf ? Er ekki brýn þörf á baráttujaxli eins og Bubba Morthens á þing? „Nei,“ svarar hann hugsi. „Ég kem mínu til leiðar í gegnum tónlistina og þótt ég taki stórt uppí mig hvað varðar pólitíkusa er það vegna þess að mér finnst svo litlu hafa verið áorkað á síðustu árum. Stjórnmál eru farin að snúast um eitthvað allt annað en al- mannaheill, við erum á kafi í spillingu, samtryggingu og ættarveldispoti í íslenskri pólitík. Ef maður skoðar hvemig þetta kerfi hefur verið hér þá má líkja Sjálfstæðisflokknum við rúss- neska kommúnistaflokkinn á því hvernig hann hefur rekið sitt batterí. Þá er ég ekki að segja að hinir flokkarnir hafi verið eitthvað skárri, þeir hafa bara haft færri tækifæri Hættulegt fólk Þegar Bubbi Morthens kom fyrst fram á sjónarsviðið þóttu textar hans beittir, hann var kraftmikill baráttujaxl og sagði frá harðri lífsbaráttu verka- mannsins. Mörgum hefur þótt sem baráttuþrekið hjá Bubba hafi dalað á þessum átján árum. „Það hefur ekkert breyst,“ svarar Bubbi ákveðið. „Þeir sem koma á tón- leika hjá mér heyra nákvæmlega sömu áherslumar og áður. Jafnvel þótt sumir mýkri texta minna hafi fengið meiri spilun og umfjöllun en þeir beittari, þá er svo langt í frá að hinir séu ekki til staðar. Það hafa alltaf verið nokkur lög á plötunum mínum sem ekki aðeins snúa að þjóðfélagsádeilu, heldur eru um það sem ég tel að menn ættu að tala um. Menn hafa bitið þetta í sig vegna A'onnplötunnar og Lífið er Ijúft, en það er af og frá að krafturinn eða baráttueðlið hafi breyst, það mun aldrei gerast.“ En bauð hann ekki þessari gagnrýni heim á ungdómsárum sínum í rokk- inu? „Nei, af og frá,“ svarar Bubbi alveg harður. „Ég hef alltaf sungið um mína reynslu og fyrsta platan mín byggir á þeirri reynslu. Ég var farandverka- maður og lifði því lífi sem þar segir frá; vinnunni í frystihúsunum, ver- búðalífinu og sjómennskunni. Það má hins vegar segja að ég hafi reynt að varpa ljósi á þær hliðar í þjóðfélaginu sem hafa verið skuggamegin.“ Bubbi segir engan verkalýðsfor- ingja blunda í sér heldur miklu fremur húmanista. „Ég get alveg eins sungið um óhamingjusaman milljónamæring eins og óhamingjusaman verkamann. Ég kannast ekki við að vera að keyra á neinni verkalýðspólitík. Ég hef verið að syngja um dópneyslu, hvernig eiturlyf fara með fólk, hræsni prest- anna, hræsni pólitíkusanna og svo framvegis. Ég syng um hluti sem aðrir syngja ekki um, hluti sem öðrum finnst ekki eiga heima í dægurlagatext- um. Víst kemur það fyrir að ég segi fólki á tónleikum að kjósa ekki Sverri Hermannsson og færi svo mín rök fyrir því, hvet fólk til að hunsa hann, geri grín að Hannesi Hólmsteini eða Steingrími J.“ „Eg er ofgreindur tilað fara í pólitík.. Það er bara einfalt mál. ...égheldað maðurþurfiað vera skúrkur íeðlisínu til að fara í stjórnmál. “

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.