Ský - 01.08.1998, Side 22
ÁSBJÖRN
þjóðlífi. Hagkaup varð bylting fyrir al-
þýðumanninn og heimilin í landinu,
þannig að ég tel mér það til tekna að
hafa sungið auglýsingu fyrir Hag-
kaup.“
Mundi hann syngja fyrir Nóatún
eða Sunnukjör?
. „Nei, ég mundi ekki gera það,“ seg-
ir hann ákveðið. „ Ég man sjálfur eftir
byltingunni þegar Hagkaup var stofn-
að og þó að kynslóðir í dag sjái Hag-
kaup aðeins sem risaveldi, held ég að
almenningur í landinu hafi hagnast
jafnmikið á Hagkaupum og Hagkaup á
þeim. Þeir sem tala af lítilsvirðingu um
Hagkaup skilja bara ekki samhengi
hlutanna. Svo einfalt er það og þetta
var ástæðan fyrir því að ég sagði já við
Oskar Magnússon, þegar hann bað
mig um þetta.“
Bubbi hefur einnig fengið ákúrur
fyrir að gleyma uppruna sínum og um-
gangast auðmenn. Útgefandi hans er
Jón Olafsson, eigandi Skífunnar og
einn ríkasti maður landsins. Það hefur
farið í taugarnar á aðdáendum Bubba
að hann sitji matarboð með Jóni.
Bubbi skellir uppúr þegar ég minnist á
þessa hluti við hann.
„Jón Ólafsson er fínn drengur og
hann er með mjög svipaðan bakgrunn
og ég. Allt sem ég hafði heyrt um Jón
Ólafsson áður en ég hitti hann fyrst var
á þá leið að verri maður væri sennilega
ekki til á íslandi. Ég verð að segja það
að ég hafði nú verið hjá tveimur útgef-
endum áður en ég fór til Jóns Ólafs-
sonar og hef ég hvergi annars staðar
fengið eins góða samninga og hjá eng-
um öðrum manni sem ég hef átt við-
skipti við í plötubransanum, hefur allt
staðið eins og stafur í bók. Það er
meira en hægt er að segja um hina út-
gefenduma tvo.“
Hvað veldur þessu illa umtali?
„Þetta er öfund, fyrst og fremst öf-
und og ekkert annað en öfund,“ svarar
Bubbi af heift. „Dugnaður Jóns er með
ólíkindum og fjármálakunnátta hans
og útsjónarsemi er einstök. Og ef Jón
vill verða ríkur þá er það gott mál og
kemur engum við.“
Bubbi segist ennþá umgangast sína
gömiu vini frá upphafsárunum og því
svo sem engin ástæða fyrir neinn að
móðgast þótt hann umgangist aðra og
ríkari. Þeir einu sem hann umgengst
lítið eru íslenskir popparar. Hvers
vegna?
„Ég gef þeim ekki færi á mér. Ég
hef enga þörf fyrir að vera á kaffihús-
unum eða í kokteilpartýum, það er
bara liðin tíð. Mér er alveg sama hverj-
ir eru í Séð og hvar eða hverjir voru
hvar. Ég er bara mest heima hjá mér og
fer ósköp lítið.“
Sex, Drugs and Rock n’ Roll
Bubbi var þó mjög virkur í gleðinni á
árum áður og fræg eru ummæli hans
að auðvelt væri að ríða af sér kónginn í
þeirri aðstöðu sem hann var í þá daga.
„Já, því það er engin mýta að þau
tengist þessi þrjú at-
riði: Sex, Drugs and
Rock n’ Roll,“ segir
Bubbi íhugull.
„En maður fær voða-
lega fljótt leið á þessu
og eftir því sem mað-
ur er sjálfsöruggari og
sáttari við sjálfan sig,
því færri konum sefur
maður hjá. Maður
vandar valið og kem-
ur sér fljótlega út úr
þessum hring, því
annars getur farið illa.
Það er mjög auðvelt að týna sér. Popp-
bransinn gengur mikið út á það að vera
upptekinn af sjálfum sér, en taki maður
ekki fljótlega í rassgatið á sjálfum sér
er maður kominn í miklar ógöngur og
þetta skilar manni ekki neinu, ekki
baun í bala.“
Bubbi hefur þótt kyntröll mikið í
gegnum tíðina og ófáar konumar hafa
átt sér drauma um stund með kóngin-
um. Hann hefur lagt mikið uppúr því
að rækta kroppinn og líta vel út.
„Ég upplifi mig alls ekki sem kyn-
tröll, það er af og frá,“ segir Bubbi og
hristir hausinn. „Ég gerði í því að vera
kyntröll hér áður fyrr, en ég hef enga
tilfinningu fyrir því núna. Ég hef alltaf
æft vegna þess að ég veit hvað það
gefur mér. Mér er hins vegar nokk
sama hvernig línurnar eru og tel að
með þessari líkamsræktarbylgju sem
dunið hefur yfir heimsbyggðina, sé
verið að leggja ákveðna þjóðfélags-
hópa í einelti. Ég held að það sé alveg
mökkur af fólki inni á líkamsræktar-
stöðunum sem langar ekkert til að vera
þar, en er þar af því að það er „inni“.
Því segi ég fólki að vera bara með sína
kókflösku fyrir framan sjónvarpið og
éta sína kókosbollu ef það vill og vera
hamingjusamt. Annað er bara bodyfas-
ismi.“
Það loðir enn við Bubba að hann
var forfallinn fíkniefnaneytandi og upp
kernur spurningin hvort einhver á-
kveðin þynnka standi uppúr í minning-
unni.
„Öll árin eftir að það hætti að vera
gaman var ein stór þynnka,“ segir
Bubbi og hryllir við. „Þegar það hættir
að vera gaman verður þetta bara einn
stór hryllingur, tómleiki og vanlíðan.
Sá hryllingur getur svo varað alla
ævi.“
En hvemig hætti hann í neyslunni á
endanum?„Ég er enn að reyna að
hætta í rauninni, það má orða það
þannig,“ svarar Bubbi dapur á svip. „-
Þetta er barátta á hverjum einasta degi,
bara einn dagur í einu. Maður losnar
aldrei nokkurn tímann við þetta, en
tíminn vinnur með manni.“
Ástin í lífi Bubba
Bubbi segist trúaður þó ekki stundi
hann kirkjurnar mikið. Ég spyr hann
hvers vegna flestir geri grín að Frels-
aranum og skammist sín fyrir að
viðurkenna trú sína, en hrópi svo á
hann þegar á bjátar og efist ekki um
tilurð hans á raunastundum.
„Það er vegna þess að í okkar
þjóðfélagi byggist allt á einskis
verðum hlutum og gildum. Maður
sem tekur Jesús alvarlega og þann
boðskap sem hann hefur fram að færa,
hann óttast að þurfa að sleppa því að
halda framhjá, að þurfa að sleppa því
að ríða út um allan bæ, að þurfa að
sleppa því að vera dópaður, að þurfa
að hætta að ljúga, en það sem hann ótt-
ast mest er að horfast í augu við sjálfan
sig. Þess vegna gera menn grín að
trúnni. Fyrst og fremst er um að kenna
ótta og hræðslu, því það kostar fómir
að vera heiðarlegur og að bæta sig sem
manneskju. Og svo þegar á bjátar nota
menn Guð sem hækju á hallærisstund-
um og setja Guði skilyrði. Ef þú gerir
þetta fyrir mig, skal ég gera þetta og
hitt. Og gleyma því svo jafnóðum. En
Jesús er ekki í tísku, það er eitthvað
annað í tísku.“
Uppáhaldskaflinn í Biblíunni?
„Þeir em margir, maður minn. Ég er
mjög hrifinn af sinnaskiptum Páls
m, ..*
„Jón Ólafsson erfínn drengur og
hann ermeð mjög svipaðan bak-
grunn og ég. “
20