Ský - 01.08.1998, Síða 37
„Möguleikar nýja símkerf-
isins eru í raun svo fjöl-
breytilegir að það væri allt
of langt mál að tíunda þá.
En ég er þess fullviss, að
kerfið á eftir að verða
gestum okkar til mikils
hægðarauka," segir Ulfar
Marinósson, tæknistjóri
Hótels Sögu, um nýtt sím-
kerfi, sem tekið hefur ver-
ið í notkun.
A meðal þeirra möguleika
sem kerfið býður gestum
upp á er eftirfarandi:
• Talhólf, sem getur verið
virkt allt að sólarhring
eftir brottför
• Skilaboðaljós á herbergj-
um
• Hægt er að flytja símtöl
úr herbergjum í t.d.
GSM síma gesta.
Auk þessa ber kerfið með
sér ýmsar nýjungar fyrir
hótelið sjálft og er starfs-
mönnum til mikils hægð-
arauka.
Ritstj. og ábm.: Hanna María Jónsdóttir
Umsjón: Athygli
Ljósmyndir: Bára
Hönnun og umbrot: Rita
ŒeuL
euRinaa
r a muuiii
claulia (di
Reykingar eru víðast hvar á undan-
haldi. Svo er einnig innan hótel-
anna. Bæði bjóða þau upp á reyk-
laus herbergi. Ekki er ólíklegt, að
heil hæð hótelanna verði alfarið
reyklaus þegar fram líða stundir.
Þegar er bannað að reykja við
morgunverðarborð hótelanna.
I Grillinu og Skrúði er nú helming-
ur borðanna á reyklausu svæði.
Kristján Sæmundsson, veitinga-
stjóri í Grillinu, segir ótta við nei-
kvæð viðbrögð hafa reynst ástæðu-
lausan þegar ákveðið var takmarka
reykingar.
„Viðbrögðin hafa öll verið á já-
kvæðum nótum. Þeir sem ekki
reykja eru að vonum ánægðir og
reykingafólk hefur sýnt þessum
breytingum fullan skilning. Við
höfum ekki fengið neinar kvartanir
vegna þessa og ég á von á að
reyklausum borðum fjölgi enn,“
segir Kristján.
W, • - ' ''
A li 1 §3 i ,
^HÍit cjGtur
Bandaríska ferðafólkið stóð vonsvikið
við gestamóttökuna. Það hafði frétt af
því frá öðrum gestum að útsending-
ar- og tökulið morgunþáttarins vin-
sæla hjá CBS sjónvarpsstöðinni,
Good Morning America, væri á Hót-
el Sögu. „Því miður, þau fóru í gær,“
var svarið sem tvenn hjón og börn
þeirra fengu.
Gestirnir sneru vonsviknir frá af-
greiðsluborðinu þegar inn í anddyrið
gekk söngkona hinnar heimsþekktu
hljómsveitar Fugees. Eftir að hafa
fengið eiginhandaráritun söngkon-
unnar var ekki laust við að ferðalang-
arnir tækju gleði sína á ný.
Daginn eftír voru gestirnir í samræð-
um við starfsfólk gestamóttökunnar.
Þegar viðræðunum var að ljúka kem-
ur kunnuglegur maður stormandi út
úr hótellyftunni ásamt fýlgdarmanni.
„Var þetta nokkuð Seinfeld?" Starfs-
fólk gestamóttökunnar kinkaði kolli.
Andlitið datt bókstaflega af banda-
ríska ferðafólkinu.
Hamingju gestanna verður vart með
orðum lýst er þau héldu af landi
brott. Heimsfrægar stjörnur höfðu
þau til þessa aðeins séð í sjónvarpi. A
Islandi varð ekki þverfótað fyrir
þeim! Þegar þau skráðu sig út af hót-
elinu sagði annar fjölskyldufaðirinn:
„Þetta er staðurinn þar sem hlutirn-
ir gerast!“
'UináœÍir
ve itincjaó lacíir
Gestum á hótelum okkar standa
þrír veitingastaðir til boða. Hót-
el Island státar af notalegum
veitingastað, Café Island, sem
notið hefur ört vaxandi vinsælda.
Það voru gestir úr blómstrandi
viðskiptalífi Múlahverfisins, sem
fýrstir „uppgötvuðu" staðinn og
aðrir hafa fylgt á eftir.
Auk Grillsins, sem aðeins er opið
á kvöldin, skartar Hótel Saga
veitingastaðnum Skrúði sem op-
inn er allan daginn. I hádegi og á
kvöldin er áherslan lögð á hlað-
borð en smærri réttir eru auk
þess fáanlegir. Skrúður hefur
áunnið sér sess sem einn vinsæl-
asti „hádegisverðarstaðurinn" í
höfuðborginni.