Ský - 01.08.1998, Síða 21

Ský - 01.08.1998, Síða 21
ÁSBJÖRN Bubbi segist þó passa sig á að prédika ekki yfir fólki, heldur segja aðeins sína skoðun og reyna þannig að hafa áhrif. Textar hans snúast oftar en ekki um það sem er að gerast í ís- lensku þjóðlífi þá stundina, sem hann situr og semur. Orð eru máttug og skoðanir hans hafa áhrif, en hann segist þó alltaf láta aðra um sína ákvarðanatöku. „Menn sem halda að þeir geti tekið ákvarðanir fyrir fólk, eins og póli- tíkusamir, eru hættulegt fólk. Ég reyni að vera mótvægi við heilaþvott stjóm- málamanna. Þannig agitera ég til dæmis gegn Finni Ingólfssyni og hans stefnu á öllum mínum tónleikum, því þótt ég hafi ekkert við persónu Finns að athuga, hef ég heilmikið við hann að athuga sem embættismann. Og sama má segja um Svavar Gestsson og Davíð Oddsson. En fólk verður alltaf sjálft að fá að taka sína ákvörðun.“ Heimskur bransi Fáir tónlistarmenn eiga jafn tryggan aðdáendahóp og Bubbi Morthens og segir hann ástæðuna vera þá hversu heiðarlegur hann sé í tónlist sinni og samkvæmur sjálfum sér. Hann hafi alltaf gert það sem hjartað og innsæið hafi sagt honum og aldrei hlustað á tískustrauma. „Ég held að höfuðmálið sé að vera heiðarlegur í sinni list. Ástæðan fyrir því að svo fáir lifa af í þessum bransa er, að þeir em alltaf að eltast við hina hverfulu tískustrauma. Ef menn hlust- uðu á sitt eigið innsæi held ég að þeir gætu lifað af. í svona heimskum bransa eins og tónlistarbransanum er auðvelt að verða „out of date“. Ef menn eru ekki heiðarlegir í list sinni er hún dæmd til að mistakast." Bubbi segist aldrei hafa upplifað sig úti í kuldanum á íslenskri tónlist- arævi. „Ég hef alltaf getað selt mínar plöt- ur og það hefur enginn fslendingur selt jafnmargar plötur og ég. Það er bláköld staðreynd. Aðeins einn lista- maður hefur selt eins mikið af list sinni og ég. Það er Halldór Kiljan. Það segir mér allt sem segja þarf og ég væri hræsnari ef ég segði að það kitlaði ekki egóið.“ En sárnar honum þegar hörðustu aðdáendur gagnrýna hann og hálf- partinn gefast upp á honum? „Nei, mér er alveg sama,“ svarar Bubbi kæruleysislega. „Menn mega hafa þá skoðun sem þeir vilja og þeir hafa fullan rétt til þess. Mér er alveg sama þótt fólk setji útá mig, það er ekkert sem plagar mig.“ Bubbi er kominn yfir fertugt og sumir vilja kalla hann skallapoppara og setja hann undir sama hatt og aðra tón- listarmenn sem komnir eru af léttasta skeiði. Upplifir hann sig sjálfur sem skallapoppara? „Nei, í mínum huga er skallapoppari einhver, sem er að hjakka í gamalli frægð og er aðeins skugginn af sjálfum sér,“ segir Bubbi og setur í brýmar. „Ég held að ég sé betri með hverju árinu sem líður. Ég er í sífelldri þróun og ég held að ég sé of heiðarlegur og of gagnrýninn á sjálfan mig og alltof akt- ívur til að geta skilgreint mig sem skallapoppara.“ Bubba er tíðrætt um heiðarleikann. Hins vegar dæma hann margir hart fyrir að vera iðnaðarpoppara sem ____________________ hugsi bara um peninga og jólaplötusölu. „Ef ég væri þannig myndi ég gefa út tutt- ugu og fimm Konuplö- tur eða tuttugu og fimm Isbjarnarblúsa. Hins vegar er gríðarlegur iðnaður í kringum þessa listgrein og þeir sem horfa framhjá því eru bara vitlausir og bama- legir,“ segir hann með þjósti. „Það er ekki til ______________ sú listgrein sem ekki er iðnaður, ekki ein einasta. Ég hef engan áhuga á að gefa út plötu sem ekki selst og þar sem plötur seljast einna best um jól er mjög eðlilegt að taka mið af því.“ I þessu sambandi segir Bubbi áttatíu prósent útgefins efnis rusl og tuttugu prósent snilld. Þessi tuttugu prósent snilldar hafi gert það að verkum að veröldin er ekki sú sama. En hvernig eru hlutföllin hjá Bubba? „Ég tel mig vera snilling,“ segir Bubbi og stekkur ekki bros. „Það hefur ekkert með hroka að gera en ég tel mig vera einn af þessum tuttugu prósentum. Blákalt. Ég trúi því að ég hafi sérstöðu í íslenskum dægurlagaheimi. Ég trúi því að ég sé að gera hluti sem aðrir em ekki að gera. Ég trúi því að ég sé sá eini sem er að vinna upp úr Vikivaka handritum og þjóðkvæðum þessa dag- ana og færa þuluformið inn í nútímann. Ef ég myndi ekki hugsa svona, held ég að mér væri ekki stætt á að gera það sem ég er að gera.“ Jón Ólafsson Hvaða íslenskir tónlistarmenn eiga virðingu Bubba Morthens? „Af söngvumm finnst mér Egill O- lafsson gífurlega flinkur listamaður. Björgvin Halldórsson finnst mér frá- bær söngvari, þótt mér finnist hann prívat og persónulega ekki hafa spilað eins vel úr sínum spilum og hann hefði getað. Þegar ég var ungur maður fannst mér Björgvin standa fyrir lág- kúrunni í íslenskri tónlist, en sú skoð- un mín hefur breyst því ég hef hlustað mikið á hann og uppgötvað hvílíkur fagmaður hann er. Ég er ægilega hrif- inn af Botnleðju og Subterranian. Maus finnst mér standa upp úr í texta- gerð af unga liðinu. Quarashi eru góð- ir. Sumt af því sem Björk hefur gert „Aaðeins einn listamaður hefurselt eins mikið af /ist sinni og ég. Það er Halldór Kiljan. ... ég vœrihrœsnarief égsegðiað það kitlaði ekki egóið. “ finnst mér gott, annað alveg hrútleið- inlegt. Þeir tveir einstaklingar sem standa uppúr eru Magnúsarnir tveir, Megas og Magnús Eiríksson. Þeir eru menn sem hafa haft ómæld áhrif á ís- lenskan dægurbransa,“ segir Bubbi eftir nokkra umhugsum og bætir við, „sennilega trónir Megas á toppnum. Hann ber höfuð og herðar yfir aðra ís- lenska tónlistarmenn að mínu viti.“ Sjaldan hefur Bubbi ofboðið aðdá- endum sínum eins heiftarlega og þegar hann söng í sjónvarpsauglýsingunni fyrir Hagkaup hér um árið. Þótti mönnum hann vera orðinn aðeins of mikill efnishyggjumaður og vera far- inn að taka fulllangt niður fyrir sig. Hvað segir Bubbi sér til málsvarnar í sambandi við Hagkaupslagið? „Ég skammast mín ekki hætishót og er stoltur af því að hafa sungið Hagkaupslagið,“' segir Bubbi og er sjálfsöryggið uppmálað. „í fyrsta lagi verða áhrif Pálma heitins í Hagkaup- um seint metin til góðs í íslensku 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.