Ský - 01.08.1998, Side 35

Ský - 01.08.1998, Side 35
Það er ekki oft sem starfs- fólki gestamóttaka hótel- anna vefst tunga um tönn þegar erlenda gesti ber að garði. Gildir þá einu hvort um er að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Að sjálfsögðu svarar starfs- fólk gestamóttakanna á öll- um algengustu tungumálum eins og vera ber. En það er ekki víða sem starfsfólk hót- ela getur státað af kunnáttu í arabísku, kínversku og sva- hili. Auk þessara þriggja mála bregður starfsfólk gestamóttakanna fyrir sig átta öðrum tungumálum ef svo ber undir. Með sameiginlegri yfir- stjórn skapast nú möguleiki á að færa starfsfólk á milli hótelanna, allt eftir því hvaða tungumál gestirnir tala. Newsletter of Hótel Saga and Hótel Island 3 veir einni oc^ óterLir Loólir óömu Len di j a Frá opnun þess síðar- nefnda í júlí 1991 hafa Hótel Saga og Hótel ís- land verið rekin undir sameiginlegri stjórn. Bændahöllin hf., eigandi Hótels Sögu, eignaðist Hótel ísland árið 1994. Frá þeim tíma hafa því tveir af sterkustu kostun- um í gisti- og veitinga- þjónustu á Islandi verið á einni og sömu hendi. Þótt hótelin séu tvö ber þjón- usta þeirra þess merki, að þeim er stjórnað af sömu fagmennsku. Samnjting „Með samhiða stjórnun hótelanna náum við best að samnýta þá þekkingu og reynslu sem starfsfólk þeirra beggja býr yfir. Jafnframt gefst okkur með þessu spennandi tækifæri til að markaðs- setja tvö mismunandi hótel, sem þó lúta bæði sömu lögmálum um metnað, fagmennsku og góða þjónustu. Og að sjálfsögðu nýtist það okk- ur vel að geta vísað á annað hótelið þegar hitt er fullt. Það er dýrmætur kostur á háannatíman- um,“ segir Hanna María Jónsdóttir, kynningar- og markaðsfulltrúi. Saman- lagt hafa Hótel Saga og Hótel ísland yfir að ráða 335 herbergjum. Saga 216 og Hótel ísland 119. Flaggskip Hótel Saga hefur frá upphafi verið flaggskip íslenskrar gisti- og veit- ingaþjónustu. Með klass- ísku, alþjóðlegu yfir- bragði, rómaðri þjónustu og mat eins og best gerist á íslandi hefur Saga áunnið sér vinsældir og virðingu. Opnun Hótels íslands markaði að vissu leyti ákveðin þáttaskil í hótelbyggingum á Islandi og bar með sér nýja strauma. Vel búin, björt og sérlega rúmgóð her- bergi hafa verið aðals- merki hótelsins. fg| HÁRSAGA 0 ‘bnprtistofa (dLddu ($) BÚNAÐARBANKINN BLÓMABÚÐ REYKJAVÍKUR _uiioS_, Sjalavorur i Hair Saloon Hotel Sogu Beauty Saloon • Hótel Saga Melaútibú f \| Hótel Sögu við Hagatorg Hótel Saga • Reykjavík Sími/Tel: (+354) 552 1690 Sími/Tel: (+354) 561 2025 Sími/Tel: (+354) 551 2013 Sími/Tel: (+354) 566 6461 Á-

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.